sunnudagur, nóvember 20, 2005

Áhætta að dansa!

Ég er ekki frá því að það jaðar við það að ég geti ekki labbað! Skellti mér á Vagninn (flöskuball) á Flateyri í gær/nótt og það sem ég áorkaði þar var bláir fætur, vinstri og hægri! Konur í hæla skóm eru stór hættulegar! Og get ekki sagt að það sé þægilegt að finna fyrir hælnum sökkva inn í húðina og nuddast við beinið! (aðeins að krydda þetta :op ..).... Svo eru stórir (segi ekkert á hvorn veginn, fólk verður bara að nota ímyndunaraflið ;)...) karlmenn sem hoppa á fæturnar á manni heldur ekkert sérstaklega skemmtilegir, ég var á mörkunum að leggjast í gólfið og grenja af sársauka! :o/ Svo var ég greinilega svona "heit" á ballinu að ég heillaði e-h gamlan kall sem ákvað að tjá ást sína á mér með því að slá í rassinn minn, mér til engrar ánægu.(Það fer skvo hrolli um mig bara að skrifa um þetta, jakkpjakk..!) Einst gott að hann BúBú (hahahahaha talandi um plast from the past! Finnst þetta alltaf jafn fyndið og það er Gunnu Dóru að þakka að ég mun kalla Bjarna þetta núna ;) ....) var þarna til staðar að passa upp á mann :) hehe
Burt séð frá þessum þremur atvikum var þetta virkilega skemmtilegt dansi-ball. Allavegnna skemmtum við okkur vel, ég og Gunna Dóra. Strákarnir voru ekkert að fíla sig í botn, kannski af því að það var engin sprund til heilla á svæðinu, neih maður spyr sig :op

Jæja ætli maður ætti ekki að leggjast yfir heimanámið, síðasta vikan í skólanum :-D Reyndar 3 dagar í þar næstu viku een ég tel þá ekkert með ;) hehe

Jáh á meðan ég man:
þetta er Nonni frændi minn, bróðir móður minnar :) Hann býr í Hafnafirði með spúsu sinni henni Guðnýju og börnum þeirra :) Hann vinnur á Keflavíkurflugvelli og ku hann vera flugumsjónarmaður. Nonni er maður með húmorinn í lagi og vott af pínu ofvirkni ;) hehe... Á það til að vera pínu stríðnispúki sem er mjög skemmtilegt nema þegar hann er að fíflast í mér ;) Hann er mjög góður frændi og vill gera allt fyrir mann :) Mér þykir mjög vænt um hann frænda minn! Bestasti frændi í heimi ;)

Engin ummæli: