mánudagur, febrúar 27, 2006

Bolla bolla bolla

Ég bakaði engar bollur, ég treysti á það að mér yrði boðið í bollur á æskuheimili mitt númer 2, heim til Veru, í bollur eftir Deddu. En þá fattaði ég að hún er í burtu (Dedda sko, nema hún sé komin heim, hmm...) . Ég fer í kaffi til ömmu, ekki er það nú slæmt. Ég gerði tilraun til þess að baka bollur í fyrra, en það var ekki að ganga, þær fóru allar í ruslið um leið og þær komu út úr ofninum.

ja hérna ... ég fór hjá mér, missti nokkur slög og roðnaði þegar ég kíkti á síðuna núna rétt í þessu og sá þennan líka þvílíka banner blasa við!! Það er ekkert smá :) Vera mín þú átt hrós skilið honey :D :* :*

Það er fyrsti í hvíld í dag. Engin vinna bara hanga með tærnar uppí loftið ;) Reyndar þá get ég dundað mér við alveg fullt af hlutum, þannig ekki hafa neinar áhyggjur af mér krakkar mínir, ég er góð.
Það er very nice veður úti ... svei mér þá! Ekki væri nú slæmt að vera komin með barnavagninn út (með einu stykki barni í, auðvitað ;)) og taka göngutúr í góða veðrinu !! vei vei ... allt að styttast, föstudagurinn 3.mars, eftir þann dag fer ég að bíða ;)

Ég verð samt að viðurkenna það að ég saknaði þess að fara ekki í vinnu í morgun. Sá Sigurbjörgina mín og Siggu koma og fara ur kaffi í morgun! Söknuðurinn alveg að fara með mann. Ég verð samt að votta Sigurbjörgu samúð mína því ef ég þekki kerlingarnar á kaffistofunni rétt, þá soga þær allar líftóru úr sigurbjörgu og spyrja örugglega á hverjum degi núna hér eftir hvort það sé eitthvað að frétta af ... mér! ojjj....

En jæja ... hafið það sem best í dag krakkar mínir. skemmtið ykkur. Er það svo ekki miðilsfundur í kvöld? tjékka á þeim ded ?! held það nú ...

-guðbjörg-

Engin ummæli: