þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Allt að gerast .... !!

Ég ætla að byrja þetta blogg á því að senda ömmu minni Guggu afmæliskveðju. Kerlan er á besta aldri og er alveg glimrandi, alltaf í urrandi stuði hún amma :) Til hamingju með daginn elsku amma mín og nafna :*

Það er lítið að frétta af þessum bænum get ég sagt ykkur lesendur góðir !!
Ég fór í svokallaða ómskoðun (sónar sl.fimmtudag) og mér til halds og traust var hann Gunnar minn. Í skoðuninni komumst við, verðandi foreldrar, að því að þetta er og verður stærðarinnar krakki (sem kemur reyndar ekkert á óvart ef miðað er við stærð foreldra barnsins!), ef marka má mælingar kerlingarinnar sem skoðaði "okkur" barnið. Hún reiknaði það út að það væri orðið 2850 grömm að þyngd (meðalstórbörn eru að fæðast í kringum 3000 gr. að þyngd, eða eikkað álika) þannig að það er kannski orðið eitthvað um 12merkur (ein mörk er rúmlega 250gr.). Núna síðustu vikurnar þá mun það þyngjast/stækka um 250grömm ... per week !!! Þannig ég er kannski að fara að koma 14-16 marka barni út um mitt heilaga. Ég er samt ekkert að botna í þessu gramma og marka tali, þannig ég hætti því núna, þetta var bara svona smá innslag fyrir frænkurnar sem eru útum allt land að lesa ;)
Svo eitt, barnið er farið að skorða sig, sem þýðir að það er farið að koma sér fyrir í grindinni (sum sé komið í þá stellingu sem það á að fæðast í) en það getur víst breyst og það segir ekkert til um hvenar það er væntanlegt í heiminn þó svo að það sé "lausskorðað" eins og ljósmóðirin sagði.
En shjetturinn titturinn mellan og hó*** það er ekkert smá hva kerlingarnar gera þegar þær eru að skoða mann, eða barnið eða what ever !! sem sagt í síðustu skoðun þá lagðist ég á bekkinn (þetta var fyrsti tíminn minn hjá ljósmóður á ísafirði, ég hef alltaf farið hér í Víkinni til hennar Ilmar) allavega ég lá á bekknum, leghálsinn var mældur(þið munið hvernig það var gert right?!), káfað á bumbunni og svona eitt og annað. Svo eftir smá tíma sagði ljósna :"núna athuga ég hverstu mikið barnið er búið að skorða sig, mörgum konum finnst þetta svoldið vont, þú segir bara til". Ég bara já já ... ekkert mál. Nú, konan sum sé (þetta verður kannski ekkert svakalega skemmtileg lýsing) fór með hendurnar, eða fingurnar þar sem nærbuxurnar eru, eða með öðrum orðum, svo ég skafi ekkert utan af hlutunum, þar sem skaphárin eru (kjánahrollur!!) og byrjar þar að ýta og pota, sem sagt grindin, eða staðurinn sem höfuðið á barninu er, er staðsett þar. Ekki meiddi ég mig neitt, en gvuð hvað mér fannst þetta alveg svaðalega óþæginlegt, ég fékk hvern kjánahrollinn á fætur öðrum þarna!!! Einu hugsanirnar sem komust að í höfðinu á mér voru ... ég fór í sturtu í gærkvöldi, ég skipti um nærföt í morgun, ég er í hreinum fötum, ég eða vinkona mín þarna niðri er fín (sum sé snyrt) og ég veit ekki hvað og hvað!!! En svo var þetta nú bara buið en pælingarnar hjá mér ekki afstaðnar!!!
Ég fór að pæla ... þegar ég er búin að eiga hvort ég megi vera í mínum eigin nærbuxum og nærfötum þegar ég ligg inni á spítalanum... eða þarf ég að fara í þessar klassísku "eign þvottahúsanna" nærbuxur sem eru á spítölum?! Ég man eftir því þegar ég fór í aðgerðina í sumar þá þurfti ég að afklæðast og fara í allt svona "eign þvottahúsanna" föt, og mér fannst það agalegt! Sérstaklega þegar það kom að því að fara í nærbuxur sem voru sko 10 númerum of stórar og þegar ég horfði á þær þá fór ég að pæla, hversu margir ætli hafi farið og verið í þessum naríum?! Ég gat ekki hugsað mér að fara í þær, en þegar ein kerlingin kom og rak mig í þær, þrátt fyrir bænir mínar um að fá að vera í mínum eigin naríum sem ég hafði farið í fyrir sirka klukkutíma, ég ný búin að fara í sturtu og ég veit ekki hvað og hvað varð ég að gjöra svo vel að klæðast þessum margnotuðu alltof stóru naríum, agalegt!! Þannig þá komist þið að enn einu persónulegu um mig... ég er með nærfata og heilagasvæðisfóbíu ... !!!

Nauh ... þetta er orðið alltof langt blogg ... svei mér þá, þið nennið ekkert að lesa þetta. Ég skelli inn myndum af bumbubúanum síðan í ómskoðuninni, sem eru heldur ... svartar... þegar ég get og einni af bumbunni sjálfri og mömmunni, das flóðhest ;)

Fleira var það ekki
-guðbjörg-

Engin ummæli: