föstudagur, janúar 04, 2008

Mamma mía!!

Ég er búin að bóka flugfar suður til Reykjarvíkur á sunnudaginn þannig það er eins gott að veðrið hagi sér almennilega! Ég er samt strax komin með sting í magann ... plís plís verði flogið. Ég nenni ekki að standa í því að keyra.
Næsta vika verður tekin með trompi í háskólanum, ég þarf að læra á strætó þar sem ég verð bíllaus (það verður fróðlegt) svo ég komist á milli staða, kíki á einhverjar útsölur ef þær verða komnar á eitthvað skrið, Ellý systir mun eiga afmæli þann 8. janúar og MAMMA ER AÐ KOMA TIL LANDSINS Á MORGUN!!! Þannig það verður ekkert nema gleði, gleði, gleði hjá mér í næstu viku. Það er langt síðan við mæðgur vorum allar saman á afmæli einhverrar okkar, vá svo langt síðan að ég man ekki hvað það er langt!
Síðast vorum við allar þrjár saman á jólum fyrir ööö.... 6 árum eða 7! Þá var það í fyrsta skiptið í næstum því áratug. Þetta er agalegt.
Margrétin mín og Gunnsinn minn koma svo suður á næstuhelgi, keyrandi, og við keyrum síðan öll saman heim á sunnudaginn.Fjölskyldan í brúðkaupi brúðkaupanna sl. sumar.

Verið góð við allt og alla því þá gengur allt svo miklu betur.
kveðja frá Guðbjörgu

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er þetta helgin sem ég átti að taka frá til að hitta þig stúlkukind eða???
-Karitas

Nafnlaus sagði...

Helgin er nú svo til búin ... ég kem í dag keyrandi. Við verðum að hittast í vikunni.

Nafnlaus sagði...

var ekki að meina þessi helgi kjánaprik....næsta helgi(12-13) en verðum að reyna að hittast í vikunni....verðum í bandi, er í skólanum inn í rvk á miðvikudag....
Call me baby!!
-Karitas

Nafnlaus sagði...

Svo er alltaf gott og gefandi að skella sér smá rúnt upp á Laugarvatn þar er sko bakkelsið... og heitt með´ðí:)
kv Stebba;)

Nafnlaus sagði...

Hvernig er það eiginlega með ykkur skvísurnar mínar?? Eruð þið alveg hættar að blogga???
-Karitas