sunnudagur, desember 31, 2006

Árið 2006..

....senn líður á lokum á árinu 2006 aðeins c.a 8 klst eftir. Er ekki frá því að ég eigi eftir að sakna ársins. Fannst þetta hafa liðið heldur of fljótt ef ég á að segja alveg eins og er :o/ Við stöllur vorum heldur lélegar í blogginu þetta árið. Einhver lægð hjá okkur ;) En ef til vill verður mitt áramótaheit að blogga oftar á nýju ári. Hvur veit! :op

Er að spá í að ljúka þessu blogg ári með smá annál, er það ekki svoldið "inn" í dag ;) hehe... Ætla nú bara að stikla á stóru. Man hvort sem er ekkert allt ;) tíhí... Læt kannski eina mynd fylgja hverjum mánuði :op

Janúar; Hmm....Hvar skal byrja....Erró kom í líf mitt. Aww þessi eska! Hefur gert líf mitt 1000x auðveldara :* Byrjaði mína næst síðustu önn í MÍ!




Febrúar; Stelpan gerðist búningadama hjá LMÍ, jáh aldrei of seint í rassin gripið að taka þátt í félagslífinu - enda var þetta magnað ;) Geggjað kvennafjör sem byrjaði í pottinum hjá afa og ömmu Bertu! LOVE IT! :-D



Mars; 9.mars stendur MJÖG upp úr þegar ég hugsa til baka. Þá fæddist yndislega dúllan mín hún Margrét :* Váh! svo magnað að besta vinkona mín sé mamma! Finnst það enn í dag! og á örugglega alltaf eftir að finnast það! Enda er hún svo mögnuð! Love you :* Ég hitti dömuna reyndar ekki fyrr en hún var orðin viku gömul! Jáh ég var víst svo spennt að ég fór yfir um og nældi mér í flensu :o/ En biðin var svo þess virði :-D Svo má nú ekki gleyma afmæli Rúnars og Bjarna í kjallaranum ;) Svo annað leiklistarpartý ;) tíhí




Apríl; Náttúrulega AÐAL mánuðirnn og byrjaði hann sko með trompi eða akkúrat á 1 degi aprílmánuðar. Stúlkan varð 21.árs! :-D Á páskunm hitti ég Ásgeir svo eftir 3.mánaðar fjarveru ;) Amma hélt upp á afmælið sitt. Kíkti á aldrei fór ég suður á ísó og var rúntandi um með henni Ingu Láru um kvöldið. Magnað :)
Héldum suprice-kveðjuhóf fyrir Sigurbjörgu. Ekkert smá gaman og ég & Berta aldrei verið eins öflugar á myndavélinni eins og þá :) hehe... Svo var einni Dimmisjon


Maí; Kláraði prófin í MÍ. Kláraði mína síðustu vinnudaga í FSÍ. Keyrði svo austur til Egilsstaða á vit ævintýrana og að elta kjallinn ;) Byrjaði minn fyrsta vinnudag hjá HSA - Egilsstöðum, með mikinn kvíðahnút í maganum og full tilhlökkunar :)




Júní og júlí; Smá heimþrá, enda mikil mömmu/pabba stelpa og hef aldrei búið nema hjá þeim ;) En einkenndis aðalegat af vinnu sem mér líkaði mjög vel við og fólkið var æðislegt! :) notaleg heitum, skoða umhverfið. Búsetu með tveimur vitleysingum ;) (sem mér þykir samt mjög væntum :* hehe).



Ágúst; Kláraði mínu síðustu daga hjá HSA. Pakkaði öllu niður því stelpan var að flytja heim með stuttu stoppi á Mallorca!! :-D híhí... Hef aldrei á ævinn verið eins sterk (burt séð frá smá kvörtun) bar niður rúm ,með smá hjálp ;) ehe, af þriðju hæð. Og ég veit ekki hvað og hvað! Er kraftakelling út í gegn ;) Síðan var það Mallorca í 2 vikur! Love it! Svo skemtilegt! Váh! Brosi allan hringinn :-D Veit að Gunna Dóra og Einar skemmtu sér líka vel; "Where are your girlfriends" ;) hehe....Síðan hófst mín ALLRA ALLRA SÍÐASTA önn í MÍ :-D







September; Einnkenndist af skóla, hittingi hjá okkur vinunum. Afmæli hjá Kristínu Ólafs og jáh ég er tóm :op hehe


Október; 3.okt -versti dagur lífs míns. Og eini ljósi punkturinn í þessum mánuði var 10.okt Mamma og pabbi 30.ára brúðkaupsafmæli. Amma og Afi 50.ára brúðkaupsafmæli. :-D Gefur manni von ;) Kort fengið í íþró og tekið út mikla ork sem vissi ekki að ég ætti til :op


Nóvember; Fórum suður til að halda upp á brúðkaupsafmæli ömmu og afa. Gistum á hótel Rangá! Just love it! Fórum á jólahlaðborð þar....nammm......*slef*... Var dugleg að fara í íþróttahúsið og út að skemmta mér (með og án áfengis nota bene ;)..) Síðan þetta daglega; skóli.






Desember; Hófst mín síðasta prótíð í MÍ! Mikið stress! Sem er að baki og enn þá meiri ánægja! Stelpan náði fjarnámsfrönskunni með þvílíkum glæsibrag ;) hehe.... Jóla-vina-hittingur 16.des GG* ;) hoho Ball á Krúsinn þar sem ég bókstaflega dansaði af mér fæturnar - gat varla gengið daginn eftir. 20.des, THE DAY, stelpan sett stolt upp hvítan koll! Og brosti hringinn í marga daga og brosir enn ;) Æðislegur dagur út í gegn! :* Svo komu jólin, awww,jólin. Þau voru yndisleg en samt svo skrítin :) Annars einkenndist desember að því að ég uppgvötaði ýmslegt um mig sjálfa og aðra. Ég gerði hluti sem ég bjóst aldrei við að ég myndi þora að gera eða einfaldlega geta gert!









Árið í heild sinni hefur verið viðburðarríkt á mörgum sviðum, enda hef ég þroskast mjög mikið á þessu ári og er ég yfir heildina séð mjög ánægð með það :-D


Síðustu orð mín á þessu ári á þessu bloggi verða;
Takk fyrir allt gamalt og gott kæru lesendur! Eigið æðisleg áramót, gangið hægt í gegnum gleðinnar dyr! (2007 let's bring it!)
GLEÐILEGT NÝTT ÁR!!!

föstudagur, desember 29, 2006

Það er komið að mér ...

Gleðilega hátíð allir saman!

*Óvænt djamm þann 22. desember, myndir á AÐALMYNDASÍÐUNNI.
*Jólin, sem og afmælið mitt, voru æðisleg!! Vá ó vá ...
*Annan í jólum djammið og ballið var alveg glimrandi. GÓÐ SKEMMTUN.
*Kalli Hallgríms. á Kjallaranum í kvöld, allir að skella sér.
*Fótboltamót á morgun ... þar verða úrvals lið á ferð!

Aji ... ég nenni þessu ekki ;)

sunnudagur, desember 24, 2006

Litla Jólabarnið á ammæli ;)

Krúttan mín á afmæli!! :*:*
Jáh engin önnur en Guðbjörg Stefanía á afmæli í dag! MILF-in sjálf ;) Ætla nota tækifærið þar sem ég er vakndi og óska henni innilega til hamingju með daginn! Knúsa þig í ræmur á morgun!! SÆTA SÆTA!! Hafðu það sem allra allra best á morgun. LOVE YA!!! :*:*:*:*

föstudagur, desember 22, 2006

Tími komin á blogg....



Jæja er ekki komin tími á blogg! :)
Mikið vatn runnið til sjávar síðan síðast! Stelpan orðin stúdent! :) Já sei sei já! Þetta gat hún! Ótrúlegt en satt :) hehe...

Dagurinn var hreint út sagt ÆÐI!! Brosið fór ekki af mér og er þarna enn þá! :-D Langar að nota tækifærið og þakka kærlega fyrir mig; allar kveðjurnar, gjafirnar :* Hreint út sagt æðipæði! Svo langar mig líka að nota tækifærið og þakka mömmu&pabba fyrir veisluna! Hún var ekkert smá flott! Svo má líka koma því að þau gáfu mér þennan fallega búning sem ég er í þarna myndinni :) Búin að vera að safna þessu síðan ég fermdist! Ekkert smá flottur og mér leið eins og prinssessu allan daginn :-D

Annars er lítið að frétta á þessum bænum. Styttist óðfluga í jólin og afmæli hjá vissri Gyðju ;) Síðan má ekki gleyma að það er Stebbu stelpu-dagur í dag! Jáh mikið rétt, hún Stebba okkar á afmæli og samkvæmt henni er hún ávalt 15.ára í anda ;) hehe.. Innilega til hamingju með daginn elsku Stebba okkar; kossar og knús frá Gyðjunum :* :*

miðvikudagur, desember 20, 2006

!! Vera stúdent !!

Besta vinkonan og sæta gydjan hún Vera Dögg Snorradóttir er orðin stúdent! Ég held ég geti aldrei óskað þér nógu oft til hamingju með áfangann, til hamingju, til hamingju, til hamingju, til hamingju ........ Þetta er BARA frábært :D Sjáið hvað stelpan er BARA flott með svona hvítan koll.
Kveðja frá gydjusambloggaravinkonu þinni Guðbjörgu!!!

þriðjudagur, desember 19, 2006

Á morgun....

.....Mun ég syngja þetta lag með svo miklu stolti og ánægju! Ég er að springa!!! :-D
:: Gaudeamus igitur
juvenes dum sumus ::
Post jucundam juventutem
post molestam senectutem
:: Nos habebit humus ::

Kætumst meðan kostur er
knárra sveina flokkur.
Kætumst meðan kostur er
knárra meyja flokkur.
Æskan líður ung og fjörleg
ellin bíður þung og hrörleg
:: Moldin eignast okkur ::

mánudagur, desember 18, 2006

Dagurinn í dag ...

... ég er frekar súr útaf veðrinu! Það eru ekki jól nema það komi ekta jólasnjókoma á aðfangadag, ég sé það ekki alveg fyrir mér gerast þetta árið, ef marka má veðurspána. Dem ...

Helgin var góð! Laugardagskvölið var GG sem sagt geðveikt eða eitthvað. Góður matur og góður félagsskapur er ávísun á gott kvöld. Það eru komnar myndir frá þessu fína kvöldi á Aðalmyndasíðuna okkar, þið biðjið bara um lykilorðið ef þess er þörf!

*Vera er að verða stúdent eftir tvo daga.
*Sigurbjörg er væntanleg á Vestfirðina á fimmtudaginn
*Eva Ólöf og hennar maður eru einnig væntanleg á næstu dögum!
*Stebba stelpa á afmæli á föstudaginn
*Ekki má gleyma aðfangadegi jóla á sunnudaginn sem og afmælisdegi mínum!
*Djamm annan í jólum
.... Það er hægt að leyfa sér að hlakka til margs þessa dagana.

Ég ætla að nýta tækifærið að monta mig og óska stóru systur minni henni Helgu Björg enn og aftur hjartanlega til hamingju með nýja jobið ;) Aðstoðarmanneskja framkvæmdarstjóra Norðuráls er sko ekkert slor staða!! Stelpan verður ein af þeim "stóru" :) össss ....

sunnudagur, desember 17, 2006

AMMÆLI!!!!!!

[Myndin var tekin í afmælinu hennar Kristínar Ólafs og auðvitað þurfti Karitas að troða sér inn á myndina. Þetta er sum sé hendin hennar ;)]
Dúllan okkar hann Hemmi á afmæli í dag :-D Viljum við Gyðjunar óska honum innilega til hammó með ammó! :* Gaman að segja frá því að við erum einmitt að fara í kaffi til kauða eftir nokkrar mín :-D Kysstum hann nú samt á djamminu í gær ;) En elsku besti Hemmi okkar hafðu það uber gott á afmælisdaginn! Við elskum þig! :*

laugardagur, desember 16, 2006

Jólaálfar A.T.H



  • Húsið opnar kl 18:30
  • Vinsamlegast verið komin fyrir 19:00 - forréttur verður framreiddur fjótlega upp úr 19:00 .....þ.e.a.s. ef allt gengur eftir óskum ;) hehe
  • Elska ykkar :* og hlakka mega mikið til að hitta ykkur ;)
  • GLEÐI - GLEÐI - GLEÐI :-D

fimmtudagur, desember 14, 2006

Besti dagur lífs míns....!!!!

Í dag er besti dagur lífs minns (hingað til). Í dag fékk ég að vita að ég náði frönsku 403 (fjarnámið) og lokaeinkunin mín var 7!! Ég er svo ánægð að ég er að springa!! Núna er ég sko hátt upp! I'm HIGH!!! :D :D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D:D

miðvikudagur, desember 13, 2006

Biðin endalausa.....

Vissi ekki að bíða eftir einum litlum hlut eins og e-maili gæti verið svona STRESSANDI!!!!!!!!

þriðjudagur, desember 12, 2006

Bond, James Bond...

Mig skortir orð. Casino Royale var ÆÐISLEG!! Ég varð sko ekki fyrir vonbrigðum með Daniel Craig sem Bondinn. Viðurkenni það alveg að ég var efins þegar tilkynnt var að hann yrði næsti James. Stór fótspor sem hann þurfti að feta í en hann gerði það sko með stakri príði....Þessi Bond var sko harður nagli!
Og jerimíasogjólaskór hvað hann er HOT eruð þið að ná því!! GRRRRrrrrr hann má sko shake me any day ;) Augun í manninum! OH! To die for! Hef aldrei á ævinni séð svona flott augu! Eins og demantar! Ég veit sko pott þétt hvað mig mun dreyma í nótt......Mmmm ;)
Læt fylgja nokkrar myndir með svo þið skiljið hvað ég við;









mánudagur, desember 11, 2006

Virðing, kurteisi, tillitssemi ...

Erum við íslendingar búnir að týna öllu sem kallast virðing, kurteisi eða tillitssemi ?! ég á ekki til orð.
*þessi færsla er undir áhrifum frétta dagsins um tillitsleisi ökumanna um Vesturlandsveg þegar hræðilegt umferðarslys varð!*

Tiltekt...

..... Þegar ég tek til, þá á ég það til að gramsa í dótinu mín. En ekki hvað. Ég á MIKIÐ dót.
Síðan uppgötva ég ýmsar minningar sem ylja mér um hjartarætur. Þið getið ekki ímyndað ykkur hlutina sem ég geymi. Fyrir ókunnug augu er þetta einfaldlega drasl sem má missa sig. En mínum augum eru þetta gullmolar, molar sem sýna mér; Hver ég var - Hvert ég fór - Með hverjum sú ferð var - Hver ég er í dag. Gamlir tímar eiga að ylja manni um hjartaræturnar. Margt að þessu sem ég geymi hefur einnig slæmar minningar í bland við þær góðu að baki sér. En þeir hlutir geymi ég til að minna mig á mistökin sem ég hef gert. Því enginn er fullkominn. Ég sé stundum hversu græn ég hef verið. Ég sé eftir mörgu, en mistök eru svo sannarlega til að læra af þeim, án þeirra væri lífið boring. Ég trúi svo sannarlega á Karma; What goes around comes around...

En í dag hef ég svo margt til að hlakka til;
- fá útkomunar úr prófunum (koma svo allir krossleggja fingur)
- Meiri tiltekt og jóla-skemmtileg-heit :)
- Búðaráp með mínum sambloggara :)
- Klipping + Litun....Awww það verður svo nice :)
- Jólahittingurinn á laugardaginn (Ég og Jói erum á FULLU að undirbúa og við erum að DEYJA úr spennu) :)
- Vonandi útskrift EF allt gengur eftir óskum.
- Vinna á þorláks.kvöld og aðfangadag (jáh ég er skrítin, en ég ELSKA vinuna mína!)
- Jólunum! Djamm annan í jólum :)
- ÁRAMÓTIN!! Þá verður sko tekið á því :)
- Nýtt ár gengur í garð með öllu því sem ég ætla að gera, sem er óljóst í augnablikinu en skýrist allt með tímanum! :)

Ég er einfaldlega ástfangin af lífinu! :*

Þetta er svo glimrandi

Ég verð að blogga þegar síðan er orðin svona gasalega fín :D hún er trúttleg ... skemmtilegt að hafa svona mynd af okkur stöllum til hliðar og svona. Það er ekkert venjulegt hvað við myndumst vel. Eitthvað verður tekið af myndum á laugardaginn held ég ... obobobob!!
Shit hvað ég hlakka til á laugardaginn!

Ég er búin að skrifa jólakort ... eða þau sem ég þarf að senda út fyrir landsteinana! Það er ekkert venjulegt hvað mig langar að kíkja á mömmu og Clemens í Hollandið maður, úfff!!! Ég verð að setja myndir frá Hollandi og video frá James Blunt tónleikunum á aðalmyndasíðuna, við tækifæri, svo þið vitið hvað ég er að tala um :)

Jæja ... ég er búin að blogga þegar þetta er orðið svona flott, það er að segja síðan.

JÓLAFRÍ..........

.....þangað til annað kemur í ljós! ;)

Okei síðan er breytt, langaði samt ekkert að breyta henni eeen varð.... Böggandi að sjá ekki íslenskustafina. Og ef svo leiðinlega skildi vera að þið sæjuð þá ekki núna. Veit ég einfaldlega ekki hvernig hægt sé að breyta því nema með því að fara page og encoding - Unicode (UTF-8)...

Þetta fór allt í rugl... Sorry Guðbjörg eina sem ég gat gert var þetta :o/

Síðan er ekki hægt að hafa haloscan-commentakerfið því þetta er ekki í HTML formi. Asnalegt að þurfa að vera skráður hjá blogger til að geta commentað...
DJÖ!! Þoli ekki svona. En þetta er samt "einfaldara" fyrir þá sem eru ekki klárir á HTML sem ég var orðin nokkuð klár í... Aji þetta er leiðinlegt....Sorgar dagur....

En endilega látið mig vita hvort þið þurfið að breyta stillingunum hjá ykkur til að get lesið íslenskustafina. Ef ekki þá Great ;)

sunnudagur, desember 10, 2006

PLEH....!

* Ég hata að læra undir próf
* Sama hversu mikið ég les þá finnst mér ég kunna akkúrat ekki neitt!
* Hvernig veit maður að maður er búin að læra nógu vel?
* Af hverju eru próf?
* Á morgun er mitt síðasta lokapróf!
* En hugurinn er samt löööööööngu kominn í jólafrí!
* SLÆMT!!
* Eina ástæðan fyrir þessari færslu er sú að blogger var að svissa yfir í Beta og stelpurnar fylgja straumnum.
* En samt virðist eitthvað vera að, því ekki sjást íslenskustafirni, hérna til hliðar að minnsta kosti.
*Je ne comprends pas!!!

Að vera mamma

Þegar maður er orðin mamma þá vantar ekki myndarskapinn í mann! Þetta hef ég verið að gera síðan ég frétti að ég væri að verða mamma ... byrjaði á því að búa til teppi, bjó svo til tösku, lopapeysu, sokka, saumaði út milliverk í sængurver (tvö og er að vinna í því þriðja) svo var saumað svona "klukkustrengi" sem eru inn rammaðir. Ég kalla þetta dugnað og tákn um mikinn tíma til dundurs ... ég kalla þetta ekki merki um það að maður sé að verða eitthvað sorglegur! Ég er stolt af þessu, enda er ég mamma. Það er afsökun ;) Svo btw þá er maður ekki mamma nema að geta gert eitthvað í höndum f. barnið sitt, það er nokkuð rökrétt ;)

laugardagur, desember 09, 2006

Klementínur VS mandarínur...

.....þar sem ég hugsa oft mikið.....um useless hluti.....þá rann það upp fyrir mér eitt kvöldið þegar ég lá sveitt yfir frönskubókunum og var að troða í mig mandarínum. Að ég vissi ekki munin á klementínu og mandarínu. Þá fór ég að hugsa meira; Af hverju eru þessi tvö nöfn yfir þennan sama hlut? Eru þær ekki nákvæmlega eins? Ég vissi allavega ekki munin.

Ég spurði sambloggarann minn að þessu og ei vissi hún svarið - lærða manneskjan sjálf ;)
Ég hélt satt best að segja að klementínur væri svona "fínna" orð yfir mandarínur. Eins konar jólaorð.... Því ég heyri þetta orð eingöngu notað yfir mandarínur á jólunum.....

Við tók margar andvökunætur og vangaveltur um það í hverju munurinn væri fólginn....

Ég einfaldega vissi ekki muninn. Ég spurði Gunnu Dóru, vinkonu mína, hvort hún vissi það, "nei" var svarið. Þetta var farið að vera þungur baggi í mínu lífi! Ég gat hvorki etið vott né þurrt....

Síðan fékk ég brillijant hugmynd. VÍSINDAVEFURINN! hann veit ALLT!
En við skulum hafa það á hreinu að ég ætlaði sko ekki að spurja að þessu! Það var sko fyrir neðan mína virðingu....ehe.... ;)

Veist þú svarið??.....Hver sé munurinn á mandarínu og klementínu........tja ef þú vissir það ekki þá færðu að vita það núna;

"Samkvæmt þriðju útgáfu Íslenskrar orðabókar eru klementínur kynbætt, steinlaust afbrigði af mandarínum. Mandarínur vaxa á tré sem nefnist á fræðimáli Citrus reticulata og er af rútuætt." (http://visindavefur.hi.is/)

Þá vitið þið það! Þegar þið teljið ykkur vera með klementínu í hönd en ó ó ó er ekki STEINN þá er þetta einfaldlega mandarína í dulargervi.........bammbammbaaaammmmmm!

fimmtudagur, desember 07, 2006

Jóla - Jóla

Núna þegar maður er búin í þessu eina prófi og búin að skila öllum verkefnum þá er ekkert nema jóla jóla sem kemst uppí hugann á manni! :)
Dagurinn var notaður í að gera jólahreingerninguna hér heima ásamt því að henda nokkrum seríum og jólaljósum upp, æðsilegt alveg! Svo er það bara að baka, skrifa jólakortin, kaupa gjafirnar og senda, þá er allt bara tilbúið.
Þar sem jólin nálgast óðfluga nú sem og afmælið mitt ... yeah !! Í tilefni af því kemur smá óskalisti ...
*Föt ... buxur, peysa, bolur, skór, nærföt ...allt sem tengist fötum
*Kápa ... aji, það flokkast undir föt
*Glingur og glans ... ég elska skraut, eyrnalokka, hálsmen og armbönd ("Geðveik með glimmer")
*Snyrtidót ... stelpur elska svoleiðis!
*Tónlist ... eruð þið að ná því hvað það er mikið um góða tónlist að koma út?
*Utanáliggjandiharðurdiskur :)
*Dót til heimilisins ... þar sem maður fer að verða stór, þá er gott að eiga eitthvað svoleiðis dót ;)
Aji ... mér er alveg sama hvað ég fæ, það er hugurinn sem gildir. Það myndir nægja mér að fá kort eða sms að fólk myndi muna eftir afmælinu mínu til dæmis, það vill oft gerast! Það er alveg satt, en ég grenja það ekki!

Þessa dagana er ég samt bara að trúa á Guð og lukkuna um að ég hafi náð blessaða prófinu í gær, það væri samt svolítið lame að falla á fyrsta háskólaprófinu ;) eða er það ekki?

Að.....

.....plana er rosalega skemmtilegt!!! :D

þriðjudagur, desember 05, 2006

Pæling

... Ég er að spá í að sofa með bækurnar og glósurnar undir koddanum mínum í nótt svo það troðist eitthvað inní hausinn á mér. Þá þarf ég ekki að leggja svona mikið á mig við lesturinn. Ætli þetta plan mitt virki ekki? Var ekki einhverntíman talað um það ? :)

mánudagur, desember 04, 2006

Held að mörg okkar erum ekki alveg með á því hvað við höfum það GOTT!!

sunnudagur, desember 03, 2006

Delta Goodrem - Born to Try

Doing everything that I believe in

Going by the rules that I’ve been taught

More understanding of what’s around me

And protected from the walls of love

-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-

All that you see is me

And all I truly believe

-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-

That I was born to try

I’ve learned to love

Be understandingAnd believe in life

But you’ve got to make choices

Be wrong or right

Sometimes you’ve got to sacrifice the things you like

-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-

But I was born to try

-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-

No point in talking what you should have been

And regretting the things that went on

Life’s full of mistakes, destinies and fate

Remove the clouds look at the bigger picture

-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-

And all that you see is me

And all I truly believe

-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-

That I was born to tryI’ve learned to love

Be understandingAnd believe in life

But you’ve got to make choices

Be wrong or right

Sometimes you’ve got to sacrifice the things you like

-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-

But I was born to try!

-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-

All that you see is me

All I truly believe

All that you see is me

And all I truly believe

-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-

That I was born to try

-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-

I’ve learned to love

Be understanding

And believe in life

But you’ve got to make choices

Be wrong or right

Sometimes you’ve got to sacrifice the things you like

-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-

But I was born to try

-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-

But you’ve got to make choices

Be wrong or right

Sometimes you’ve got to sacrifice the things you like

-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-

But I was born to try

föstudagur, desember 01, 2006

Dagur rauða nefsins

Í dag er víst dagur rauða nefsins, allir með glens og grín í þágu hins góða! Klikkið hér

Dagur Rauðanefsins

Brostu
ertu óttalega stúrinn?
ertu gegnsýrður af sorg og sút?
ertu lítill fýlusgrágur
sem þorir varla út - með mallakút í hnút
situr aleinn útí horni
og ygglir þig - ef aðrir skemmta sér
viltu kafna úr eigin fýlu?
- samer mér!
en þú veist fullvel
þú verður að hrista þetta af þér

það sakar ekki
Það skaðar ekki

skelfing ertu alltaf neikvæð
ósköp ertu eitthvað þurr og þver
lítil úrill fýlustelpasem iðulega er - með allt á hornum sér
situr alein útí horni
sannfærð um að allt sé illa meint
góða hættu þessu væli
alltaf hreint
og vittu til
það er aldrei of seint

brostu - í fréttasetti (Páll Magnússon)
brostu - á harðaspretti (Magnús Scheving)
brostu - úr ræðustóli (Steingrímur J. Sigfússon)
brostu - á mótorhljóli (Siv Friðleifsdóttir)
brostu - í gegnum tárin (Unnur Birna)
brostu - í bissnissfári (Hannes Smárason)
brostu - í Draumalandi (Andri Snær)
brostu - í metalbandi (Magni)
brostu - það er gott að gefa (Karl Sigurbjörnsson)
brostu - fram í fulla hnefa (Bubbi)

fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Afhverju...........

...........þegar maður á að vera að læra fer maður að gera eitthvað annað!

Ég á að vera lesa The Great Gatsby – again. Því, jú, stelpan er að fara í lokapróf í ensku á morgun! Sjæsen ég er ekki að trúa þessu, að önnin sé að ljúka að ég sé kannski að fara að útskrifast! Að árið sé að verða búið!!!!!

Það er svo margt búið að ganga á undafarið að ég hef einhvern vegin ekki náð að fylgjast með tímanum. Á hann ekki líka að vera afstæður?

Ég er búin að vera djúpt hugsi undan farna daga....

Næsta ár verður betra en það sem er að ljúka, ég held það. Ég finn það! Margt sem stelpan er með í poka horninu sem tíminn (jáh, hann hefur svei mér þá mikil völd) mun aðeins leiða í ljós!

En flest öll plön mín snúast í kringum eitt, einn hlut. Sem er stór áfangi í mínu lífi. Stúdentinn! Ef allt gengur eftir óskum mun ég setja upp hvítan koll 20.desember í kirkjunni á Ísafirði! Gleðigleði eins og vinkona mín myndi segja ;)

Tel mig vera þroskaðri en þegar árið hófst, ég hef lært að lífið er ekkert alltaf dans á rósum, maður ÞARF að vinna fyrir því sem maður vill, ef maður í raun og veru vill það. If you want something you have to go and get it! Ég hef lært það að ég þarf að læra að tjá mig betur.

Misskilningur er hræðilegur hlutur! Það er nokkuð sem ég hef komist að á síðastliðnum dögum. Maður getur misskilið hið einfald og flækt það ótrúlega! Sorglegt að missa eitthvað sem er manni kærast fyrir hluti eins og misskilning og tjáningaleysi. Leiðinlegt að vita til þess að þegar einhver þarfnaðist mann sem mest var maður ef til vill of upptekin í sínum eigin þörfum að maður sá ekki “kallið” :o/

Einnig er sorglegt að vita að fólk gefst stundum bara upp. Merkir það þá ekki áhugaleysi? Ef þú vilt eitthvað nógu heitt, berstu þá ekki fyrir því? Eða lifi ég bara í draumaheimi?

En lífið er skrítið, ég mun aldrei botna í því – sem er örugglega bara gott....

Maður lærir svo lengi sem maður lifir......

......og talandi um lærdóm; best að snúa mér aftur að mínum!!!

mikið að gera maður!!

obobobobob !! Það er mikið að gera á þessum bænum, svei mér þá.
*Margrét, litla dóttirin, er farin að tjá sig á mannamáli!
*Margrét, litla dóttirin er farin að skríða.
*Ég þarf að gera verkefni f. 10. des.
*Ég þarf að gera annað verkefni f. mánudag.
*Ég þarf að gera STÓRA ritgerð fyrir 4. des.
*Það er íslensku próf þann 6.des.
*Ég ætla svo að skella mér á jólahlaðborð þann 2.des. ásamt Gunnari mínum :*
*ekki má gleyma því að jólin eru að fara að bresta á
-Jólagjafa kaup
-Jólakorta skrif
-Jólaskreytingar
-Jólabakstur
*Og svo vil ég benda fólki á það að það er full time job að vera mamma!
*Svo er ég að kenna og þrífa
Segið svo að ég sé ekki dugleg og sé bara að slaka á ;) haha....

Það er nóg að gera á þessum bænum. Hvað er að mér? Af hverju er ég að blogga þegar það er svona mikið að gera og ég ætti að vera að gera eitthvað allt annað, til dæmis LÆRA !!!

miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Ma chienne, Hekla....


J'aime ma chienne. Elle fait ma vie de valant de vie. N'a pas su qu'un animal pourrait faire une personne si heureuse! Elle me vient toujours, agitant sa queue. Toujours heureux de me voir. La dose pas importe si je suis heureux ou triste. Elle est toujours là. Elle m'aime inconditionnellement! :) :*

Jerimías og jólaskór....

Úti í Danmörku og eflaust fleiri löndum eru menn byrjaðir að nota 2 lyf til þess að nauðga konum. Annað heitir Rohypnol og er svo kallað "nauðgunar lyf" og virkar þannig að manneskjan sem tekur það inn verður mjög sljó og man yfirleitt ekki mikið, ef eitthvað, eftir því sem gerist á meðan áhrifin standa.

Hitt heitir Progesterex og er lítil pilla sem fæst hjá dýralæknum og er frekar auðvelt að nálgast þetta lyf. Þetta lyf er notað til þess að gelda hross. og þetta nota nauðgarar til þess að barna ekki stelpurnar sem þeir brjóta á. Versta við þetta allt saman er að hver kvenkyns vera sem tekur þetta lyf getur aldrei eignastbörn eða afkvæm!!! Verkunin af lyfinu er varanleg!!!

Þessi lyf eru sett út í drykki hjá stelpum og leysast lyfin mjög fljótt upp!!! Þannig að stelpur mínar í guðana bænum passiði drykkina og passið upp á ykkur sjálfar!!

(Fékk þetta sent í e-mail, það er sko þess virði að passa sig. Maður veit aldrei!)

þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Þú veist að það er árið 2006 ef.....

1. Þú ferð í partý og byrjar að taka myndir fyrir bloggið þitt.
2. Þú hefur ekki spilað kapal með alvöru spilastokk í nokkur ár.
3. Ástæðan fyrir því að þú ert ekki í sambandi við suma vini þína er af því þeir eru ekki að blogga, ekki á MySpace og eða á MinnSirkus .
4. Þú leitar frekar um alla íbúð af fjarstýringunni í stað þess að ýta bara á takkann á sjónvarpinu.
6. Kvöldstundir þínar snúast um að setjast niður fyrir framan tölvuna.
7. Þú lest þennan lista kinkandi kolli og brosandi.
8. Þú hugsar um hvað það er mikil vitleysa að lesa þennan lista.
9. Þú ert of upptekin/nn til að taka eftir að það vantar númer fimm.
10. Þú virkilega leist tilbaka til að athuga hvort þar væri númer fimm.
11. Svo hlærðu af heimsku þinni.
EF þú féllst fyrir þessu ... Aha ekkert svona ! Þú féllst fyrir þessu??

[jii hvað ALLT getur verið skemmtilegra en að læra :) hehe...]

Gamalt, gott og skemmtilegt


Þessar eru flottar, klikka aldrei .. Ég og Helga Guðrún

Þessi mynd klikkar aldrei, arga garga :)

Ég og Ásta Björg að maskaGunna Dóra, Símon og einhver herramaður í grillveislu/partýi hjá Svölu og Bertu á Völsteinsstrætinu.

Verið að maska ... enn og aftur. Benni frændi, Ellý systir og ég í gervi Svínku prúðuleikara :)
Þarna er mamma ... með mig innanborðs :)Pabbi töffari með myndavélina.. hann á nú verulega nettari vél ;)Ég og Karitas að gera gíða hluti á kajak. Það má sjá Jónínu og Birnu fyrir aftan.
Á skátamóti ... Berta og gydjunar.Á leið til danaveldis ... 10.bekkur Grunnskóli Bolungarvíkur

Ég gæti haldið endalaust áfram að setja inn myndi hérna ... gamlar og góðar myndir :) það er ótrúlegt hvað tíminn líður hratt og fólk breytist og þroskast. Snilld !!!

mánudagur, nóvember 27, 2006

...Ef lífið væri bíómynd - hvernig yrði lagalistinn þinn?

Svona virkar þetta:
1. Opnaðu lagasafnið þitt (iTunes, Winamp, Media Player, iPod, o.s.frv.)
2. Ýttu á uppstokkun (shuffle)
3. Ýttu á spila
4. Skrifðu nafnið á laginu og listamanninn hjá hverri spurningu
5. Þegar þú færð nýja spurningu ýttu þá á næsta lag
6. Ekki svindla og þykjast vera töff…

Þetta er lífið mitt.........
Opnunaratriði: My Immortal - Evanescence
Þegar þú vaknar: We are the Champions - Queen.
Fyrsti skóladagurinn: Dead In The Water - David Grey
Að verða ástfanginn: Í Fylgsnum Hjartans - Stefán Hilmarsson.
Slagsmálalag: Blöndóslöggan - Pönkbandið Fjölnir.
Að hætta saman: Gimme Gimme Gimme (After Mix) - Vanguarde
Árshátíð: Constellations - Jack Johnson.
Lífið: Blame It On The Watherman - B*Witched.
Andlegt áfall (taugaáfall): Á kvöldin er ég kona - ABBABABB.
Að keyra: Freak of Nature - Anastacia.
Afturhvarf (Flashback): When I'm With You - Simple Plan.
Að taka aftur saman: (Ást) Við fyrstu sín - Friðrik Ómar Hjörleifsson
Brúðkaup: I Can't Wait To Meetchu - Macy Gray
Fæðing barns: Pieces Of Me - Ashlee Simpson
Lokabarátta: Okkar Nótt - Sálin hans Jóns míns.
Dauðaatriðið: Getting Away With Murder - Papa Roach
Jarðarfararlag: Pittsfield - Sufjan Stevens.
Lokalag (credit listi): Kærlighed ved forste hik.

Skora á sem flesta að gera þetta! Ekkert smá skemmtileg afþeying - sérstaklega þegar maður á að vera að læra :)

smá svona...

... Hjörtur sveitavargur, ég legg þessa tillögu við þig þar sem þú ert nú að vinna í Snerpu. Ég mæli með því að þið skiptið um lag í símanum þegar maður er á "hold" :) Manni finnst maður sé sýra í sýrulandi þegar maður bíður í símanum. Þakkaðu svo hverjum þeim sem lagaði tölvuna mína ... það er eins gott að hún sé í góðu standi ;)

Svo vil ég bara benda fólk á það að næla sér í lykilorðið að AÐALMYNDASÍÐUNNI . Við stöllur erum orðnar alltof varar við það að fólk sem við þekkjum ekki bofs and so on eru að skoða myndirnar okkar, sem eru ætlaðar okkur, ykkur vinum okkar og kunningjum sem og ættingjum. Hafið bara samband við okkur. okei honey ?!
Annars er ég bara að fara í vinnuna, kenna þessum blessuðu börnum!! ví ví ...

föstudagur, nóvember 24, 2006

Stöð 2...!!!!!!!

Okei það er ekki oft sem ég læt eitthvað fara í taugarnar á mér. En núna er stöð 2 að fara í mínar fínustu! Hvað er málið með allar þessar helv$%&# auglýsingar! Maður horfir varla á 5mín og svo eru auglýsingar í 10+ mín! Og afhverju að cuta þátt í marga búta! Svo er maður að borga fyrir þetta dýrum dómi (foreldrar mínar að vísu)! Guð minn góður þetta er einum of mikið! Svo ég segi bara......

