miðvikudagur, október 26, 2005

Lítið gydjubarn ;)

Þegar ég er farin að lesa það í slúðurdálkum á einhverjum bloggsíðum að ég sé ófrísk, þá sé ég enga ástæðu til þess að halda lengur aftur af mér að tjá mig aðeins um þetta gleðiefni. Þessi slúðursaga sem er búin að fara hamförum í Vestfirskum ef ekki Íslenskum slúður/kjaftaklúbbum er alveg sönn :D

Þeir sem glöggir eru ættu að sjá á þessari mynd alveg 100% fóstur ;) Höfuð, andlit (hliðarsvip), handlegg og maga :D

Ég er gengin (held að þetta sé rétta tungumál já mér ;)) sirka 21viku ... nýjasti áætlaði fæðingardagur er 3.mars. Við, tilvonandi foreldrar, sum sé ég og faðir barnsins, erum í sjöundahimni svífandi um á bleiku skýi :D

Það er fyndið hvernig fólk tekur þessum fréttum ... viðbrögðin hjá fólkinu eru jafn misjöfn og fólkið sjálft!! :) Sumir haga sér eins og þetta sé hættulegasti sjukdómurinn sem maður kemst í tæri við, aðrir vita ekki hvort þeir eigi að hlæja eða gráta og sumir sem koma ekki upp öðrum orðum en "þegiðu" og "ertu ekki að grínast?!" :)

Helgi ... þetta er sum sé kakan sem ég er með í ofninum )

Engin ummæli: