föstudagur, maí 27, 2005

Geðveiki...?.....

Neim, ég er ekki geðveik. Þó svo að klukkan er 03:24+
Ég er einfaldlega á næturvakt! Soo skemmtilegt :-D
Ættuð samt sem áður að sjá himinninn, ekkert smá flottur :)
Mikil ró hérna hjá mér, í augnablikinu allavega :)

Jæja, stór helgi framundan hjá mörgum :) Allavega mörgum í vinahópnum mínum. Á morgun mun "Lárus";) a.k.a Inga Lára útskrifast sem stúdent frá MK, ekkert smá stolt af stelpuni! Verð að viðurkenna það að ég var pínu efins um að þetta myndi takast, miða við mætingu á önninni ;) En hún er bara snillingur og getur allt sem hún ætlar sér ;) Ég ætla að óska henni til hamingju hérna á blogginu og svo bjalla ég í hana á morgun þegar ég vakna :-D
Síðan eru náttlega fullt af krökkum að útskrifast á laugardaginn úr MÍ og þar á meðal minn crazy Co-Bloggari, Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir! Magnað! :) Bara nóg að gera, ég verð alla vega ekki svöng þessa helgina ;) hehe

Langt síðan maður hefur bloggað á gamla mátann, án þess að nota *hello* :) hehe

Ég hef reyndar ekkert mikið að segja, lífið er bara yndislegt! :-D
Náði öllum prófunum og er virkilega stolt af sjálfri mér (aldrei slíku vant). Ekkert undir 7 :-D Var nú ekkert vissum að ég myndi ná öllum fögunum. Hélt t.d. að ég myndi falla í jarðfræði, var nebblega ekkert að nenna því að læra undir prófið. Þetta var síðasta prófið og ég einfaldlega komin í sumafrí :op ehe... En ég náði, 8!! Takk fyrir pent! :-D

Já og svo verður þetta víst alveg svakalegt djamm sumar. Nóg að gera hérna á Vestfjörðum og held barasta að það líði ekki sú helgi sem ekki eitthvað sniðugt er að ske :) Þó svo að ég sé að vinna flest allar helgar een það er auka atriðið :-D hehe... En það sem ég hlakka mest til er Jónsmessan á Ingjaldssandi! Mín fyrsta Jónsmessa þar og svo verður Berta sæta tvítug! Svo skemmtilegt :-D Bara nóg að gera ;)

En jæja, ég ætla ekkert að hafa þetta lengra. Ætla halda áfram að lesa í Kleifarvatni, það bíða mín hellingur af bókum til að lesa sem þurftu að sitja á hakanum í vetur ;)

Góða nótt/Góðan Dag dúllurnar mínar :*

--{-@ *Kossar&Knús* @-}--

Engin ummæli: