laugardagur, maí 19, 2007

Erum við að ræða þetta?

Það er löngu kominn tími á blogg svei mér þá.
Ég hef ekki haft mikinn tíma né löngun til þess að blogga ef satt skal segja.

Ég er hálf dofin eftir fréttirnar frá Flateyri að það sé verið að fara að loka Kambi. Þetta er ekki til þess að bæta atvinnuástandið hérna fyrir vestan! Ég er í fínni vinnu, ennþá allavega, en hún mun ekki duga mér mikið ef fólk fer úr bænum og börnunum í skólanum fækkar ... en ég er jákvæð. Ég ætla samt að kaupa mér íbúðarhúsnæði ... þetta á eftir að byggjast upp aftur allt saman (vonandi).

Ég spilaði fótboltaleik í dag með meistaraflokki kvk BÍ/Bolungarvík. Við vorum þarna nokkrar sem höfðum ekki verið að mæta á æfingar, plús einhverjar sem ekki höfðu spilað fótbolta í háa herrans tíð svo ég tali nú ekki um það að þetta var í fyrsta eða annað skiptið sem við vorum að spila allar saman, leikurinn endaði eftir því.

Ég er búin að fá það staðfest að ég náði þ.sálfræðinni (takk fyrir takk!!!!) svo bíð ég bara spennt eftir niðurstöðunum úr hinu faginu, ég hef nú litlar sem engar áhyggjur af því!

Það er ein heil kennsluvika eftir ... svo koma einhverjir óhefðbundnir kennsludagar svokallaðir vordagar og 1. júní eru skólaslit. 7.júní er síðasti vinnudagurinn minn og þá er ég komin í sumarfrí fyrir utan þrifin í leikskólanum sem ég er búin að segja upp frá og með 1.ágúst. Mér finnst ég eiga það inni að hafa rúmar 3 vikur bara fyrir mig og gera ekki neitt.

Ég er farin að hafa dulitlar áhyggjur af því að fólk fari að klaga mig til barnaverndarstofu eða eitthvað þar sem Margrét mín er marin og blá á stökum stað á líkamanum. Ég sver það við gröf afa míns að það er ekki mér að kenna. Stelpurassgatið er farin að ganga, hlaupa, príla, beygja sig, fetta sig og bretta með þeim afleyðingum að detta á hausinn við og við. Það er lítið sem ég get gert til þess að þessar æfingar dóttur minnar verði minna hættulegar eða minnka meiðslatíðni hjá henni nema það að vera til staðar þegar hávær grátur heyrist. Gráturinn heyrist samt ekki lengi því sársaukinn gleymist fljótt og hún er farin að hlaupa til þess að ná í einhvað annað og bablar í leiðinni eitthvað óskiljanlegt. Hún er svo mikið krútt ;)

Veðrið er fagurt .. það er laugardagskvöld ...það er aldrei að vita hvað ungt fólk fer að gera í kvöld!!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þið verðið búnar að pússa hópinn saman þegar ég mæti í rykugum takkkóm á æfingu innan tíðar:) og þetta með stelpuskottið... geri ekki ráð fyrir því að Hafþór og Elsa hafi vafið nöfnu mína inn í bómull svo ekki sæi á henni, og þess vegna ertu ekki aumingi í dag heldur kjarnorku kvennsa... ætli þú skilir ekki af þér einhverju svipuðu;) kv. Stebba