þriðjudagur, júlí 13, 2004

allt í molum...

... allavega flest. hann Þorsteinn læknir gat lítið gert fyrir mig! hann aðeins pikkaði í mig hér og þar, lét mig fella nokkur tár, skrifaði uppá dóp og svo búið, sum sé ég fékk lítið sem ekkert út úr því að fara til læknis... nema uppástungur og staðreyndir hvað það er sem er að hrjá mig. Þannig elskurnar mínar, ef þið hittið mig og ég er ekki alveg eins og ég á mér að vera, þá er það á þessum verkjastillandi og bólgueyðandi eitri sem ég er að taka inn :þ

Annars byrjaði dagurinn nokkuð vel hjá mér. Litla systir hún Anna Margrét var með miklar pælingar um herinn, bandaríska herinn sem væri á Íslandi... Það sem hún gat spurt og spáð í sambandi við þetta allt er alveg með ólíkindum.

Ég gat líka eytt aurnum mínum, keypti mér tvennar buxur og jakka Jón og Gunnu eftir að hafa fengið það í andlitið að læknirinn gæti ekki hjálpað mér!
Ég kíkti við hjá henni Fanney Páls. þegar ég kom heim af ísó, ætlaði að fá ráðleggingar um æfingar fyrir bakið og svona... og vitið menn, hún ætlar að taka mig smá rúnt í tækjunum hjá henni eftir vinnu hjá sér á morgun, hún er frábær hún Fanney, jújú mikið mikið rétt.

Ég hef vakið mikla lukku meðal gesta á markaðsdeginum á laugardaginn! það eru margir hérna í bænum búnir að vera að stoppa mig og segja mér hvað ég stóð mig vel. Hafið þökk fyrir elskurnar :* hehe :)

Núna þá er ég að fara í sund með henni Veru minni, það er margt sem við vinkonurnar getum spjallað um ;) sei sei já....

Engin ummæli: