fimmtudagur, október 26, 2006

Það er svo margt ...

Það er margt sem mig langar að gera akkúrat núna.
*Það er flott veður, mig langar út að hlaupa eða í göngutúr. Gifsið hindrar það að það sé mögulegt.
*Mig langar í íþróttahúsið á taka á því
*Mig langar í sund og liggja í pottinum
En gifsið hindrar þetta.

Pælið í því ... ég er að fara á árshátíð, allt gott og blessað með það, en það er alveg fullt af hlutum sem maður þar að huga að fyrir svona samkvæmi, þá sérstaklega ef maður er stelpa. Ég er búin að redda flestu því sem á að redda og panta mér tíma í þær snyrtingar sem nauðsynlegt er að fara í. Svo er það nýjasta ábyrgðin sem ég þarf að takast á við áður en ég fer eitthvert út að skemmta mér og það er að redda PÖSSUN!! En það er frágengið, þannig ég er góð. Það eina sem aftrar mér í því að hleypa spenningnum á full swing er sá hnútur í maganum að læknirinn verði ekki með góðar fréttir þegar hann er búinn að taka myndir og fjarlægja gifsið. Vá hvað ég hlakka til að tjútta með Helgu Björg systur og einhverju liði sem ég þekki ekki bofs. Það vill til að ég er meðalfeimin sem gerir það að verkum að ég fer meðalveginn í því að reyna að kynnast því fólki sem verður á staðnum.

Engin ummæli: