miðvikudagur, desember 01, 2004

Engin hætta ... engin hætta

:) íslenskuprófið var ekkert mál ... ég þarf aldrei aftur að fara í íslensku sem skylduáfanga, þetta er æðisleg tilfinning.
Það er samræmt stúdentspróf í ísl á morgun, ég hef engar áhyggjur af því. Það er ekkert mál. Ég er nú bara að læra fyrir rekó próf hjá Agó sem er á morgun ;) ég þarf bara að fara vel yfir reikningsdæmin, ég er því miður með þá veiki að geta ekki lært stærðfræði, ég er ömurleg í stærðfræði ... það er sko satt! en jæja jæja ...

Ég labbaði svona sirka tvo hringi um bæinn í dag, Magic-arnir voru sko ekkert að yfirgefa líkama minn, ég er búin að vera hyper í allan dag, þar til núna, núna er ég orðin þreytt. Ég líka var að rembast við að sofan í gær að verða 02 eftir að hafa drukkið 3 og 1/2 Magic og svo kláraði ég annan í morgun, áður en ég fór í sund kl. 06, já ég og Sigurbjörg fórum í sund kl.06 í morgun, takk fyrir pent.

Ég var svona að spá áðan ... í þessum 2 hringjum í kringum bæinn hvort það væri ekki vani að flagga á Fullveldisdaginn?? það var flaggað á fimm stöðum, ég taldi sko ... það var ekki einu sinni flaggað hjá þeim á Völusteinsstrætinu sem flagga alltaf þegar einhver deyr!! kannski flagga þau bara fyrir einhverju sorglegu? en allavega ef ég hefði átt hús með flaggstöng í dag, þá hefði ég flaggað! merkilegur dagur ....

Heilinn og hugurinn eru búnir að vera á svo miklu spani í dag að það er ekki eðlilegt held ég ... hugurinn er búin að reika mikið... og margar pælingar skotið upp kollinum, ég ætla að bíða aðeins með það að blogga þær hérna upp, geymi það þar til seinna :)

Annars hef ég ekki tíma í þetta ... ég er að læra ...

HEY krakkar !!! ef einhver er að fara suður í kringum 20.des. plís led mí nóv ... ég þarf far ;) ætla að ath hvort ég geti sparað einhvern pening

Engin ummæli: