laugardagur, júní 25, 2005

Dr. Saxi og hans lið ... :)

Jæja ... á milli svefns og vöku ákváð ég að henda hérna inn nokkrum línum til þess að leyfa ykkur að fylgjast með mér ;)

Stelpan fór í slægingu á miðvikudaginn var ! mikil ósköp ... ég fékk 10+ fyrir skemmtilegheit á skurðarborðinu, það sagði allavega önnur konan sem var hjá mér þegar ég vaknaði. Einhverrahlutavegna þá tjúnnast ég öll upp þegar ég er hrædd og tek því fyndnina og grínið með mér svo það sjáist ekki eins mikið á mér hvað ég er skíthrædd ! skjöldurinn/grínið á skurðarborðinu var það að ég fór í "brúnkumeðferð", fékk "þriggjarétta" svæfingu (humar í forrétt og léttsteiktar kjúklingabringur í aðalrétt og ég var sofnuð áður en við komum að eftirrétinum), Mér var mikið í mun að vera með rólegri hjartslátt en pabbi þegar hann fór í sína síðustu aðgerð (það var einhver metingur hjá karlinum) og fleira og fleira.

Eins og ég sagði áðan þá er það þannig að þegar ég er hrædd þá fer ég alltaf eitthvað að grínast og verð ofvirkari en ég er vanalega (nema á miðvikudaginn, þá virkaði engin ofvirkni því ég var búin að fá róandi og einhverjar töflur, þannig stelpan var salíróleg). Eins og til dæmis þegar við vinkonurnar lentum í okkar ævintýrir á Óshliðinni fyrir 3 árum og á leið uppá sjúkrahús þá sat ég afturí í lögreglubílnum og bara spjallandi um draslið i bílnum og vildi helst fá að prófa allt!! Svona fer sjokkið misjafnlega í fólk ;)

Síðustu tvo daga þá er mér búið að líða eins og stóru smábarni .. eina sem ég hef gert er að sofa, borða, sofa ... grenja(reyndar er ég bara búin að grenja einu sinni ;) og borða! Agalegt ástand á manneskju eins og mér !
Umbúðirnar eftir skurðinn ná frá brjóstum niður fyrir nafla ... Það eru einhverjir heftiplástrar sem ná ofaná brjóstin á mér og ég spurði hvort það hafi verið nauðsynlegt að teypa niður á mér brjóstin þar sem þau væru ekki þau stærstu fyrir ... ég fékk bara hlátur á það komment!! Hvað ? Ég fæ að fara í sturtu í fyrstaskiptið í tvo daga í dag !! ÆÐI !! Ég er svona týpa eins og Benni frændi minn, sem þarf að fara í sturtu allavega tvisvar á dag! Ég get bara ekki beðið ... þá verða umbúðirnar líka teknar þannig ég fæ að sjá hversu stór skurðurinn er í raun og veru... ! gaman gaman ... !! :)

Það var föstudagskvöld í gær ... ekki frásögufærandi nema hvað að ég var ekki úti ... jú ég fór á rúntinn til hálf tólf ... BÚIÐ !! hef ekki átt svona föstudagskvöld síðan fyrir páska! mikil ósköp hvað læknisvísindin hafa mikil áhrifa á mann ;)

Hinsvegar í kvöld þá ætla ég ekki að láta neitt hafa áhrif á mig, nema einhver gangi uppað mér og kíli mig í magan. Berta mín sperta á afmæli í dag ... !! Elskan mín :*:* til hamingju með daginn ... en stelpan heldur uppá daginn útá Ingjaldssandi ... ég þanngað :D :D ví ví ... ég hlakka bara til :) við sjáumst þar fólk ;)

Sjúklingurinn O-U-T

Engin ummæli: