fimmtudagur, apríl 13, 2006

Páskafrí

Ég elska páskafrí, ég hef skrifað færslur þess efnis áður, það er bara svo gaman þegar allir eru að koma heim eða í heimsókn í páskafríinu.
Ég er nörd, ég viðurkenni það, ef ég upplifi eitthvað skemmtilegt já eða leiðinlegt þá skrifa ég það niður í bók ... nörd já ... ég viðurkenni það! Allavega þá var ég að lesa í þessari bók minni hvernig páskarnir hjá mér voru í fyrra, hreint út sagt ömurlegir!!! Viðurkenni að það hafi verið gaman svona einhverntíman og einhverntíman. En páskarnir í fyrra voru hreint út sagt ömurlegir þegar á heildina er litið. Allavega, svo ég sökkvi mér ekki í eitthvað volæði, þá er ég búin að sjá það hvað líf mitt er búið að breytast BIG TIME á sl. ári, Guðbjörg DÖÖ ... ;)
Miðað við hvernig páskarnir voru í fyrra þá verða páskarnir í ár ekkert nema gleðin og hamingjan :) vei vei...

Ég fór út í göngutúr með Margréti mína um tólf leitið (á hádegi vitanlega!) og fór að spá hversu margir á mínum aldri væru heima núna þunnir, eða hversu margir ætli hafi farið á djammið í gær. Þá spruttu upp pælingar hversu margir verða heima hjá sér þunnir þegar ég arka um bæinn með minn "afleiðingarvagn" (Barnavagn á Færeysku ef ég er gáfuð), hversu margir verða að fara heim til sín eftir djammið þegar ég vakna við tjáningar dóttur minnar á milli kl. 05 og 07 á morgnanna, já það er eitt og annað sem maður fer að pæla í.

Niðurstöður þessarar færslu eru þær að páskarnir hjá mér verða góðir og ég sé ekki eftir neinu ;)

Svo verð ég að segja að ég hlakka BARA til á föstudaginn :D ví ví og vei

Guðbjörg out

Engin ummæli: