mánudagur, janúar 15, 2007

Þorrablót

Ég hef tekið eftir því að á þessum tíma, þegar fer að líða að þorrablóti bolvíkinga, þá fer fólk að tala um það að einungis sambýlis- og fólk í hjónabandi mega sækja blótið, einnig mega þeir sem misst hafa maka sinn mæta. Þeir sem voru í hjónabandi og skilja mega ekki mæta, sum sé fráskildir mega ekki mæta.
Mér finnst þetta fín regla, eða sú staðreynd að fráskildir mega ekki mæta á svæðið. Því ef reglurnar myndu breytast á þann veg að blótið væri opið fráskildum einstaklingum þá held ég að það væri alveg eins gott að opna blótið öllum, fráskildum eða ekki fráskildum, ungum og gömlum. Það eru nokkrir einstaklingar sem flytjast hingað í bæinn og eru fráskildir, þeir ættu þá að eiga rétt á því að fara á blótið þó svo að það þekkir ekkert inná þennan skemmtilega sið, eða er það?...
Mér finnst þetta líka bara þannig að þorrablót að þetta er para ball, ég hef fengið skoðanir hjá fólki sem er fráskilið eða hefur misst maka sinn sem er á sama máli og ég ... þetta er paraball.
Ég held líka að ef þorrablótið yrði opið öllum, þá myndi blótið missa sjarma sinn, allavega finnst mér það. Þetta er ákveðinn pallur sem maður nær í lífinu að fá að fara að þorrablót, að fá að klæða sig upp í þjóðbúning og vera viðurkennd inní þennan "heim" fullorðinna ;)
Þetta var um þorrablótið "okkar", okkar bolvíkinga.

19 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er sammála. Finnst að við eigum að halda áfram í þessa hefð. Þetta er að því sem ég best veit einsdæmi á Íslandi. Ég hef oft minnst á þetta og fólki finnst þetta mjg skrýtið og þá segi ég með stolti hvað "við" Bolvíkingar erum skemmtilega öðruvísi.. ;)

Nafnlaus sagði...

sammála!! það geta allir haldið þorrablót... fráskyldir geta bara haldið sitt blót rétt eins og Grunnvíkingar og Hnífsdælingar o fl. er það ekki ;)

Nafnlaus sagði...

Sko ... ég meina ... Stútungur var einu sinni lokað blót, og þá voru kerlingarnar klæddar í þjóðbúininga og karlarnir sömuleiðis. Svo var það opnað öllum og nú er þetta bara eins og árshátíð íbúa Flateyrar með nokkrum sauðum frá nágrannabyggðunum innanborðs sem sumirhverjir fatta ekki brandara skemmtinefndarinnar.

Ef fráskildir í Bolungarvík vilja svona mikið fara á þorrablót þá styð ég hugmynd Stebbu, þeir geta haldið sitt eigið þorrablót sem er opið öllum, þá öllum nema giftu fólki býst ég við ;)

Nafnlaus sagði...

Svo sammála, ef að fólk þarf endalaust að þræta um þetta, má þá ekki bara breyta reglunni um að ekkjur og eklar meigi mæta, hafa þetta bara bara hjóna og paraball.

Eitt sem ég hef vellt fyrir mér eru ekkjur og eklar einhleypt fólk? Maa. bara spyr sig

Nafnlaus sagði...

Fín síða hjá ykkur stelpur :)
Vil bara taka það fram að ef þessi umræða hefur skapast vegna þess sem ég skrifaði á bb.is, að pointið hjá mér var ekki að fráskildir sem slíkir ættu að fá aðgang að þorrablótinu bara af því að þeir væru fráskildir, var einfaldlega að benda á það að þegar þú hefur átt aðgang að e-u samfélagi, þorrablótið í Bolungarvík í þessu tilviki, þá sé það siðferðislega rangt að mínu mati að viðkomandi sé úthýst vegna þess að hann skilur. Ekki að Gunna og Jón sem eru fráskilin og hafa aldrei verið hluti af þessari hefð fái aðgang að þorrablótinu. Hef tekið eftir því að fólk hefur almennt verið að misskilja einmitt þetta.

Bestu kveðjur, Gunna Soffa.

Nafnlaus sagði...

Alveg sammála. Reyndar er ég þeirra skoðunar að flest böll eigi að vera paraböll. Fólk getur parað sig einhver annarstaðar en á böllum, t.d í sundi, á göngubrautinni eða á golfvellinum... þetta myndi hjálpa kvennastarfi GBO mikið..... held ég.

Nafnlaus sagði...

Mér finnst anski viðkvæmt að segja að þetta sé þorrablótið okkar bolvíkinga.. hvað um þá sem hafa alltaf búið í Bolungavík en aldrei fengið að taka þátt í aðal samkomu bæjarins. Mér finnst sjálfsagt að þetta sé paraball, þ.e. að konur bjóði mönnum, en mér finnst aftur á móti ekki réttlætanlegt að ef viðkomandi einstaklingar búi ekki saman að þeim sé meinaður aðgangur. Eins með hjón sem skilja og hafa sótt þennan viðburð árum saman verið 2 -3 í nefndinni o.s.frv. að svipta þeim réttinum til áframhaldandi komu á ballið. Í þessu sambandi er vert að spara stóru orðin..

Nafnlaus sagði...

Ég vil bara minna á að þetta heitir "Þorrablót" ekki þorrablót Bolvíkinga, ef fólk les auglýsinguna þá stendur efst "Þorrablót 2007"...
Annars sagði Dísa okkar Hjartar allt sem segja þarf í fréttunum í gær.

Kv. Gunna Dóra

Nafnlaus sagði...

Okei ég vil benda á það að ég skil mæta vel sjónarmið fólks sem er á móti þessari hefði. EN ég er sammála Gunnu Dóru og vil bara benda fólki á http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4337976/11 ef það horfði ekki á fréttir í gær!

Þetta eru GIFTAR konur sem eru að bjóða MÖKUM sínum! eða konur að bjóða sambýlismönnum sínum!

Þetta er ÞORRABLÓT....ekki þorrablót bolvíkinga! Fólk sem er ósátt við þetta, vill fara á þorrablót getur bara tekið sig saman og haldið sitt eigið.
Verið jafn duglegar og þessar konur að æfa stanslaust mánuði fyrir blót.

Eða þá að fara einfaldlega suður á Bolvíkingaþorrablót....sem margir gera....

Finnst stundum eins og fólk geri ekkert annað en að væla og kvarta yfir hlutum. Þetta hefur alltaf verið svona!

Málið er bara að gera annað blót sem er opið öllum í Bolungarvík... Og leyfa þessu að vera eins og það er!

Vera "munræpa" Snorradóttir

Nafnlaus sagði...

Heyr heyr Vera munnræpa;) eins og talað frá mínu hjarta...

Nafnlaus sagði...

Þið eruð góð ...
Ég leyfði mér að kalla þetta þorrablót okkar bolvíkinga því þessar meintu reglur, sem virðast vera að fara með marga, eru einungis til staðar hérna í Bolungarvík, allavega veit ég ekki betur. Einnig vegna þess að ég tel þessa hefð eins og hefur myndast við þetta þorrablót vera MENNINGALEGUR ARFUR OKKAR bolvíkinga. Þess vegna leyfði ég mér að kalla þetta þorrablót Bolvíkinga, annars er þetta bara Þorrablót. Það er alveg gefið mál að þetta mun breytast, einhverntíman í framtíðinni (á næstu árum) ... þannig þetta ætti ekki að þurfa að vera svona mikið mál. Eins og ég segi, höldum aðeins lengur í þennan arf okkar, sem við eigum að vera stolt af, ekki kvarta útaf.

Annars er þorrablót Bolungarvíkurfélagsins í Reykjarvík þann 3. febrúar ... þar eru allir velkomnir. Ég held að það ætti að svala sorgum margra sem ekki standast skilyrðin hérna í Víkinni.

Nafnlaus sagði...

Eruð þið sem sé að segja að fólk eigi að flýja frá Bolungarvík til Reykjavíkur til þess að geta farið á Þorrablót?
Það er svolítið fyndið hvað fólk getur hugsað bara um rassgatið á sjálfum sér og fundiðst þetta bara í lagi. Ég er viss um að ef þið mynduð e-ntímann lenda í sömu sporum, þ.e. að vera hent út af blótinu, að þið væruð æstar í að láta breyta þessu því það myndi henta ykkur. Þá er ég ekki bara að tala til ykkar heldur allra sem finnst þessi "hefð" bara allt í lagi.

Nafnlaus sagði...

Ég mátti nú einu sinni fara á blótið og gerði... en má það ekki lengur. Samt finnst mér hefðin frábær og ekkert að henni og finnst ekki að mér hafi verið hent út af blótinu:) þetta tiltekna þorrablót er bara svona!!! ég mæti bara á general prufuna í staðinn hehehe:)

Vera sagði...

Líka fyndið þegar fólk skrifa ekki undir nafni.....

Ef ég hugsa ekki um rassgatið á sjálfri mér hver myndi þá gera það??

Ég hef aldrei haft aðgang að þessu blóti. Enda bý ég enn þá hjá mömmu&pabbi og ekki í sambandi. Þannig að ég finn ekki fyrir þessum félagslega missi. Viðurkenni það alveg.

Ég er ekki það þröngsýn og fáfróð að ég skilji ekki þann félagslega-missi sem verður við skilnað/dauðsfall. Sérstaklega við svona atburði sem er árlegur viðburður hjá fólki.

En ég spyr líka hvað eiga hinir að gjalda? Það fólk sem er gift/í sambúð og þykir þetta mæta góð hefð?!

Ef það á að breyta þessari reglu svo hún hljóði þannig að fólk sem eitt sinn hafði haft sinn sess á blótinu fái að halda honum þrátt fyrir skilnað.

(Og vil benda á það að það var pointið hjá Gunnu Soffu með skrifum sínum á BB - að þeir fráskildu sem eitt sinn áttu sinn stað á þessu blóti fengu að halda því rétt eins og eklar/eklur.)

Hvað með þá alla hina? Sem ef til vill fundu aldrei sinn lífsförunaut og eiga því ekki sjéns að fara á þennan árlega viðburð. Eða þá sem kjósa það að vera einir. Er ekki verið að mismuna þeim?

Þarf þá ekki líka að endurskoða klæðaburðinn? Það eiga ekkert allir kost á því að eiga íslenska þjóbúninginn eða fá hann lánaðann. Sumum finnst hann einfaldlega óþægilegur (sem er meira að segja ein af ástæðum fyrir því að margar konur í víkinni fara ekki á þorrablót)

Málið er einfaldlega það að ef það á að breyta einni reglu þarf að endurskoða þær allar. Er þá þorrablótið ekki búið að missa sinn standart sem það stendur fyrir? - mín skoðun er sú að það muni gera það.

Og ef það á að fara að "skemma" þennan hóp/félag. Þarf þá ekki að endurskoða öll félög sem eru í gangi á íslandi þar sem útskúfun af einhverju tagi er fyrir hendi? T.d. Lions? Oddfellow? Frímúraregluna og svo mætti lengi lengi telja...

Málið er einfalt að mínu mat:
Nr1: leyfa þessu blóti að vera eins og það er. Leyfa því fólki sem uppfyllir þann rétt/skilyrði til að mæta að mæta.

Nr2: Setja á laggirnar annað þorrablót sem er opið fyrir öllum í bolungarvík (18+). Það ætti að vera ekkert mál ef viljinn er fyrir hendi. Spurninginn er einfaldlega sú, er viljinn fyrir hendi?

Nafnlaus sagði...

