miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Meira af EM 2006 :)



EM í handbolta heldur áfram ....shjeturinn hvað þetta er allt saman skemmtilegt og spennandi þegar okkar mönnum gengur vel og er farið að geta eitthvað meira en þeir gátu ;) Ég held að ég sé ekki að segja neina gloríu þegar ég segist telja þetta landslið eitt af þeim bestu sem viðhöfum telft fram!! svei mér þá.

Alveg er ég bara sár eða svona ohhhh yfir þeim fréttum að félagi Alexander Petersson sé úr leik af EM eftir að hann kjálkabrotnaði í leiknum í gær á móti Rússum! Pælið samt í ákveðninni og styrknum að kjálkabrotna á 22mín. fyrrihálfleiks og klára leikinn ... og standa sig eins og hetja. össs .... svo við getum grátið það aðeins meira hversu góðan leikmann við erum að missa heim þá er Peterson einn af þeim leikmönum (reyndar þá eru þeir bara tveir ef ég man rétt) sem hefur hvað oftast náð boltanum af andstæðingum sínum, hann hefur stolið boltanum 9 sinnum (vona að ég fari með rétta tölfræði hérna). En hvað um það, maður kemur í mannsstað. Vá ... ef Ísland myndi nú ná að taka Króatana ?!!?! ljúft ? ja há !!!

Ég vil benda á EM blogg Birkis Ívars landsliðsmarkvarðar .... og lesa þar sérstaklega eina færslu sem Ólafur Stefánsson skrifaði ...mér finnst hún snilld!! engar smá pælingar!

öö.... eitthvað fleira sem ég vil tjá mig um, já ... það eru ansi margir búnir að spyrja mig hvort krakkinn, barnið, sum sé barnið mitt .. eða hvort ég muni halda uppi svona barnalands heimasíðu fyrir það þá er svarið játandi. Samt sem áður þá verður hún ekki búin til eða auglýst fyrr en barnið er komið 100% heim :) þannig er það nú bara :)

-guðbjörg- ÍSLAND ÍSLAND ÍSLAND ÍSLAND

Engin ummæli: