miðvikudagur, apríl 06, 2005

Nokkrar staðeyndir ....

-Það er ómögulegt að sleikja á sér olnbogann.
-Krókódíll getur ekki stungið út úr sér tungunni.
-Hjarta rækju er í höfði hennar.
-Þegar þú hnerrar stöðvar hjarta þitt í millisekúndu.
-Samkvæmt rannsókn sem gerð var á 200.000 strútum á yfir 80 árum hefur enginn séð strút stinga höfði sínu í sandinn né gera tilraun til þess.
-Í Bandaríkjunum er ákæra hverjar 30 sekúndur.
-Það er efnislega ómögulegt fyrir svín að horfa upp í himininn.
-Meira en 50% fólks í heiminum hefur aldrei hringt eða tekið á móti símtali.
-Rottur og hestar geta ekki gubbað.
-Ef þú hnerrar of harkalega geturðu brotið rifbein. Ef þú reynir að bæla niður hnerra geturðu rifið æð í höfðinu á þér eða háls og dáið. Ef þú heldur augunum á þér opnum með afli geta þau dottið út.
-Rottur fjölga sér svo hratt að á 18 mánuðum geta tvær rottur haft yfir milljón erfingja.
-Að vera með heyrnatól í einungis einn klukkutíma sjöhundruðfaldar bakteríu í eyrunum á þér.
-40% þess fólks sem koma í partí í húsinu þínu kíkja í lyfjaskápinn þinn.
-Tannlæknir fann upp rafmagnsstólinn.
-Kveikjarinn var fundinn upp á undan eldspítunni.
-100% lottósigurvegara þyngjast.
-35% fólks sem nota einkamálaauglýsingar til að koma á stefnumótum eru þegar gift.
-Kvak andar bergmálar ekki, og enginn veit af hverju.
-23% af öllum bilunum á ljósritunarvélum má rekja til þess að fólk situr á ljósritunarvélum til að ljósrita á sér botninn.
-Á meðaltalsæviskeiði munt þú, á meðan þú sefur, borða 70 margs konar pöddur og 10 kóngulær.
-160 bílar geta keyrt hlið við hlið á breiðasta veigi í heimi í Brasilíu.
-Flestir innihalda fiskhreistur.
-Þvag kattar glóir undir útfjólubláu ljósi.
-Kólibrífugl er léttari en bandarískt penní.
-Líkt og fingraför, eru tunguför hvers manns ólík.
-90% þeirra sem lesa þetta munu reyna að sleikja á sér olnbogana.

Ég verð að viðurkenna það að ég reyndi ekki að sleikja á mér olnbogana ... þó svo að að hafi verið freystandi að reyna :) Ég þakka guði samt fyrir það að ég sé ekki rotta ;) og ég vona svo innilega að ég eigi aldrei eftir að hnerra mjög harkalega ;) hehe ....

Eins og flestir ættu að vera búnir að komast að þá er ég flutt heim aftur, það er fínt, á sinn hátt allavega ... samt þegar ég kom heim seinni partinn í dag þá var bara búið að búa um svefnsófann sem ég sef núna í tímabundið og búið að draga frá gluggunum, ég veit ekki alveg hvað það átti að þýða, en samt, það er fínt að vera komin heim aftur :)

Engin ummæli: