fimmtudagur, maí 12, 2005

Viðreynsla og einelti !!

Ég og Sigurbjörg erum búnar að komast að því að ef það sé ekki verið að reyna við okkur, þá er veroð að leggja okkur í einelti !! alveg satt ...
*Við erum búnar að vinna í hvað 4 daga og það var strax farið að mynda okkur í bak og fyrir, Sigurbjörg t.d. kemur fram í einhverri bók á vegum ESB ef ég man rétt, svo var verkstjórinn strax kominn með myndavélina á loft og tók myndir. tilviljun eða viðreynsla ? 100% viðreynsla
*Þegar við erum að gera það LEIÐINLEGASTA í heimi, skera úr (eða snyrta fiskinn), þá stöndum við Sigurbjörg á móti tveim Pólskum tjellingum, ekki frásögufærandi þar sem 80% þeirra sem vinna í fyrirtækinu eru Pólverjar. En allavega, þessar tvær eru alltaf að sprauta á okkur vatni, það líður ekki sá dagur að við fáum vatn á okkur af þeirra völdum, tilviljun eða einelti ?? einelti.
*Líka þegar við erum að skera úr ... þá labba strákarnir/kjallarnir sem eru svona útum alla vinnslu alltaf að labba fyrir aftan okkur, nema hvað, einhverra hluta vegna ná þeir alltaf að strjúkst einhvernvegin við mann. Tilviljun eða viðreynsla ? viðreynsla
*Meira að segja fiskurinn á hafi úti er búinn að frétta af okkur vinna í fiskvinnslustöðinni og keppist núna við það að láta veiða sig, enda er allt brjálað að gera í vinnunni, nægur fiskur til !! allt mér og Sigurbjörgu að þakka.
*Þetta er ekkert eðlilegt ástand ... hvar endar þetta ??

Plús í kladdan í dag fá :
*Sigurbjörg og Sigga mamma hennar fyrir að leyfa mér að hanga með þeim í pásum og mat !!
*Mæja Bet fyrir að vera loksins að fara að koma heim !!
*Gummi Alberts. fyrir að verða fyrsta foreldrið af okkur alvöru ´85 árgangi Bolungarvíkur !! Til hamingju með strákinn :*
*ég að vera ennþá vakandi ... !!
*Þið fyrir að nenna að lesa þetta :)

Pís át

Engin ummæli: