mánudagur, janúar 08, 2007

Stóri-jóla-afturendinn....

Öööö bíddu ætlaði maður ekki að taka sig á í blogginu?? Tja mér er spurn :op

Reyndar ekkert að frétta á þessum bænum, frekar en vanalega... Er því punktablogg ekki bara málið?

* Er byrjuð að vinna á Sjúkraskýlinu í afleysingum.
* Skrítið að vera ekki í skóla, en samt voða nice :)
* Jólin eru búin að vera hreint út sagt æðisleg! Alltof mikið etið....sei sei jáh!
* Báðir bræður mínir að missa vinnuna. Varla með sólarhrings millibili :o/
* "Datt" á höfuðið í gær og sagðist ætla mæta á fótboltaæfingu í kvöld - sem ég gerði.
* Þrek er nokkuð sem mig skortir, jólin búin að vera EINUM of góð ;)
* Karitas laug að mér að þetta yrði létt æfing.....
* En hún sagði reyndar einnig ætla að vera fyrir aftan mig og ýta á stóra-jóla-afturendan á mér í útihlaupinu.
* Sem hún gerði þar til ég datt.......cool? Ekki til í mínum líkama!! HAHA :-D
* Gerði samt mitt besta á þessari æfingu og eina leiðin er upp að mínu mati :) hehe
* Æfing aftur á miðvikudaginn kl 19:45 (ef ég heyrði rétt) og júh stelpan ætlar að mæta aftur!
* Dauðadómur....tja er ekki frá því ;)


Hef ekkert meira að segja í bili, er þreytt og rúmið kallar með sinni fögru rödd - heillar mig mjöög þessa stundina ;) Bonne nuit mon amis :*

Málshátturinn í bókinni minni fyrir daginn í dag (8.jan) hljóðar svona: Þeir sem aldrei gera meira en þeir fá borgað fyrir, fá aldrei borgað fyrir meira en þeir gera.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Létt æfing.. jaa það kom á annan daginn hehe en Við getum þetta :) Burt með jóla-afturendann