mánudagur, mars 06, 2006

Það er lítið að frétta af þessum bænum, ég þarf að takast á við minn helsta ókost þessa dagana og það er óþolinmæði og hræðslan við það að "hanga" og gera lítið sem ekkert. En þegar ég pæli í því þá hef ég alveg nóg að gera ... þannig ég þarf bara að takast á við annan ókostinn (sem er nú stundum kostur!) óþolinmæðina. Á þessum inngangsorðum eigið þið að átta ykkur á því að barnið er ekki enn komið, ekki það að ég get eitthvað farið að bíða, manneskja sem missti næstum 1/3 úr meðgöngunni ;)

Ég fór að spá í bæjarstjóramálum hérna um daginn ... ég hef alltaf sagt að eftir menntó færi ég í það að verða bæjarstjóri ... þarf ég ekki bara að drífa í því? Flokksbinda mig og bjóða mig fram, Gunnar minn heittelskaði gerði nú lítið úr þessum draumi mínum og sagði að það myndi engin kjósa mig. Nú jæja ... takk fyrir að hafa trú á mér;) En minn tími mun koma. LOL ;)

ööö ... ég hef nú ekkert að segja, bara að láta vita að við gydjunar erum á lífi ... Vera meira að segja líka, hún á að vera að læra undir uppeldisfræðipróf!! ;) Duglegir þessir skólakrakkar... allavega sumir ... Helga liggur hérna við hliðina á mér að vinna í þýskuverkefni ... hún er búin að afreka það að skrifa nafnið sitt á skilaverkefni á þessum rúmum 10mín ;) ég er stolt af henni stelpunni :D Veru líka ...

-guðbjörg-

Engin ummæli: