föstudagur, október 07, 2005

Hvað haldið þið ?!

Það er allt hérna hjá kjellunni henni ömmu Guggu ;) Netið komið... þráðlaust og allt saman. nokkuð nett! Ég sé ekki fram á það að við flytjum í nýja húsið á mánaðarmótum okt.-nóv. frekar svona nóv.-des. Mikið eftir að gera sjáið til ;)

En jú, hér búum við fimm manna fjölskylda hjá ömmu Guggu, eilítið þröngt ef svo má segja, en gengur, ennþá ;) ég er reyndar ekkert búin að koma mér almennilega fyrir í herberginu "mínu" ... engin tími til þess.

Ég er búin að komast að einu sem mér finnst alveg öfga magnað. Það er í sambandi við fólk... hvers vegna að fara ská leiðina frekar en beinu leiðina? (flókið? nei, asnalega orðað hjá mér). sum pæsbíl : Ef ég myndi frétta eitthvað um einhvern, vin minn eða kunningja, þá myndi ég spyrja viðkomandi(allavega ef viðkomandi væri á "hvíta" listanum hjá mér) Ég færi ekki að spyrja aðra vini mína eða félaga, þá fær maður ekki allt s.s. allan sannleikan og staðreyndir! ;)
Það sem ég er held ég að reyna að segja að þið sem þorið ekki að spyrja mig að því sem þið viljið vita eruð brauð! (það vill enginn vera brauð!!) Ég er sérstaklega vonsvikin við vini mína og kunningja sem hafa farið ská leiðina ... En allavega .. bestu og hreinskilnustu svörin fáið þið hjá mér :) síminn er 8675560 ... ekki flókið ... farið beinu leiðina :þ

Ég er komin í ruglið og orðin rugluð ;) hehe ...

hafið það gott fólk

Engin ummæli: