sunnudagur, nóvember 25, 2007

Ég elska þig mamma! ;) ;*

Jæja tími til kominn að dusta rykið af lyklaborðinu. Magnað hvað ég er engan veginn að nenna þessu bloggi. Kannski af því að ég hef engu að miðla. Það gerist ekkert spennó hjá mér. Okei. Vera jákvæð. Fór til húsmóður/nemanda í gær, við stöllur tókum þá brilliant ákvörðun að elda saman. Byrjaði náttúrulega á því að fara í bónus og versla. Förum nú ekkert nánar út í það. Haldið var heim og húsmóðir/nemandi kláraði að læra meðan undirrituð sá um að brytja niður grænmetið og hugsum MG (Sem er snilldar krakki ef þið vissuð það ekki.). Húsmóðurinni/nemandanum til mikils ama - fannst það ekki vera mjög "gestgjafalegt" að láta mig gera þetta. Isspiss segi ég nú bara, tel mig ekki vera gest þar á bæ. Hananú sagði hænan og lagðist á bakið. Síðan var borðað, sumir borðuð með gafli en aðrir ekki. Látum þar við sitja. Gunnan og Mæsan kíktu til okkar, jii það var hlegið, hár fengu að rísa og fjúka og þar fram eftir götunum. Jáh tíminn aldeilis flýgur þegar maður er staddur á Ljósalandinu. Undirrituð kom ekki heim fyrr en að verða 03, ekki beint kristinlegur tími.

Afhverju skildi maður segja þetta, kristinlegur tími? Tja skiptir ekki öllu, en ef þú veist það endilega fræddu mig....

Annars er ég stödd á næturvakt á The Shelter eins og góðvinur minn Frímann kallaði þetta hér einu sinni í msn-samtali. Frímann kemur með smella hittara endrum og eins ;)

Hef þetta ekki lengra í bili en aftur á móti eru bilin hjá mér lengri!
Undirituð
Vera Dögg, dóttir Snorra og Þorgerðar.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það var loks að maður fékk að heyra e-ð frá hinum bloggaranum. Mér var hætt að lítast á þetta.....:) Ég reikna svo með svona eldunarkvöldi þegar ég kem heim, sem er reyndar ekki 100% ákveðið en hugsanlega í kringum 12-14 des:)
-Karitas

Nafnlaus sagði...

Það verður ekkert kokkakvöld aftur fyrr en eftir 19. des.
Þá fer ég að anda aftur ;) hehe ...

Karitas vantar þig klippingu?

Nafnlaus sagði...

Já reyndar vantar mig klippingu, akkuru spyrðu??
-Karitas

Gugga Stebba sagði...

Ég veit um alveg rosalega færan klippara... kostar lítið að fara til hans.

Klipparinn er til húsa að Ljósalandi 13 í Bolungarvík.