mánudagur, apríl 16, 2007

Víkin mín...


Held að margir hverjir gera sér ekki grein fyrir því hversu heppin við í raun og veru erum. Fyrir það að fyrsta að búa á Íslandi þar sem náttúran er gríðarlega falleg. Þar sem maður þekkir mann sem þekkir mann. Allir einhvern veginn þekkjast.
Ég er búin að fara 2x út að labba í dag! (aha, tell me about it) Í bæði skiptin stóð ég mig af því að hugsa "váh hvað ég er heppin að búa á svona stað". Veðrið er búið að vera rosalega gott í dag og í kvöld var það svo fallegt. Svo mikil kyrrð. Hversu mikil forréttindi eru það að búa við svona mikla kyrrð, ró og næði! Enginn bílaniður sem ærir mann, ekkert stress. Manni líður eins og fjöllin séu að faðma mann og vernda fyrir öllu sem býr þarna úti. Bolungarvík! Það er sko bærinn minn. Hér líður mér alltaf best. Þessi staður á hjartað mitt, er hjartað mitt. Ég er og verð ávalt Bolvíkingur í húð og hár.




Góða nótt fólk...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ohh ég sakna fjallanna fyrir vestan, Esjan er bara ekki eins! jafnast ekkert á við fjallaloftið fyrir vestan :)

Nafnlaus sagði...

Þetta hélt ég líka.. hef komist að ýmsu:)

Nafnlaus sagði...

Margir eru þeir staðir á Íslandi, og mörg eru þau sérkenni á landinu, sem allir landsmenn þekkja af sjón eða sögn. Má þar meðal annars nefna Gullfoss, Geysi, Heklu, Þingveli, Skálhollt og Hóla, og svo náttúrulega staði eins og Akureyri og að ógleymdri Reykjavík o.f.l. Allir þessu kunnu staðir með sérkennum sínum eru að vísumerkir, og hefir hver sitt til síns ágætis. En það eru líka til, sem líka eru merkir þó fáir þekki þá. Veldur því að sjálfsögðu mest, að þeir eru svo í sveit settir, að almenningur á þar fáar ferðir um, og einnig hitt, að sögu þeirra og séreinkennum þeirra hefir lítið verið á lofti haldið. Einn þeirra staða, sem svona er ástatt um, er Bolungarvík við Ísafjarðardjúp.

Lesning þessi er tekin upp úr bók sem skrifuð var fyrir rétt tæpum 70 árum síðan svo þetta er engin nýlunda að fólk hér við Víkina hugsi svona. Það er ég hjartanlega sammála þér að hvergi er betra að vera. Samt er þetta með söguna og sérkennin umhugsunarefni og vert hjá yngri kynslóðinni að spá svolítið í því hvað saga þessa merka staðar hefur að geyma.