föstudagur, febrúar 10, 2006

Bara fyrir þig ... Guðríður Bing ;)

Já ... það er aldeilis, ég blogga þegar beðið er um blogg. Þannig er það nú bara, maður þarf nú að fullnægja óskum aðdáenda, right ?! ;) hehe ....

Það er fullt um að ske á helginni, sem er fínt fyrir mig, þar sem dagarnir hjá mér eru oftast frekar litlausir ;)
en í kvöld er kjallarakeppni á el Kjallaroz, sú skemmtun mun ekki klikka og reikna ég fastlega með því að láta sjá mig þar! Nemar MÍ eru svo að fara að halda árshátíð, ekki amarlegt það. nú svo eru hestamenn bolungarvíkur (meðlimir Gnýs) að fara að blóta þorrann. Allt að ske.
Ég mun skella mér í bumbusparidress á morgun og fara á þorrablót Grunnvíkinga, ég er ekki ómerkilegri manneskja en það að vera Grunnvíkingur!! Ég hlakka til að fara á þá skemmtun þar sem karl faðir minn er í skemmtinefnd og ég trúi svo á karl föður minn að ég trúi ekki nema öðru en að það verði alveg toutelle skemmtun. Sérstaklega þar sem hann er mikið búinn að vera að stútera lagið með Silvíu Nótt !?!?!
Svo fer nú að koma að Sólrisuhátíðinni hjá MÍ. Vá... ég sakna þess stundum að vera ekki enn í skólanum, ég man hvað þessi tími í fyrra var geba skemmtilegur, nóg að gera, stress og sjáanlegur árangur eftir mikla og erfiða vinnu! Ekki skemmdi að allur peningavandi sem áður var þekktur sást ekki !! elska það.
Ég er kominn með millilið í það verkefni að redda mér miða á frumsýningu leikritsins þann 24.febrúar, viku áður enn ég er sett, ég vona að það verði ekki ég sem taki að mér frumsýningarhrekkinn og missi vatnið eða eikkað álíka í miðri sýningu ;) ahaha .... svo er það söngkeppni (N)MÍ, ég hef heyrt að það verði eitthvað svipað atriði í boði eins og Sigurbjörg "ruslana" gerði svo eftirminnilegt í fyrra með hjálp úrvals dansara ;)
sjhetturinn ... þetta er alveg megneð!!

Ég væri samt mikið til í að skella mér suður á sýningu Versló, "Á tjá og tundri", skemmtilegt myndbandið , sem þau hafa gert!! Do litle dance, make litle love, get down tonight ... !!!
Ég er búin að taka eftir því að það eru margir í kringum mig að fara eitthvað, til útlanda (lang lang lang flestir), Reykjavíkur og eitthvað spennandi ... Ég er með það á planinu að fara á fæðingadeildina innan fimm vikna ;) hell yeah... mest spennandi það !! :D

Aji ég er búin að rita nóg af vitleysu... ég er farin að gera eitthvað ... eitthvað uppbyggjandi ;)

-guðbjörg-

Engin ummæli: