föstudagur, febrúar 24, 2006

Ég er hætt ...

... að vinna!
Síðasta vinnudeginum er lokið eins og ekkert sé, hann var nú bara ansi rólegur þar sem það er verið að taka nýja pökkunarlínu í gagnið. Ostahornin sem ég bakaði fóru vel í liðið, mikið ofboðslega eiga þau eftir að sakna mín, og ég þeirra. össs ....
Talandi um að vinna á æðislegum vinnustað, þá hringdi einn yfirmaðurinn í mig áðan :"Guðbjörg, ég hafði ekki hugmynd um að þú værir að hætta!" :D "...Ég ætlaði bara að hringja í þig til þess að þakka fyrir samstarfið og svona ..." mér fannst þetta bara æðislegt að fá símtal frá honum og spjalla, en eins og ég segi þá þarf lítið til að kæta mig þessa dagana og gera hlutina æðislega í kringum mig ;)

En shit ég lagði mig áðan og meðan ég lá uppí rúminu minu þá varð mér allt í einu ljóst að ég væri hætt að vinna!! núna tæki bara við afslöppun, dund og eitthvað bara eitthvað! ég fékk tár í augun þegar ég fattaði það. plús það þá núna þarf ég að hafa mikið fyrir því að hitta fólk á daginn, eins og flestir vita þá er ég MIKIL félagsvera og líður best í kringum fólk. Þetta verður eitthvað, ætli ég muni ekki skrifa hundrað færslur hérna inn á dag og kíkja inní menntaskóla á hádegisviðburðina og svona .. sólrisa MÍ er alveg að bjarga mér, fullt af viðburðum sem mig langar að sjá og kíkja á. Ég er búin að biðja væntanlegan erfingja minn að vera ekkert að koma í heiminn fyrr en fimmta mars eitthvað svoleiðis, en ég veit að erfingjinn verður ekkert að hlusta á mig og kemur bara þegar hann vill og þegar honum hentar!!

En ég er að fara á frumsýningu leikritsins "Hið júfa líf" í fylgd með fullt af vinum í kvöld!! Mikið hlakka ég til :D Ég mæli eindregið með því að fólk kynni sér dagskrá sólrisunnar á heimasíðu
hennar : solrisa.is

-guðbjörg-

Engin ummæli: