fimmtudagur, mars 02, 2006

Jói Fel...


Jáh, þið eruð ef til vill að velta því fyrir ykkur afhverju Jói Fel fær að njóta þann heiður;) að vera fyrirsögnin á færslunni og eitt stykki mynd af honum líka! Tja, það er voða einfalt :) Kauði kom vestur í tilefni á Sólrisuvikunni og eldaði fyrir nemendur í hádeiginu :-D Váh! þetta var ekkert smá gott...fæ skvo vatn í munninn bara við það að hugsa um matinn :op .... Það var kúskus-salad, kjúkling-salad, brauð sem hann bakaði í Gamla Bakaríinu, Lambakjöt í sveppasósu, kartöflur og svo fiskur í rosalega góðri sósu....Mmmmm þetta var allt rosaleg gott :-D Hef held ég barasta aldrei séð eins mikið af fólki í mötó :op hehe
--------

Annars er lítið að frétta af þessum bænum. Sólrisuvikan er brátt að enda komin og hefur maður skvo verið duglegur að nýta sér það sem er í boði, buddan aðalega fengið að finna fyrir því! :) hehe
--------

Við systkynin erum að njóta síðustu "frelsis" daganna so to speak;) Ma og Pa komu til landsins í gær og ætla mjög líklega að keyra vestur á morgun. Verð nú að viðurkenna það að ég hlakka til að fá þau heim, ekki það að sambúðin hjá okkur hafi gengið eitthvað illa. Langt í frá :) 1/2 mánuðirnn er skvo búinn að vera fljótur að líða. En það er alltaf voða gott að hafa gömlu hjónin hjá sér =) hehe
--------

Svo er barasta allt að gerast í skólanum, ekki það að ég viti eitthvað meira um málið en þið. Veit bara það sem kemur í fréttunum. En mér þykir virkilega leiðinlegt að Guðbjartur og Mummi séu að hætta :o/ Þeir eru með þeim fáu einstaklingum í skólanum sem eru heilbrigðir og skemmtilegir....
Annars er þetta allt saman virkilega leiðinlegt mál og ég verð bara að viðurkenna það að ég er eiginlega búin að týna því um hvað málið snýst í raun og veru. Hef heyrt að þetta sé búið að vera í gangi í mörg ár...... ég er náttlega soddan ljóska, tek ekki eftir neinu :op
En vonandi fer þessu að ljúka/lagast....
---------

Síðan er verið að velta því fyrir sér í skólanum hvernig má/á að halda 16.ára böll. Stella rétti okkur blað í dag sem hljóðar svo:

Skólaböll Menntaskólans á Ísafirði
Hverjir fá að sækja skólaböll Menntaskólans á Ísafirði?
* Nemendur MÍ + einn boðgestur (á framhaldsskólaaldri) á hvern nemanda (nemendur MÍ bera ábyrgð á sínum gestum)
  • Gestalisti útbúinn fyrir hvert skólaball.
  • Skólareglur gilda á skólaböllum.
  • Dyraverðir yfir tvítugt - bæði kyn.
  • Öflug gæsla
  • Leitað í töskum og á öllum þeim sem koma á ballið.
  • Ölvun ógildir miðann.
  • Afgirt svæði þar sem ballgestir geta fengið sér frískt loft. Þar verður gæsla.
  • Ef ballgestur fer út af ballinu (þ.e út fyrir afgirta svæði) fær hann ekki að koma inn aftur.
  • Kennari eða annar starfsmaður skóla einnig við innganginn, merkir inn á gestalistann jafnóðum og gestir koma á ballið.
  • Kennarar og annað starfsfólk MÍ sér um ákveðinn hluta af gæslu á skólaböllum - vel upplýst um eigið hlutverk á skólaböllum.....hvað má og hvað má ekki!!!
  • Eftir hvert skólaball verður útbúin lista yfir þá sem haga sér illa á ballinu og verður viðkomandi einstaklingum meinaður aðgangur að næsta skólaballi á eftir.
  • Ef ballgestur brýtur fyrirfram settar reglur fer ákveðið ferli í gang með inngripi skólayfirvalda og foreldra, þ.e nemendur yngri en 18.ára - hvað með hina??)
  • Hringt í foreldra nemenda yngri en 18.ára ef nemandi brýtur þær reglur sem gilda á skólaböllum.
  • Skólaball stendur frá kl 22:00-01:00! (Hleypt inn til 23).
  • Mikilvægt að setja fastar reglur um á hvaða vikudag skólaböll verða sett!
  • Fimtudagur hentar e.t.v best!
  • Sólrisuball (sem einnig er skólaball) stendur frá kl 00:00-03:00
  • (Hleypt inn frá kl 00:00-01:00)

Sólrisudansleikur Menntaskólans á Ísafirði verður prófraun á þennan ramma sem verið er að reyna að setja upp vegna skólaballa.
Sólrisunefnd vinnur við gæslu á Sólrisudansleik MÍ.

Unnið af Stellu Hjaltadóttur forvarnar- og félagsmálafulltrúa MÍ
í samráði við Sólrisunefnd og NMÍ í febrúar 2006

Verð bara að segja eins og er að ég er bara virkilega fegin að vera orðin "gömul" og ekki ný byrjuð í menntó, held að þetta væri frekar ömurlegt. (Samt er ýmislegt sniðugt þarna, viðurkenni það)..... Þetta er náttlega mat mitt og þarf ekki endurspegla mat þjóðarinnar ;)

---------

Jæja ætla ljúka þessari færslu, er orðin alltof löng :op
Ég bíð spennt eftir því hvort erfinginn þeirra Guðbjargar og Gunnars kemur á settum tíma. 03.03.06 er nokkuð töff ;)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jói Felhound?
http://images.hugi.is/blizzard/55521.jpg