mánudagur, desember 11, 2006

Tiltekt...

..... Þegar ég tek til, þá á ég það til að gramsa í dótinu mín. En ekki hvað. Ég á MIKIÐ dót.
Síðan uppgötva ég ýmsar minningar sem ylja mér um hjartarætur. Þið getið ekki ímyndað ykkur hlutina sem ég geymi. Fyrir ókunnug augu er þetta einfaldlega drasl sem má missa sig. En mínum augum eru þetta gullmolar, molar sem sýna mér; Hver ég var - Hvert ég fór - Með hverjum sú ferð var - Hver ég er í dag. Gamlir tímar eiga að ylja manni um hjartaræturnar. Margt að þessu sem ég geymi hefur einnig slæmar minningar í bland við þær góðu að baki sér. En þeir hlutir geymi ég til að minna mig á mistökin sem ég hef gert. Því enginn er fullkominn. Ég sé stundum hversu græn ég hef verið. Ég sé eftir mörgu, en mistök eru svo sannarlega til að læra af þeim, án þeirra væri lífið boring. Ég trúi svo sannarlega á Karma; What goes around comes around...

En í dag hef ég svo margt til að hlakka til;
- fá útkomunar úr prófunum (koma svo allir krossleggja fingur)
- Meiri tiltekt og jóla-skemmtileg-heit :)
- Búðaráp með mínum sambloggara :)
- Klipping + Litun....Awww það verður svo nice :)
- Jólahittingurinn á laugardaginn (Ég og Jói erum á FULLU að undirbúa og við erum að DEYJA úr spennu) :)
- Vonandi útskrift EF allt gengur eftir óskum.
- Vinna á þorláks.kvöld og aðfangadag (jáh ég er skrítin, en ég ELSKA vinuna mína!)
- Jólunum! Djamm annan í jólum :)
- ÁRAMÓTIN!! Þá verður sko tekið á því :)
- Nýtt ár gengur í garð með öllu því sem ég ætla að gera, sem er óljóst í augnablikinu en skýrist allt með tímanum! :)

Ég er einfaldlega ástfangin af lífinu! :*

Engin ummæli: