fimmtudagur, janúar 06, 2005

Heima er best.....

.....það finnst mér allavega :)

Jæja maður er "loksins" kominn heim til sín, getið rétt ímyndað ykkur hversu glöð ég er :) Finnst alltaf jafn gott að koma heim :-D
Með tillit til góðra gestgjafa bróður míns og konu. Þá einfaldlega ÞOLI ég ekki að þurfa að flytjast af heimili mínu svona þannig séð ein,tveir og tíu. Svo á ég enn þá erfiðara með að ÞOLA að vera "heima" en samt ekki heima hjá mér. Ég vil vera í mínu herbergi, með mitt dót og mitt drasl. Hljómar kannski svoldið eigingjarnt og það er það! Mér er nokk sama :) Það finnst þetta öllum....
Eins og ég segi: Heima er best!

Sambloggarinn minn er svo on fire að hálfa er skvo hellingur ;) Búin að blogga 3 færslur á stuttum tíma. Gerist varla betra ;)

Og Guðbjörg varðandi síðustu færsluna langar mig svoldið að benda á að þetta er stór afbrotamaður (í raun barnaníðingur) og á svona skilið (& I qout you "Bara svo það sé a hreinu þá er þetta mín skoðun og hún þarf auðvitað ekki að endurspegla mat þjóðarinnar. ") Ég virði alveg að fólk á að eiga sitt einkalíf og þetta er eflaust brot á einhverjum mannréttindum. En maðurinn hefur að mínu mati afsalað sér þeim rétti þegar hann braut á varnalausum börnum og svívirti og í raun rændi þeirra barndómi...... ætla ekkert að skrifa meira um þetta, gæti misst út úr mér eitthvað sem ég mun eflaust sjá eftir og fólk misskilja......það er mikið um það þessa daganna......


Ég vona innilega að allir hafi haft það gott yfir hátíðirnar, ég gerði það allavega :)
Skrítið að hugsa til þessa að jólin verða búin eftir sirka 4 og 1/2 tíma.....pælið aðeins í því ;)

Jáh, mín bara byrjuð í skólanum aftur. Verð að viðurkenna það að það er svoldið skrítið. Ég er pínu lost, svona eins og maður var þegar maður kom fyrst í skólann í fyrsta bekk. Samt skrítið að ég sé pínu lost. Því ég er nú ekki búin að vera það lengi í burtu og hef verið þarna áður. Held bara að ég sé búin að magna upp þennan kvíða. Síðan var maður bara lagður í einelti á fyrsta skóladeginum, látið mann bregða úr sé líftóruna og svo gert gis að peysunni manns. Sagt að fara úr henni og ég veit ekki hvað... Kannast einhver við þetta? HAAA?? Karitas?!?!?! ;) hehe

Jæja svo jæja sagði kötturinn og fór að hlæja.....
Ég ætla bara að kveðja að sinni. Ætla að fara að læra, jáh maður verður að vera duglegur ;) ........ svona til að byrja með ;) múúúhahahaha ..................
--{-@ *Kossar&Knús* @-}--

Engin ummæli: