þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Náttbuxnarsamvaxningur að ganga....??

Tja ég skal nú segja ykkur það..... ég hef bara ekkert að segja!
Fannst bara tímabært að blogga, verður maður ekki gera þetta að minnsta kosti vikufresti!?! Neih, maður spyr sig! :)
Ég þarf allavega ekki að hafa áhyggjur af því að síðan leggist niður í bráð, Guðbjörg sér alveg um að halda henni uppfærði. Enda stúlkan svo helv... dugleg :) hehe

Foreldrar mínur fóru suður á laugardaginn, þau eru að fara til Kanarí á morgun (the lucky bastards ;) ...). Amma og Afi eru líka að fara, og svo Jón og Solla... Síðan fara hin amma mín og afi (frá rvk) á þriðjudaginn næsta. Það eru einfaldlega allir að fara til Kanarí. Ég myndi allavega ekki slá hendinni á móti því, ef mér yrði boðið það er að segja ;) hehe

Jáh, Einar bróðir kom vestur á laugardaginn. (Fæ sem sagt ekkert að vera bara alein heima með Heklu) Hann segist ætla að passa mig, veit ekki alveg fyrir hverju =) hehe.... En það er nú voðalega gott að fá kauða heim.

Er samt að velta því fyrir mér hvort svona náttbuxnarsamvaxningar séu að ganga. Las það nebblega á blogginu hennar Ingu að náttbuxurnar hennar límdust bara við hana yfir mest alla helgina! Einar er nebblega búin að vera í sínum "sluggs"/nátt- buxum nánast ALLA helgina!?! Held að hann hafi einu sinni farið í gallabuxur og það var á sunnudaginn þegar hann skrapp til Hödda bró.... :) hehe

Jáh svo tók ég eftir því að ég hef barasta ekkert sagt frá því að stelpan sé að fara til Mallorca í ágúst!! Pælum aðeins í því :-D hehe.... Förum út 10.ágúst!!!
Ég er að fara með fríðuföruneyti; Gunnu Dóru og Ingu Láru :) Hlakka ekkert smá til :-D vííí
Inga er búin að skipa mig sem einhvern skemmtanastjóra, held að það verður nú lítið mál. Alltaf gaman þegar við erum saman :) hehe... Við verðum á ströndinni Alcudia og á hóteli sem heitir Pariso de Alcudia Þetta er s.s Hótelið okkar ---->



Tja, hverju fleiri get ég svo "logið" að ykkur;) hehe...

Jáh, Ég var að vonast til að fara suður um helgina og aðalega í þeim tilgangi að hitta kærastan minn :* , en það fara alltaf minnkandi líkur á því......ekki gott!! :o/

Ætla ekkert að hafa þetta lengra í bili..... Ætla koma mér úr skólanum :) hehe
- Veran out -

Engin ummæli: