mánudagur, desember 06, 2004

hafið þið lent í því ...

... á prófi að lesa yfir spurningarnar og vita ALLT??! Ég var í prófi í morgun hérna í gamla skólanum mínum, Grunnskóla Bolungarvíkur, að tala sálfræðipróf í fjarnámi. Ekki nóg með það að þegar ég las spurningarnar á prófinu þá vissi ég eitthvað um allt það sem var spurt um. Vandinn var bara sá í þessu prófi að ég kom ekki orðum að því sem ég vildi koma frá mér! demn ... ég skrifaði og skrifaði um allt það sem ég vissi, ég vona að það hafi bara komist allt til skila ;) Tvö próf eftir ... ahh ... eða kannski þrjú, úr því að ég er 99% viss um fall í Nát123. en það er ekki heimsendir, tek það bara aftur og næ :) en ef ég næ svo ekki þrem !! hvað þá ... aji, ég blikka þá bara hann Kristinn ;)

Stelpan komst ekki í vinnu í gær og fór heldur ekkert út á laugardagsKVÖLDI var bara heima vegna eymsla í maga, mikill verkur þar og óþægindis tilfinning ... ekki gott ! en ég er víkingur og er svona eiginlega búin að jafna mig.

Ég ætla að fá smá útrás í þrifum núna áður en ég fer og fylli heilann af þýsku kunnáttu ... mikið grín og mikið gaman HAHAHA (Grínverjalagið með Ladda klikkar ekki;))

Lifið heil dúllurnar mínar ... skrifið svo endilega í gestabókina, að maður þurfi að biðja um þetta er til háborinnar skammar, meira að segja mamma (Elsa Jóhannesdóttir) er búin að skrifa í hana ;) bara grín mamma mín :*

Engin ummæli: