laugardagur, febrúar 11, 2006

Omega 3 og pæling ...

Ég heyrði það í "Ísland í bítið" og í fréttum í síðustu viku að það væru nýjar rannsóknir (erlendar að sjálfsögðu!!) sem sýndu það og almost sönnuðu að omega 3 fitusýrur (ef það höfðu ekki líka verið omega 9 fitusýrur) sem voru mjög nauðsynlegar fyrir ófrískar konur. Þessar fitusýrur eru, samkvæmt rannsóknum, mjög mikilvægar fyrir fóstur/börn í móðurkviði. Rannsóknirnar sýndu að börn sem ekki hefðu fengið nóg af þessum omega fitusýrum í móðurkviði eignuðust ekki eins marga vini, væru ekki eins félagslind né með einhverja svaðalega greindarvísitölu en börn sem höfðu fengið nóg af þessum sýrum væru alveg tipp topp krakkar. Þessar fitusýrur má m.a. finna í fiski. Ég viðurkenni það að mér líkar ekkert rosalega mikið við fisk, því miður, mér finnst hann lítið góður, eiginlega ekkert góður ... en ég samt sem áður læt mig hafa það að eta hann þegar hann er á borðum. Ég fór, í kjölfar þessara rannsókna, að pæla hvort krakkinn minn yrði þá bara heimskur, eignaðist enga vini og yrði bara innipúki, sá það nú ekki fyrir mér sem eitthvað gott! En ég sá ljósið einn morguninn þegar ég var að borða morgunmatinn og skella ofan í mig lýsi. Í lýsi eru omega 3 fitusýrur. Þannig krakkinn minn, samkvæmt þessum rannsóknum, ætti að verða félagslindur, greindur og vinamargur... eins og mamma sín ;) haha

Ég fór að pæla í einu um daginn, ég hef verið að lesa á einhverjum heimasíðum að þegar krakkar sem hafa flutt í burtu úr Víkinni og bara af Vestfjörðum eitthvert suður eða eitthvert ... þá finnst þeim alveg ömurlegt að koma hingað aftur !! "Hér er svo ömurlegt, enginn nýr flytur hingað, alltaf sama fólkið sem er leiðinlegt eða hefur staðnað í þroska, ekkert að gera, ekkert nema leiðindi" og ég veit ekki hvað og hvað!! Ég verð að segja að ef fólki finnst leiðinlegt hérna og ekkert að gera þá er það ekki sjálfum sér nægt! Það finnur sér alltaf eitthvað að gera í RVK til dæmis ... reyndar þá er ekki sama úrvalið hér og þar, viðurkenni það, fúslega ;) en það er nóg að gera hérna, allavega ef maður er nógu skemmtilegur þá er ekkert mál að finna sér eitthvað að gera.
Ég fór þá líka einnig að pæla, ætli það sé þá þannig að krakkar sem flytja héðan líta þá á okkur hin, hetjurnar sem búum hérna ennþá, sem einhverja aumingja eða eitthvað að fara ekki ?! mér er svo sem sama hvað fólki finnst um mig, hef alltaf verið sama ... en þetta er pæling.
Krakkar sem hafið flutt a brott, hvað finnst ykkur ?
Mér líður fínt hérna í Víkinni og ég held að ég fari ekkert héðan næsta árið allavega, þó svo að það komi stundum smá fiðringur í mann að skella öllu uppí kæruleysi og fara ... en hér er best að vera ;)

je minn ... einn og hálfur í Hafþór "Silvíu Nótt" hann var að máta búninginn sem ég hef verið að reyna að finna til á hann áðan, shejtturinn hvað ég hló!!! Ég er búin að fá það í gegn að fá að hafa upptökuvélina með,því þetta atriði verður örugglega ódaulegt. svei mér þá, ég reyni að taka mynd af kalli og sýni ykkur, en hey, í hverju á ég að fara ?!!

-guðbjörg-

Engin ummæli: