... nei ótrúlegt en satt þá er ég ekkert sú hressasta! Ég er rétt að geta lyft höfðinu upp frá koddanum síðan ég lagðist uppí rúm eftir vinnu kl. 12. Ég græddi aðeins meira en fjör og skemmtun í pottnum á laugardaginn, ég græddi líka þetta skemmtilega kvef sem er við það að gera útaf við mig. Liggja uppí rúmi í dag og passa að mér verði ekki kalt, þá reddast þetta. Ég ætti kannski að tuða og vera eins góð við mig og ég var við minn heitt elskaða þegar hann fékk skemmtilegt kvef um daginn ... ég held hann hafi ekki fengið frið fyrir mér : "Gunnar ertu með eitthvað um hálsinn?!", "Gunnar, er þér kalt?", "Gunnar hafðu sæng!" ... ég er svo góðhjörtuð :) núna þarf ég að éta þessar setningar ofaní mig.
Ég er alveg búin að sjá það að ég hef lítinn tíma til þess að fara að eiga! Sólrisa MÍ hefst á föstudaginn og ég verð að segja að alla næstu viku er eitt og annað sem ég persónulega er alveg til í að kíkja á. Ég fer á frumsýningu leikritsins "Hið ljúfa líf" er búin að panta mið og alles klar! svo leiðir tíminn það í ljós hvort ég geti sótt einhverja fleiri viðburði! :D
Annars er the bumbubúi ready to go ef til þess kemur, höfuðið alveg orðið skorðað í grindina og því finn ég alveg mátulega fyrir ;) Skrítin tilfinning þegar maður er í göngutúr og svona ... En það er c.a. ein og hálf vika eftir þá rennur 3.mars upp og þá fer ég að reka á eftir krakkanum ef hann verður ekki búinn að koma sér út ;) En ég finn það vel að þetta er allt að styttast ... það eru ekki nema þrjár vikur þar til ég sé múttu mína, þetta er síðasta vinnuvikan mín og svo gerir bumban ekkert annað að stækka og ef ég væri kjáni þá væri ég farin að halda það að ég væri við það að springa!
Ein pæling svona í lokin ... Trúið þið á örlög ? Þið vitið, trúið þið því að allt það sem maður lendir í og verður fyrir á ævinni að það sé til hrein og klár skýring á því? Fór að pæla í þessu um daginn ...
-guðbjörg-
mánudagur, febrúar 20, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli