mánudagur, október 22, 2007

C'est la vie!




Veit ekki hversu oft ég hef byrjað á því að koma með færslu. Ég veit einfaldlega ekki hvar ég á að byrja! Það er virkilega skrítið að vera komin heim. Bjóst aldrei við því að ég myndi sakna Nice svona mikið. Að sjálfsögðu eru það krakkarnir sem ég sakna að mestu. Hreint út sagt æðislegir! Eignaðist virkilega skemmtilega vini sem ég vona að sambandið muni haldast. Þegar það kom að brottfaradegi var ég sko ekki tilbúin til að fara. Trúði því eiginlega ekki að það væru liðnar 6 vikur - svo það er satt sem er sagt; tíminn er fljótur að líða þegar gaman er...
Hefði viljað vera þarna miklu miklu lengur :)









En það var samt yndislegt að hitta alla. Fjölskylduna mína. Sjá litlu frænkur mínar sem eru svo litlar og brotthættar (að mínu mati). Að mæta í vinnuna og hitta alla. Yndislegt alveg!

Jáh maður er ósköp ríkur svo mikið er víst...

Núna tekur hversdagsleikinn við með öllu sínu tilheyrandi - vinnu og skemmtileg heitum.

Síðan er hugur minn alveg á fullu að pæla í því hvað skal gera næst. Hvert næsta skref verður.... Og trúið mér það eru margar og miklar pælingar í gangi þarna uppi.....ójá!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Piff....sem sagt ekkert gaman að vera sótt af eðalfólki á völlinn sem brunaði beint með þig í íslenska ss-pulsu og ekta amerískan breakfast eftir gistingu í litlu ameríku....jæja já...ég skal muna þetta;)
-Karitas, a.k.a. little miss america

Vera sagði...

LOL!!

Þetta átti að vera mitt hernaðarleyndarmál! Núna munu ALLIR vilja vera hjá ykkur og þá verður ekkert pláss fyrir litlu mig...... ;)

Disa Skvisa sagði...

Þegar kemur að næstu skrefum er ég meira en lítið til í að ræða málin við þig, ég er einmitt í þeirri stöðu þessa dagana og það er alltaf gaman að spjalla um þessi málefni :D

Hvernig gengur annars að komast aftur í "eðlilegt" horf?