fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Langt um liðið.....

Jáh, það finnst mér allavega :op
Ég er s.s. komin heim. Þessi mynd fyrir neðan þessa færslu er af Einari bróður mínum (ef svo skemmtileg vildi til að þið þekktuð hann ekki ;) hehe). Við vorum í svona Bus tour og það var skvo planað áður en við færum út að taka einn Joe ;) hehe... Ég er nebblega eins og Guðbjörg, ítti á enter allt of fljótt :oþ
En London var og er ÆÐISLEG! :-D Vá! hvað það var gaman. Ætla pott þétt að flytja til London e-hverntíma ;) Þetta var hreint ævintýri.
Hótelið var æðislegt. Þrifið á HVERJUM DEGI(Allt annað en á Beni ;) hehe), fengum ný handklæði, sjampoo einnig á HVERJUM DEGI. Síðan var morgunverður innifalinn. Og sjónvarpið var frítt, með fjarstýringu ;) hehe... Þetta var æðislegt hótel, Best Westren hét það og það var rétt á Oxfordstreet. Gæti ekki verið betra, stutt að versla og sonna ;)
Á miðvikudeginum flugum við út til London. Oj! þurfti að vakna kl 4 og það var náttlega ekki séns að ég gæti sofnað kvöldið áður. Svaf kannski í 2 klst. Jæja ég sá mér þá gott til glóðarinnar að sofa bara í flugvélinni. Sénsinn ;) Eyddi náttlega slatta af peningum í fríhöfninni :oþ Síðan lentum við á Heatrow (hvernig sem það er skrifað) um hádeigisbilið. Tókum taxa og tjékkuðum okkur inn á hótelið. Tókum upp úr töskum og sonna dúllerí. Síðan var haldið út og leitað að underground því við ætluðum að fara í Arsenalbúðina eða Mekka eins og Einar bróðir vill kalla hana ;) Jii þetta var gaman :) En samt skaust í kollinn minning um Danmerkuferðina góðu og Guðbjörgu. Þá varð ég hálf smeik og lá við að ég henti fólkinu út um leið og lestin stoppaði. Ætlaði skvo ekki að verða eftir :oþ hehe... Auddað var verslað í Arsenalbúðinni. Ég fjárfesti mér í Arsenalpeysu og derhúfu ;) Einar missti vitið þarna inni eða svona nánast ;) hehe
Síðan fórum við í leikhús á fimmtudeginum. Á Mamma mia, oh! það var svo gaman. Mæli skvo með þeim söngleik :-D
Föstudagurinn fórum við í svona Tour Bus um London (myndin af Einari var einmitt tekin þar :)... ) Rúntuðum um London og sáum svona helstu staðina. London Bridge, Big Ben, og svo má ekki gleyma Buckingham Palace ;) Fórum þar út og skoðuðum. Ekkert smá flott. Pabbi var nú alltaf að djóka með það að Beta væri að vinka sér. Svo funny ;) Má samt ekki gleyma að minnast á gaurinn sem sagði okkur frá London á meðan við rúntuðum. Þetta var skvo 100% breti, með þessum hreim og "Lovely" töktum :op Hann var með aflitað hár og skegg og án ef samkynheigður. Vá hann var svo skemmtilegur :-D
Svo á laugardeginum var náttlega aðalmálið! Arsenal vs Southampton :) Draumurinn varð s.s. að veruleika. Að fara á Highbury! :-D Ekkert smá gaman! Svo var líka svo fyndið að hlusta á bretana styðja sína menn. Görguðu oft "Go on Ash" eins og þeir væru bara bestu vinir Ashley Cole og lögin sem þeir sungu. Þetta var magnað :) hehe
Svo Síðan var mest megnið verið að rölta um Oxfordstreet að versla ;) hehe

Þetta er s.s. ferðasagan svona í grófum dráttum ;) Síðan á ég eftir að setja inn myndir frá ferðinni. Fjárfesti mér nebblega í Digital myndvél úti ;) Set myndirnar inn við betra tækifæri, er nebblega að fara að vinna á eftir :)
--{-@ *Baci* @-}--

Engin ummæli: