mánudagur, apríl 19, 2004

mig langar að vera snjókorn sem fellur í lausu lofti niður á jörðina.
Allir elska snjókornið, þá elska allir mig.
ég þarf ekki að hafa neinar áhyggjur,
ekki af neinu,þarf ekki að hugsa um neitt né taka ákvarðanir...
einu áhyggjunar sem ég þarf að hafa eru þær að..
... sólin komi ekki strax.

hehe... smá flipp hér að ofan :þ
ég er byrjuð í átaki eins og ég sagði í síðustu færslu. fór út að hlaupa,dugnaður og gerði svo æfingar þegar ég kom heim... þetta var allt mjög hressandi :D oggg... ég er ekki búin að borða neitt óhollt í dag, nema það að ég hefði mátt sleppa því að fara á Thai Koon og farið eitthvað annað :-/ í sparkaup og keypt ávexti. en já... mar verður ekki fullkominn á fyrsta degi, þetta kemur hjá mér :)

uu... ég fékk 8 fyrir íslenskuritgerðina mína, og ég er barasta nokkuð sátt við það, ég verð svo að standa mig vel á íslenskuprófinu á morgun uppúr Solku, ég meika það alveg, ég er svoddan snillingur :D

Valdís var eitthvað að kynda undir það hjá mér að bjóða mig fram í stjórn NMÍ... ætli ég láti ekki bara verða af því, ég meina, af hverju ekki?? sakar ekki að reyna ;) það er fyrir öllu að vera með !! það er bara þannig :)

nú jæja.. ég ætla að fara að koma mér..

DOEI

P.S áfram JK úr IDOLS í hollandi (idol er skrifað idols í hollandi)

Engin ummæli: