miðvikudagur, mars 22, 2006

Eitt lítið blogg.....

......bara af því að ég tel það betri kostinn en að læra *Skamm Vera! Skamm! Skamm!* ;)

Það er nú svoldið síðan maður bloggaði, svona alvöru blogg :) Enda mikið búið að gerast á þessu bloggheimili ;)
Síðasti fimmtudagur var magnaður því þá fékk ég loksins að sjá litlu prinsessuna sem var þá orðin viku gömul! Jáh, ég fékk náttlega THE flens á "besta" tíma og lá bara í rúma viku. Frekar fúlt :o/ Held að það hafi verið spennufall;) því kvöldið áður kom erfinginn þeirra Guðbjargar og Gunnars :op hehe.... En hún Margrét litla er svo mikið æði! Það er hægt að sitja og dást að henni endalaust! Hún er skvo fullkomin! Það er bara þannig! :-D Enda er hún frænka mín ;) *montmont*


Smá svona usless information; Var að lesa moggann í vinnunni í gærkvöldi. Maður verður náttlega að reyna fylgjast með því sem er að gerast allstaðar :) Þá rak ég augun í svona smá litla hliðar grein. Og þar komast ég að nokkru sem mér finnst....tja.....fyndið..........?.........
Konur í Afríku velja sér maka eftir því hvort karlmaðurinn eigi klósett eða hafi efni á því að fjárfesta í einu slíku! Jáh, vægast sagt ást við fyrsta flush!


Síðasta helgi var viðburðarík, vægast sagt. Byrjaði allt á föstudagskveldin þegar maður skundaði glaður í bragði í 51.árs afmæli Bjarna og Rúnars :) Heljarinnar fjör þar og mikið sungið =)
Síðan á laugardeginum var heilsan svona lala (hvort það var bollan hjá strákunum eða heilsufar mitt yfir höfuð fær bara að liggja milli hluta ;) ...) og svo var köku afmæli hjá honum Bjarti (henanr Mæju frænku). Matarlistin var nú ekki mikil á þessum bænum, en það voru sko nóg af kræsingum til að velja úr :) Síðan fór ég bara heim að sofa, litli mallinn minn þoldi ekki meir :op
Sunnudagurinn rann síðan upp, spennan magnaðist;) Maður vaknaði ferskur kl 10 og skellti sér í sturtu. Síðan var skundað upp í Kirkju þvi það var verið að skíra prinsibyssuna hana Margréti =) Eftir skírn var farið á Shell og fengið sér haaaaamborgaraaaa með krökkunum ;) Svo var það bara skírnaveilsan klukkan tvö og það skorti sko ekki kræsingarnar! Mjög gott allt saman :-D hehe.... Ég bíð bara eftir því að mér verði boðið í afganga ;) *hinthint* hehe


Smá Silví nótt innskot (tekið af mbl.is);
Evróvisjónkeppnin nálgast nú óðfluga og eflaust eru margir orðnir spenntir fyrir því að sjá atriði Silvíu Nóttar á sviðinu í Aþenu. Kynnar keppninnar í ár eru grikkirnir Saki Rouvas og Maria Menounos og það kom í þeirra hlutverk að draga upp úr hatti í hvaða röð löndin koma fram á undanúrslitakvöldinu fimmtudaginn 18. maí. Svo fór að Ísland var dregið síðast en samkvæmt Evróvisjónspekúlöntum á það lag sem flutt er síðast mikla möguleika á að komast áfram.

Undanúrslitaröðin er sem hér segir:1. Armenía, 2. Búlgaría, 3. Slóvenía, 4. Andorra, 5. Hvíta-Rússland, 6. Albanía, 7. Belgía, 8. Írland, 9. Kýpur, 10. Mónakó, 11. Makedonía, 12. Pólland, 13. Rússland, 14. Tyrkland, 15. Úkraína, 16. Finnland, 17. Holland, 18. Litháen, 19. Portúgal, 20. Svíþjóð, 21. Eistland, 22. Bosnía & Hersegovína, 23. Ísland.Nýtt myndband með framlagi Íslands

"Til hamingju Ísland" sem Silvía Nótt flytur, verður frumsýnt í Kastljósinu, föstudaginn 24. mars.

_____________

Skulum láta þetta nægja í bili, orðið alltof langt blogg! :op

--{-@ Veran out @-}--
E.S: Langar að auglýs eftir staðfestingu að frk.Reykjavík sé á lífi. Það sást síðast til hennar á árshátíð laugardaginn 18.mars. Hafði hún samband við undirritaðann rétt áður en skemmtun hófst og hefur ekki heyrst til hennar síðar. Nánari upplýsingar um frk.Reykjavík fást hjá Ríkislögreglunni. Allar ábendingar vel þegnar......
;)

Engin ummæli: