föstudagur, ágúst 18, 2006

Margt stutt ....

... ég hef enga nennu í það að blogga, það er bara margt annað um að ske hjá mér en það að sitja við tölvuna, en leiðinlegt;) Ég punktablogga bara aðeins smá :

* Ég fékk dæmi um það í gær hvað tíminn er fljótur að líða, Margrét, LITLA STELPAN mín,fékk sína fyrstu tönn í gær.
* Loksins ;) er fólk farið að treysta mér, ég var beðin um það að vera skírnarvottur þegar prins Skjaldberg verður skírður.
* Ástarvikan er í fullum gangi, ég hef ekki verið mjög virk í þessari viku.
* Ég stefni að því að verða ástfangin í þessari viku ... en ... ástarvikunni er að ljúka, þannig það er bara kvöldið í kvöld ;) ahaha
* Ég tók ekki á móti nýja bæjarstjóranum í gærkvöldi, sá bara móttökuhátíðina í vélinni hjá pabba þegar hann kom heim. Ég sá líka bæjarstjórann í samkaup á Ísó í gær, það er nóg fyrir mig ;)
* Sálin í kvöld, ég hlakka mikið til! Ég elska Sálin hans jóns mín það mikið að ég saumaði mér gallapils, spes til þess að fara á ball.
* Ég hafnaði tækifæri lífs míns í gær ... Ég hafnaði því að vera kynnir á leik meistaraflokk kvk í knattspyrnu á sunnudaginn, sorry girls.
* Vera hefur það fín í útlandinu.
* Ég er byrjuð að vinna,ég er orðin ræstitæknir eða eikkað álíka vinn 1 og 1/2 til tvo tíma á dag ... ekki slæmt, gott kaup og ég get verið með stelpunni minni á daginn.

* Skólinn fer að byrja, ég hlakka til. Háskólinn á Akureyri varð fyrir valinu.
* Það er nóg eftir af fólki í bolungarvík þó það vanti ; Helgu Guðrúnu, Stebbu, Jóa Fr., Gunnu Dóru, Veru, Sigurbjörgu, Evu, Mæju Bet og Karitas ... plús lfeiri !

Ég hef ekki nennu í meira ....

Engin ummæli: