fimmtudagur, mars 08, 2007

Lög.....og reglur?....neih bara lög...

Merkilegt þegar maður heyrir viss lög fer maður ósjálfrátt að hugsa um vissan atburð/aðila sem á einhvern hátt tengist þessu lagi. Á beinan eða óbeinan hátt. Eins og í vinnunni í gær var ég að hlusta á Bylgjuna á meðan ég var að þrífa. Þá kom lag með Sálinni í útvarpinu sem minnir mig mjög mikið á vissan aðila og vissa atburðarrás. Og mér eiginlega bara krossbrá því ég var að enda við að hugsa til þessara persónu þegar lagið byrjaði. Langaði eiginlega bara að gráta.

Er búin að vera velta lífinu mikið fyrir mér þessa daganna. Miklar breytingar í gangi allstaðar. Hlakka til sumarsins þá eru engar svona tilfinningasveiflur - kenni sko veðurfarinu um þær. Bévítans rússibani alltaf hreint...

Fór á styrktartónleikana með Gunna Dóru í gær. Fannst þeir æðislegir, yndislegir. Eiginlega bara fallegir :)

Svoldið síðan ég heyrði Amezd með Lonestar. En Fririk Ómar söng það einmitt í gær, ég fékk gæsahúð. Lag sem ég hlustaði endalaust á, á tímabili. Í miklu uppáhaldi hjá mér og vinkonum mínum. Friðrik Ómar var bara virkilega skemmtilegur og jáh drengurinn getur heldur betur sungið. Ekki að það hafi verið eitthvað vafa atriði.

Annars fatta ég ekki fólk sem segist ætla að gera eitthvað en gerir það ekki...........neih annars ég fatta almennt ekki fólk.......eða fattar fólk ekki mig............umhugsunarvert...........

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég fatta þig honey, ein af fáum kannski?!

En þetta með lögin, alveg hefur maður oft lent í þessu!