fimmtudagur, júní 12, 2008

Dagurinn í dag í máli og myndum

Dagurinn mun byrja fyrir alvöru kl. 13:00 þar sem við gydjunar ásamt henni Bertu Hrönn skellum okkur í LaugarSpa og látum dekra við okkur í nokkra klukkutíma. Nice or what?!

Eftir dekrið og stússið við að hafa sig til og gera sig sætari þá skellum við okkur auk Karitasar og Hemma á veitingarhúsið Ítalíu á Laugarveginum. Nice or what?!
Þegar allir hafa fengið nóg að Ítölskum mat og eru saddir og sælir þá verður haldið í nýju Laugardalshöllina þar sem Helga Guðrún og Stebba (vei) munu slást í hópinn. Í Laugadalshöllinni mun James nokkur Blunt sjá til þess að við verðum dáleiddar í einhvern tíma. NICE OR WHAT?!
Nú til þess að kóróna kvöldið jah eða bara daginn verður ef til vill fengið sér nokkra góða cocktaila og ekkert kjaftæði. Nice or what?!
Með allt það sem ég hef talið upp hér að ofan þá get ég alveg haldið því fram að þessi dagur verður NICE og ekkert annað, jú kannski alveg ógleymanlega skemmtilegur og bara algerlega ólýsanlegur.
Kveðja, Guðbjörg.


1 ummæli:

Vera sagði...

N-I-C-E!! :)