Það er munur á því hvort að þú hafir e-n tímann átt aðgang að e-u samfélagi og að hafa aldrei átt aðgang að því. Ég er eins og komið hefur fram mjög sammála nafnlausa kommentinu, hefði samt verið gaman að sjá hver orðaði það svona skemmtilega. :) Ég er t.d. ekki fráskilin kona og bitur yfir því að fá ekki lengur að fara á þorrablótið...ég get hins vegar mjög vel skilið afstöðu þeirra sem lenda í slíku. Ég er sammála því að þetta sé ekki þorrablót bolvíkinga, enda segir það sig sjálft. Tók það líka skýrt fram í greininni minni. Þetta hefur ekkert með aðrar hefðir blótsins að gera, eins og sumir vilja halda fram. Það er ekki verið að ráðast á blótið sjálft, finnst það mjög kómískt hvað fólk fer í mikla vörn út af því. Mér fannst einfaldlega vera kominn tími til þess að viðra þetta fyrir almenninginn, þetta er að mínu mati bara kjánalegt. Þetta sem Dísa sagði í viðtalinu á rúv með að "allir vissu að hverju þeir gengu þegar þeir færu á þorrablótið"...þetta er eins og að vera í vinahóp og gera e-ð "feilspor" og láta svo útskúfa sér. Feilsporið þarf greinilega ekki að vera stórt...
Annars finnst mér gaman að heyra skoðanir fólks á þessu, allir hafa jú rétt á sínum skoðunum. (Ætli ég hafði slegið Gumma Gunnars með lengsta komment sögunnar?) ;)

Bestu kveðjur, Gunna Soffa

Nafnlaus sagði...

Halló halló....

Vá ég verð alltaf jafn reið og prirruð yfir því að þessi helvítis umræða skuli koma upp aftur og aftur fyrir hvert einasta þorrablót.

Afhverju fá þá ekki bara einstaklingar sem hafa aldrei komst á þorrablót fengið að fara líka, þeim dauðlangar kanski að fara en fá ekki að fara. Ef að fráskilið fólk fær að fara á þorrablót eiga auðvita einstaklingar sem hafa aldrei fundið sér maka líka að fá að fara. En ef að eitthverju verður breytt þá gæti þetta endað alveg eins og stútungur er í dag.

Kv Gunna Dóra

Nafnlaus sagði...

Þetta er orðin þreytt umræða og eins og með allt annað, sem betur fer, þá hefur fólk misjafnar skoðanir á þessu öllu saman.

Þessu verður allavega ekki breytt í ár því þorrablótið í ár er afstaðið ... svoleiðis er nú það! Á næsta ári mun þessi umræða koma upp aftur, það er ég alveg viss um... en djö. hvað ég vona að ég hafi þá tækifæri til þess að komast á svona alvöru blót, að mínu mati nota bene!

Nafnlaus sagði...

hmmm ... ég svaraði þessu nafnlausa kommenti í gær en það hefur víst ekki skilað sér, aji mér er alveg sama.
En það sýnir það bara að sá/sú nafnlausa/lausi þekkir mig ekki, því þegar ég kom með þá uppástungu að þeir sem vildu fara á þorrablót ættu að fara til RVK á bolvíkingaþorrablótið var djók, grín og glens, húmorinn hefur ekki verið að skila sér.

Pabbi minn segir að maður geti ekki gagnrýnt það sem maður hefur sjálfur ekki prófað ... það er kannski eitthvað til í því.

Og ég segi það ENN OG AFTUR ég kallaði þorrablótið í færslunni, þorrablót okkar bolvíkinga því mér finnst blótið eins og það er í dag MENNINGALEGUR ARFUR okkar allra sem búum í Bolungarvík!! Ég veit að vel að þjóðfélagið hefur breyst og Ég veit að eftir einhver ár þá mun umgjörðin eða þorrablótið, eins og það er í dag, breytast, það er gefið mál. Er ég svona hræðileg og sjálfumglöð og hugsa ekkert um annað en rassgatið á sjálfri mér þegar mig langar að halda í hefð forkvenna minna aðeins lengur? Maður spyr sig

Kveðja,
Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir

Nafnlaus sagði...

Hillbillies!