Ég var víst búin að lofa því að setja inn myndir síðan ég fór í sónarinn og eina af bumbunni. Ég sé mjög takmarkað útúr þeim myndum sem ég fékk úr sónarnum, ég reyni að skýra þær eins vel út og ég get, svo þið kjánarnir getið sagt sjá eitthvað útúr þessu ;)
Þetta kemur nú eitthvað asnalega hérna hjá mér ... en allavega!! Núh ... Það sem gula örin bendir á, á að vera munnurinn .... það sem bláa örin bendir á, á að vera nefið ... og svo síðan en ekki síst þá er grænn hringur fyrir ofan bláu örina og það er sum sé augað. Þessi mynd er á hlið.
Þetta er allt svo óskiljanlegar myndir að ég set ekkert aðra hér inn .... eða hvað jú, ein án skýringa ;)
Þessi mynd hér til hægri á að sína hrygginn á barninu ... þið eigið alveg að geta séð hann út! hvít lína, ofarlega á myndinni og hann er einhvernveginn boginn ... þar sem hann endar, er höfuðið (hægramegin á enda myndarinna, fyrir miðju). Ég verð að viðurkenna það að ég þurfti að skoða þessar myndir alveg heilan helling til þess að ég sæi það almennilega út sem ég átti að sjá.
Þegar ég sýndi Önnu Margréti systur þessar myndir þá fékk ég aðeins skárra komment en þegar ég sýndi henni fyrstu myndirnar sem ég fékk (á sama tíma var eg að segja henni "að ég væri með barn í maganum". Þá sagði krakkinn ... En guðbjörg, þetta er alveg eins og HULK. WTF?! þessi systir mín.
Nú og svona í endan þá kemur ein bumbumynd sem tekin var í gær af mér sjálfri, þannig þið verðið að afsaka ef hún er ekki nógu góð fyrir ykkur ;)
En mikið ofboðslega er þetta orðið stórt!!! hlakka til að losna við þetta út úr mér ;) Hlakka frekar mikið til að sjá framan í litla krílið sem kemur bráðum í heiminn :D ví ví ...
einnig hlakka ég alveg gvöðdómlega til að fara að fá að hreyfa mig almennilega, taka á því í ræktinni :)
Næstu myndir sem þið sjáið af litla krílinu, verður það örugglega krumpað, rautt og grenjandi ... ný komið í heiminn :) fljótlega fljótlega .... vonandi, vonandi... enn þrjár vikur plús, mínus 2 vikur eða eikkað álíka too go ;)
Ég er hætt þessu barnablaðri ... hafið það sem best
-guðbjörg-
sunnudagur, febrúar 12, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli