sunnudagur, október 29, 2006

Yndislegt ...

Ég bar þá kjóla undir Gunnar sem líklegt er að ég klæðist þan 11.nóvember ... valið er á milli tveggja kjóla (sumum finnst það eflaust geðveiki að vera að pæla í þessum 2vikum f. áætlaðan dag, en þannig er að ég þarf að þrengja annan kjólinn, suprice? svo ég komi með aðra afsökun, þá er ég kvennmaður og á þar af leiðandi að spá í þessu svoldið fram í tímann). Elskhugi minn hafði þetta að segja um annan kjólinn: "Elskan mín, þessi er alltof fínn!! Þetta er jólakjólinn, hann er alltof fínn og fallegur til þess að fara í á svona geim eins og þessi hátíð sem við erum að fara á". okei .. flott er, jólakjólinn ákveðinn ;) svo sýndi ég honum hinn kjólinn, þá kom þetta tilsvar: "Já, þessi! Þessi er fínn ... þú verður eðall í þessum!!!" Þessi elska... þanning núna þarf ég að fara að þrengja eitt stykki kjól. Vá ... það er ekkert smá gaman að þrengja föt og leggja of stór föt til hliðar! Jeeee ... I love it. Ég get svo ekki kvartað yfir því að karlinn hafi ekki áhrif á það hvernig ég klæðist, hann hefur nú reyndar alltaf verið duglegur að tjá sig þegar honum líkar og líkar ekki við það sem ég klæðist ;)

Helgin mín var svakalega fín ... hvernig var helgin ykkar?

Engin ummæli: