mánudagur, janúar 28, 2008

Þorrablót 2008

Ég fór á mitt fyrsta þorrablót hérna í Víkinni fögru ásamt sambýlismanni mínum síðastliðinn laugardag. Mikið ofboðslega var gaman. Ég ásamt mínum trogfélögum skemmtum okkur mjög vel! Þetta verður endurtekið að ári, þá í félagsheimilinu en í ár var þorrablótið í íþróttahúsinu Árbæ. Umræðan um alla þá siði og venjur sem einkenna þorrablótið var lítil sem engin ... engin ef miðað er við umræðuna sem tröllreið öllu í fyrra!! En jæja, ég ætla að leyfa ykkur að sjá nokkrar myndir.
Komin í peysufötin Vinkonurnar, ég og Berta ready.Við skötuhjúin.Þrjár svaðalega flottar!!
Gunna Dóra, ég og Berta.



6 ummæli:

Vera sagði...

OH hvað þið eruð flottar og SÆTASTAR!!! :-D
Samt pínur gamlar í mínum augum, sorry. Að fara á Þorrablót er svo svo svona fullorðins ;)
Love you long time ;*

Nafnlaus sagði...

Ég er sammála Veru. Mjög flottar en samt orðnar gamlar....finnst ekki svo langt síðan við vorum að láta okkur hlakka til í marga daga fyrir þorrablótið svo við hefðum húsið hjá einhverri fyrir okkur undir videógláp og stelpuspjall.:) Þorrablót, sérstaklega þetta, er mjög svo fullorðins:D
-Karitas "óþroskaða" :D hehe

Nafnlaus sagði...

Sætu sætu :D

Nafnlaus sagði...

Vera og Karitas þið eruð bara abbó..... hehe.. já við erum flottastar :) og það varalveg svakalega gaman :)

Berta Hrönn

Nafnlaus sagði...

glæsilegar!!! hefði sko gjarnan vilja vera líka... en það lítur út fyrir að það verði erfitt fyrir mig að fá kallhólkinn til að leggja þessum takkaksóm og flytja til Bolungavíkur og fara á hið landsþekkta þorrablót:)
kv. Stebba1

Helga Björg sagði...

En hvað þú tekur þig vel út elsku systir :)
Ég ætla bara að mæta á þorrablót eftir rúma viku í 80's klæðnaði... bara fjör!!

Knús í kotið
Þín systir
Helga Björg