föstudagur, maí 13, 2005

Is this the NORM on the island of ice and fire!

Okei kynlíf og allt sem því tengist er alltaf rosalega mikið í umræðunni annað slagið. Poppar alltaf upp með vissu milli bili. Sérstaklega finnst mér það vera í umræðunni núna uppá síðkastið. Sem dæmi má nefna þáttinn með Oprhu, sem btw var nú ekki eins hræðilegur og maður var farinn að búast við. Svanhildur stóð sig bara með príði, hvað gat greyið konan gert. Oprah kæfði hana bókstaflega og vá hvað þetta var illa klipptur þáttur. Það sást nú einum of greinilega :) En já í þættinu var talað um lauslæti íslenskra kvenna.
Er ég sú eina sem tek eftir því hvað er rangt við þessa yfirlýsingu? Eða er ég bara svona mikill feministi eða hvað sem þið viljið kalla það? Veit vel að þetta var þáttur um konur og ég veit vel að íslenskar konur eru ,sumar hverjar (bannað að alhæfa ;) ..) ,lauslátar og stunda one night stand hægri vinstri. En gott fólk, það þarf tvo til að dans tangó! Karlpeningurinn er ekkert saklaus í þessu máli og sei sei nei. Vildi nú bara beina ljósinu einnig á þá. Finnst púkó að láta okkur,kvennþjóðina, standa þarna einar undir þessu spotlight-i sem bæði kynin eiga skilið.
En staðreyndin er sú að íslenskaþjóðin stundar one nigh stand/einnar nætur gaman og á ég ef satt skal segja bágt með að trúa að bandaríkjamenn séu mikið skárri. Þetta er nú þjóð ÖFGANA! :) hehe

En við skulum þá snúa okkur að þessu umrædda one night standi sem íslenska þjóðin er svo dugleg að stunda. Er þetta ekki allt persónubundið? Meina sumir geta ekki hugsað sér að stunda one night stand. Aðrir eru hræddir við að skulbinda sig eða tengjast einhverjum alvöru tilfinningalegum böndum og í verstu tilfellum er það fólk sem ber enga virðingu fyrir líkama sínum og er sama um allt og alla.Túlka allir one night stand eins? Ég túlka one night stand sem “EINNAR (uno, ein, one) nætur gaman” og ekkert meir! Ekkert sms daginn eftir, ekkert samtal þegar líða fer á vikun. EKKERT nema þessi umrædda nótt. Á virkilega að fara að segja mér að allir, endurtek ALLIR sem stunda one night stand með ákveðnum aðila gera það bara einu sinni? Og aldrei aftur með sama aðilanum? Og hafa ekkert samband við hann aftur. Nei, hættu nú að snjóa! Því trúi ég nú ekki! Öll þjóðin (sem stundar einnar nætur gaman það er að segja) getur ekki verið svo köld og ef svo er vil ég nú bara vera vitlaus sveitastelpan sem ég er og halda í þá barnalegu trú að flest allt í heiminum sé gott! Og Ísland BEST Í HEIMI :)

En eitt er víst; Fólk er misjafnt, hefur misjafnar skoðanir, lítur misjafnlega alvarlega á hlutina og tekur misjafnlega á hlutunum sem ég og þú myndum kannski taka á öðruvísi. Svo við skulum ekki dæma, sérstaklega ekki það sem við þekkjum ekki. Reynum frekar að sýna skilning en að vera fyrst til að kasta grjótinu. Elskum bara hvort annað! veit að það virðist oftar miklu erfiðara en það er meira gefandi :*

--{-@ MAKE LOVE NOT WAR! @-}--

Engin ummæli: