miðvikudagur, desember 19, 2007

Pimp out my friend

Jólin eru hátíð ást og friðar! Enginn upplifir hina sönnu ást ef hann er einn, nei ó nei. Enginn á skilið að vera einn um jól. Allir vilja eiga knús/kúru félaga yfir jól ... ef ekki lengur! Vilt þú gefa bestu jólagjöf EVER?! Lestu eftirfarandi og athugaðu hvort þú getir gert kraftaverk:

Þessi sumarsnót sem fæddist á gabbdeginum mikla 1. apríl 1985 er í leit af góðum kúrufélaga. Hann verður að vera yfir 178 cm á hæð, ekki þyngir en 85 kg. nema hann sé hrikalega massaður. Hann verður helst að vera dökkhærður (skolhært sleppur). Eitt af því fáa mikilvæga er að hann má ekki vera fæddur fyrir árið 1980 (Orri ... sorry you are out). Fituprósenta ekki yfir 3,9%. Má ekki vera neitt air head ... hann VERÐUR að hafa eitthvað vit í kollinum og vita hvert hann stefnir í lífinu því Veru vantar smá handleiðslu. Byssurnar eru mikið atriði (fyrir ykkur sem hafið ekki almennilegar byssur ... hættið að lesa), þær mega ekki vera í lakari kanntinum en þó ekki þannig að þær eru stærri en höfuðið á henni sjálfri. Það allra, allra, ALLRA mikilvægasta er að pilturinn geti gert vinkonu okkur hamingjusama, til æviloka. Það er einnig mikilvægt að hann geti tekið okkur undirritaðar í sátt og fíli okkur í tætlur!
Ekki skemmir fyrir ef pilturinn, já við viljum PILT, sé vel hanginn.Stelpan er alltaf til í game! SKÁL
Stelpan fílar það að fara í hin ýmsu dulargervi og búninga


Þið sem viljið gera góðverk um og fyrir jól. Þið sem hafið áhuga. Þetta er fyrir ykkur:
Tekið verður við umsóknum í kommentakerfi síðunnar. Hafa skal í huga að sms til Veru sjálfrar eru ekki tekin gild!! Umsóknum sem er skilað hingað á síðuna verður svarað eins fljótt og auðið er.

Með von um ástríðufull og friðar jól.
Virðingarfyllst,
Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir og Karitas Sigurlaug Ingimarsdóttir


18 ummæli:

Nafnlaus sagði...

AFSAKIÐ... en á ekki daman unnustu?

ég er ekki alveg viss um að ég sé sátt við þetta!

Nafnlaus sagði...

Mæja Bet.
Við sáum okkur knúnar til þess að gera þetta með velferð og geðheilsu Veru í huga. Ekki höfum við neitt slæmt eða illt í hyggju í sambandi við ykkar samband því við vitum allar að þið þurfið karlmenn í líf ykkar og ykkar ást er yfir öllu öðru hafin.
We rest our case eins og Birkir vinur okkar allra segir alltaf.
Með von um gott samstarf,
Guðbjörg og Karitas
Pimp out my friend ehf.

Nafnlaus sagði...

Vera mín, þú veist að ég er alltaf til staðar ef þörfin lætur segja til sín;)

Nafnlaus sagði...

Jói ... Þú ert kominn á blað.

Nafnlaus sagði...

Ég ætla að bjóða mig fram hér með. Ég er alveg bráðfyndinn og skemmtilegur gaur. Vera mína má kúra í stóra og sterka faðminum mínum þegar henni henntar. ÉG er vissulega nógu hávaxinn , innst inni er ég með skollitað hár. Má vinna í byssunum betur og því öllu. Ég mun allavega getað haldið á prisnessunni yfir þröskuldinn þegar þar að kemur. ekki spurning. Vera, Guðbjörg og Karitas eru með nr hjá mér. þú hefur bara samband. ;) hehe
bæbæ

kv, Gummi G

Nafnlaus sagði...

Já sæl. Eigum við að ræða þetta einhvað?
Best að maður sendi inn umsókn :)
Ég er einhvað um 178-ish er ekki all feitur er ljóshærður gæti breyst ef svo hentar :) en hef ekki hugmind hvert maður á að stefna í lífinu so sorry :) hmm byssunar ekki slæmar mættu alltaf stækka og já er 84 módel.

held að allt sé komið :)bara bjalla ef einhvað vantar!!

Pétur G

Nafnlaus sagði...

Gummi G.
Eins og allar aðrar umsóknir þá er þín hér með móttekin.
Með þökk fyrir mikinn áhuga og þátttökuna,
pimp out my friend ehf.

Nafnlaus sagði...

Pétur G. félagi frá Fagrahvammi.
Umsókn þín hefur svo sannarlega verið móttekin!

Nafnlaus sagði...

Góðar! :)
Og góðar umsóknir :)

kv.Gulla.

Vera sagði...

LOL!! Þið eruð krossþroskaheftar það er nú bara þannig...breytist greinilega aldrei ;)

Disa Skvisa sagði...

Það er aldeilis ;)

Gangi þér vel með þetta Vera mín.. verst að ég þekki engan handa þér :S En ef það er einhver sem þú velur ekki - þá veistu númerið hjá mér :P

Gleðileg jól elskan og hlakka til að hitta þig sem fyrst :D

Nafnlaus sagði...

Þetta er náttl ekki boðlegt..

Nafnlaus sagði...

Alli ... þetta hvað?
Nú skalt þú bjóða þig fram ... aji með því að kommenta þá ertu búinn að bjóða þig fram! Þú ert kominn á listann.

Nafnlaus sagði...

ef ég væri gaur þá myndi ég pottþétt skella inn umsókn... en þetta er harður heimur:)
kv. Stebba

Nafnlaus sagði...

Stebba ... er ekki einhver með vel hlaðnar byssur og svona vel nettur karlmaður, á lausu, á vatninu sem þú getur bent á að skila inn umsókn?
Ég spyr Birki sömuleiðis ... einhvern úr Val, landsliðinu eða bara svona, já ... ? :)

Nafnlaus sagði...

Vera hvernig er það, á ekkert að fara að velja? Eða verður það ekkert fyrr en seinni partinn á Aðfangadag

Nafnlaus sagði...

Ég verð vera sammála ræðumanni að ofan hvað á ekki að velja eða hvað :)

En gleðileg jól og allt sem fylgir því :)

Nafnlaus sagði...

þið eruð agalegar!og vona að Vera hafi tekið rækilega á ykkur fyrir þetta!

en Gleðileg jól samt!