fimmtudagur, nóvember 15, 2007

Skólinn

Ég er akkúrat núna í einhverju sem kallast "námslægð" (nýtt orð, punktið það hjá ykkur). Þetta er ekki besti tímin sem ég get valið fyrir þessa námslægð vegna þess að prófin eru á næsta leiti, great!
Þannig er að ég er búin að vera í vettvangsnámi í grunnskólanum á Þingeyri og finnst gaman af. Þegar ég er búin þar á daginn fer ég heim og punkta niður eitt og annað sem ég varð vitni af um daginn auk þess sem ég hendi einhverjum samanburði á skólanum á Þingeyri og grunnskólanum hérna í Víkinni niður á blað, meira geri ég ekki. Ég gæti verið að rifja upp fyrir prófin, reyndar er ég byrjuð (gefið mér séns, búin að rifja upp 4 kafla í einu fagi) svo númer eitt, tvö og þrjú þá gæti ég verið byrjuð og búin með verkefni sem ég á að skila á morgun og er ekki enn byrjuð (high five Guðbjörg!!). Ég er búin að fresta því að vinna þetta verkefni alla þessa viku vegna þess að mér finnst það leiðinlegt! Áðan ákvað ég nú að drífa í þessu... las og skoðaði reyndar allar síður sem ég gat á netinu, gekk frá í eldhúsinu, setti í þvottavélina og gekk frá þvotti... svo settist ég loksins niður aftur við tölvuna, staðráðin í því að klára verkefnið þá sá ég að mér hafi borist póstur! Pósturinn var uppfullur af afsökunum kennarans að hafa verið að setja fyrir okkur verkefni í vettvangsvikunni þegar allt er á fullu og mikið að gera (wtf?!) þannig að skiladagsetningunni var breytt, ég þarf að skila verkefninu 23. nóv.

Mér dettur ekki til hugar að byrja á verkefninu ... ætla að geyma það, aðeins lengur!
Gáfulegt? Varla!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvad segiru Tútta, hef ekki heyrt i ter lengi lengi verdum nu ad baeta ur tvi... segdu mer ef tu er med heimasima ta get eg hringt bara an tess ad turfa ad borga skiluru;)
Kvedja frá köln
Eva