miðvikudagur, apríl 26, 2006

Bíðabíða eftir því að tíminn fer að líða......

Líkt og þessi voffi hér til hliðar þá er ég að bíða. Ég reyndar ekki að bíða eftir eigendum mínum (finnst líklegt að hann sé að því) því ég á mig sjálf :) .......Heppin?

Er að bíða eftir því að klukkan verði nógu margt svo ég geti farið í vinnu. Reyndar þarf ég að taka bensín áður svo ég komist heim eftir vinnu........vesen + ógó dýrt!

Skólinn er bara gott sem búinn, hel yeah! :-D Morgundagurinn verður eitthvað léttur, það held ég nú :)
Það eru NMÍ-kosningar á morgun og ég missti af öllum fríðindunum sem því fylgir...Svekkjandi :o/ Eeen minnz fékk að sofa út, svo ég er sátt :)

Varðandi lokaprófin, þá kvíður mér einnig fyrir Íslenskuprófinu. Þetta er ekkert smá mikið sem kjallinn ætlar að prófa úr :o/ Þannig að það verður sko tekið á því á helginni því ég er að vinna helgina fyrir íslenskuprófið.... Eeen eins og einhver segir; Þetta reeeeddast :)

Hvað á ég að segja meira?

Jáh, ég er sko stolt af "mínum" mönnum! (vildi bara koma því á framfæri, veit þeir skoða síðuna DAGLEGA ;) .)
Það held ég nú! :-D

Ætla ekkert að hafa þetta lengra; Vinnan eftir 30.mín ;)





Maður leiksins klárlega! :)

Engin ummæli: