þriðjudagur, nóvember 06, 2007

Benjamín dúfa

Ég horfði á Benjamín dúfu með bekknum mínum í morgun. Mikið ofboðslega finnst mér þetta vera frábær mynd!! Ég hef lesið bókina nokkrum sinnum og séð myndina enn oftar og alltaf á ég jafn erfitt með að fara ekki að gráta í enda myndarinnar þegar Baldur deyr. Svei mér þá ... ég var samt nagli í skólanum í morgun og fór ekki að gráta þau svo að tárin voru ekki langt undan. Myndin hitti beint í mark hjá krökkunum þá er takmarkinu náð!
Það eru margar íslenskar kvikmyndir sem ég dýrka þá nefni ég sem dæmi Benjamín dúfu, Engla alheimsins, Emil og Skunda (sú bók minnir mig bara á Sigurvin, einhverrahluta vegna?!), Kaldaljós (nýjasta íslenska kvikmyndin sem ég hef séð, gott tvist í henni), Íslenski draumurinn (hún minnir mig á Ásgeir Guðmunds. "allt í lagi með hebegi?!"), Veggfóður klikkar aldrei og svo lengi gæti ég talið. Íslenskar kvikmyndir eru mitt áhugamál ...

Það er mikið að gera hjá mér þessa dagana og það má vekja athygli á því að ég er ekki að fara á Mugison tónleika í kvöld!!! :@ arg ... heldur verð ég heima, að hlusta á Mugison og læra.

Það eru daglegar æfingar hjá þrekmeistaraliðinu. Ég er búin að bæta tímann minn ágætlega í hlaupinu en væri til í að hafa hann betri. Ég er engin súperkona þanni ég er sátt, ég hugsa bara ég hef ekki æft þetta í nema 3 vikur og ég uppsker eftir því. Bekkpressan er góð og þarf ég að stoppa einu sinni þegar ég tek "skammtinn", það er framför vegna þess að þegar ég var að byrja þá stoppaði ég svona 5-6 sinnum *aumingi!!!*. Það verður lagt í hann norður á föstudaginn, ekki seinna en kl. 13!! Ég fæ að rifja upp leiðina norður sem ég b.t.w. keyrði síðast á flotta rauða bílnum hennar Stebba þegar við fór norður á söngkeppni framhaldsskólanna með Helenu og gistum í þessum fína bústað.
Eitt hérna í viðbót .... AF hverju sagði mér ENGIN að þessari keppni væri SJÓNVARPAÐ eða tekin upp?! hver þremillinn?! Erum við að ræða þetta eitthvað eða? Ég er búin að finna sjónvarpslookið bæði í hlaupinu og í bekkpressunni. Ég verð töff ;)

Í næstuviku mun ég "skutlast" yfir á Þingeyri á morgnanna! Já sæll! Þessar ferðir mínir verða farnar í þágu námsins, allt gert fyrir það. Þannig núna er ég að reyna að keppast við það að klára stærsta verkefnið í einum af áfanganum og svo eru auðvitað lítil og krúttleg verkefni sem vert er að klára áður en haldið verður norður.

Þar sem ég talaði um það fyrir nokkrum dögum hve mikið ég hlakka til jólanna þá langar mig til þess að benda á það hversu mikið mig langar á jólatónleikana hans Björgvins Halldórssonar!!! je minn einasti eini. Mig langar ekkert á þessar frostrósa/dívu tónleika. Mig langar á Bó. Núna bíð ég og vona að það verði auglýstir aukatónleikar ... þá VERÐ ég þar!

Ég kveð ...

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég var búin að ákveða að skella mér á Jólatónleikana með Bó - ætlaði meira segja bara ein ef ég hefði ekki fundið neinn með mér.
En svo þegar ég var að fara kaupa miða þá komst ég að því að það væri UppSelt.

Ég varð svo vonsvikin að ég átti varla til orð.

Nafnlaus sagði...

Fyndið að Emil og Skundi minni þig á Sigurvin:) Ég man vel eftir því að hann átti bókina:)

Nafnlaus sagði...

Talandi um íslenskar myndir....hvar er þá hjá þér á þessum lista; Stella í orlofi, Nýtt líf, og nýja Mýrin...Hún er MJÖG góð....! Búin að kíkja á hana?
En hvað segiru um þrekmeistaradótið....verður það sýnt í tv-inu?? :) Algjört must að kíkja á það:)
-Karitas

Nafnlaus sagði...

nei, andskotinn. Verður þessu sjónvarpað?

Nafnlaus sagði...

Ásta María, mig minnir að Sigurvin hafi komið með bókina í skólann einhverntíman. Það var eitthvað svoleiðis. Þess vegna minnir Emil og Skundi mig á hann.

Karitas! Skandall. Ég gleymdi auðvitað öllum Lífs myndunum með þeim Þór og Daníel! Skamm ég skamm...
Stella í orlofi er alltaf klassísk. hvernig gat ég gleymt henni þar sem ég gerði leikrit uppúr henni?!
Ég horfði á Mýrina um daginn. Já ... Fín mynd og allt það. En hún var ekki að ná mér nógu mikið. Samt var hún góð. Klapp klapp.

Sjónvarp sjónvarp ... það er allavega búið að ljúga því að mér að þetta verði tekið upp!

Nafnlaus sagði...

Hehe.. smá mont... ég er að fara á tónleikana, sat við tölvuna kl 10 um morguninn þegar miðasalan opnaði og fékk 6 miða á geggjuðum stað ! :)
Það er greinilegt að fyrstir koma fyrstir fá! ;)

Nafnlaus sagði...

Já einmitt.. ekki í fyrsta skipti sem ég gleymi að segja til nafns.
En þetta var sem sagt ég Gunna Dóra! :D

Nafnlaus sagði...

Krakka fjári Gunna Dóra ;) Ef það verða aukatónleikar þá læt ég þig í málið fyrir mig.
Já takk, já sæll!!!