föstudagur, nóvember 16, 2007

Jónas Hallgrímsson

Til þess að heiðra minningu Jónasar Hallgrímssonar og í tilefni af degi íslenskrar tungu þá set ég inn ljóð eftir kappann, Jónas Hallgrímsson.


Efst á Arnarvatnshæðum

Efst á Arnarvatnshæðum
oft hef eg klári beitt;
þar er allt þakið í vötnum,
þar heitir Réttarvatn eitt.

Og undir Norðurásnum
er ofurlítil tó,
og lækur líður þar niður
um lágan Hvannamó.

Á öngum stað eg uni
eins vel og þessum mér;
ískaldur Eiríksjökull
veit allt sem talað er hér.

1 ummæli:

Unknown sagði...

Dagur íslenskrar tungu er flottur dagur. Íslenska er svo lítid tungumál, madur sér thad miklu betur úr fjarlaegd. Vardveitum tungumálid !