laugardagur, desember 22, 2007

Jólin Jólin allstaðar....

Jæja er orðin þreytt á að horfa á smettið á mér þarna fyrir neðan. Sorry :)
Þetta var svakalegt flibb hjá vinkonum mínum, þeim fannst þetta svooo sniðugt og fyndið. Neita því ekkert ég hló og það mikið. Það sem þeim dettur ekki í hug :) hehe

Jiii jólin eru að koma... Mig langar að vera barn á þessum árstíma, því í minningunni var alltaf kominn þvílíkur jólahnútur og mikil spenna í kringum þetta leiti. En í dag, notthing, nata, sakna þessa hnúts. Oh too be young again.. Er alltaf að telja mér trú um að ég þurfi bara að búa til þessa spennu. En það er bara engan vegin að gera sig... frekar mikill bömmer...

Verð að vinna á þorláksmessukvöld - mér til mikillar ánægju. Skatan verður nefnilega borin á borð á Traðarlandi 8... Viðurkenni það alveg að mér finnst þessi óþefur tilheyra jólahaldinu. En oj!! Ekki fær þetta að snerta mínar varir. Ég vil koma heim nokkrum klst eftir að veislunni er lokið. Þá hefur lyktinn dofnað aaaðeins... Líka fínt að vera að vinna, því núna er enginn Gunna Dóra til að fara niður á Shell og kaupa hambó með. Það var svo skemmtilegt á Þorláksmessu hérna í denn. Svo mikill stemmari að fara niðrá Finnabæ til að borða. Stundum tókum við matinn heim og leigðum video. Mighty Ducks I og II man ég vel eftir :)

Jáh jólin eru skemmtilegur tími og mun ég borða á mig gat - gott betur en það. Jólamatur og jólaboð. Síðan verður pott þétt tekið í spil - það er planað!! ;)

Engin ummæli: