fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Heima

Jú, í dag er ég heima! Sú stutta er eitthvað slöpp þannig ég tók ekki sénsinn að fara með hana til dagmömmu og ákvað því bara að vera heima. Ágætt að nýta tímann á meðan maður er heima að læra (was ist das?) það eru víst verkefnaskil þann 13. febrúar og ég er ekki að sjá mikið framá það að hafa mikinn tíma til þess að vinna í því í næstu viku þar sem undurbúningur fyrir Grunnvíkingaþorrablótið verður þá á fullu!

Það er langt síðan að ég hef verið eins spennt og fyrir Dana leikinn þarna um daginn, í framlengingunni var ég orðin svo spennt og alveg að fara á taugum að ég varð að standa og það helst inní eldhúsi og láta það duga að hlusta á það sem fram fór, þá tapaði ég mér ekki alveg. En leikurinn fór sem fór ... ekkert meira um það að segja. Við bara tökum að okkur fimmta sætið, segjum það.

En já ... ég þarf að nýta tímann sú slappa sefur þannig núna er það að koma sér í gírinn og læra. Ég læt það samt vera hversu spennandi verkefnið er, en það er ekki spurningin ...

Ég verð víst að valda einhverjum vonbrigðum og tilkynna það hér með að ég fer ekki suður á þorrablót Bolvíkingafélagsins fyrir sunnan ... sorry, það verður bara dansað síðar!

1 ummæli:

Vera sagði...

Var einmitt að velta þessu fyrir mér þegar ég sá bílinn fyrir utan heima hjá þér í hádeiginu áðan :op En vona að þeirri stuttu batni fljótlega ;* Verðum svo að fara hittast! JebbJebb bæbæ ;)hehe