STOPP NÚ..!!

Þetta daglega

Ég náði í pakka á pósthúsið áðan ... Pakkinn var merktur mér og á honum stóð Guðbjörg Stefanýa Hafþórsdóttir, ég er ekki frá því að mér hafi liðið dulítið kjánalega að hafa séð nafnið mitt skrifað svona. Ef ég ætti heima í Bandaríkjunum þá færi ég klárlega í mál við viðkomandi starsfmann í þeirri búð sem ég var að versla við, landsbyggðadaman ég.

Á einhver bóluplast til þess að henda í mig? eða leyfa mér að eiga :)

fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Sarah McLachlan....

.....er komin í mikið uppáhald hjá mér þessa dagana. Hér er eitt lag sem ég er búin að hlusta á þó nokkuð oft undafarið. Merkilegt hvað maður tekur ástfóstur á nokkur lög í senn.

Stupid
Night lift up the shades
let in the brillant light of morning
but steady there now
for I am weak and starving for mercy
sleep has left me alone
to carry the weight of unravelling where we went wrong
---------------------------------
How stupid could I be
a simpleton could see
that you're not good for me
but you're the only one I see.
-----------------------------------------
Love has made me a fool.
It set me on fire and watched as I floundered
unable to speak.
Except to cry out and wait for your answer.
But you come around in your time
speaking of fabulous places
create an oasis
dries up as soon as you're gone
you leave me here burning
in this desert without you
---------------------------------------
How stupid could I be
a simpleton could see
that you're not good for me
but you're the only one I see
------------------------------------
Everything changes
everything falls apart
can't stop to feel myself losing control
but deep in my sense I know.
------------------------------------------
How stupid could I be
a simpleton could see
that you're not good for me
but you're the only one I see.

miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Sugerfree blogg

Ég bauð mínum kærasta með mér í búðina að kaupa eitthvað með kaffinu, allt í lagi með það.
Þar sem ég er svo rosalega mikið að hugsa um línurnar ;) hmmm ... Þá tók ég mér sykurlausa kókómjólk en Gunnar fékk sér þessa klassísku kókó mjólk, með sykrinum og öllu ;) Þegar það var komið að því að borga tók ég eftir því að þessi klassíska kókó mjólk kostar 65 krónur íslenskar en þessi sykurlausa kostar 71 krónu íslenska, af hverju er það ?

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Afmæliskveðja

Elsku stóra systir mín á afmæli í dag ... 25 ára stelpan! Á besta aldri að mínu mati :) Hafðu það sem allra bestasta best í dag og hafðu það gott í kvöld með Gullanum :)

Hér erum við systur árið svona ... 1986-7 eitthvað svoleiðis, sætar? Það finnst mér.

Hérna erum við svo árið 2006 ... 20 árum síðar sirka! En þá sætar :) ef ekki sætari ;)
Pakkinn fer í póst í dag ... ég sendi þér knús og koss, það verður víst að duga á meðan fjarlægðin er svona mikil á milli okkar :) hipp hipp húrra fyrir Helgu Björg.




mánudagur, nóvember 20, 2006

Gæsahúð í hvert sinn....

.....sem ég heyri I'm already there með Lonestar!

He called her on the road
From a lonely cold hotel room
Just to hear her say I love you one more time
But when he heard the sound
Of the kids laughing in the background
He had to wipe away a tear from his eye
A little voice came on the phone
Said daddy when you coming home
He said the first thing that came to his mind
Im already there
Take a look around
Im the sunshine in your hair
Im the shadow on the ground
Im the whisper in the wind
Im your imaginary friend
And I know Im in your prayers
Oh Im already there
She got back on the phone
Said I really miss you darling
Dont worry about the kids theyll be alright
Wish I was in your arms
Lying right there beside you
But I know that Ill be in your dreams tonight
And Ill gently kiss your lips
Touch you with my fingertips
So turn out the light and close your eyes
Im already there
Dont make a sound
Im the beat in your heart
Im the moonlight shining down
Im the whisper in the wind
And Ill be there until the end
Can you feel the love that we share
Oh Im already there
We may be a thousand miles apart
But Ill be with you wherever you are
Im already there
Take a look around
Im the sunshine in your hair
Im the shadow on the ground
Im the whisper in the wind
And Ill be there until the end
Can you feel the love that we share
Oh Im already there
Oh Im already
There

Je pense, donc je suis....

Oft stend ég mig að því að hugsa um tilgang lífsins. Er það ekki eðlilegt? Ég velti því fyrir mér af hverju ég er ég. Hafiði pælt í því? Segjum sem svo ef mamma mín og pabbi hefðu ekki kynnst væri ég ekki til. Er þetta allt saman tilviljun eða fyrir fam planað af eitthverjum sem er heldri en við öll.

Ég er trúuð, viðurkenni það fúslega. Enda stóð ég fyrir framan altarið þegar ég fermdist og staðfesti trú mína. Það var ekkert plat. Ég trúi að það sé eitthver/einhvað sem er yfir okkur. Vakir yfir okkur. Ég held samt að maður býr sjálfur til sín örlög, þau eru ekki fyrir fam ákveðin. Maður lendir á krossgötu og það er á þeirri krossgötu sem maður hefur val, og það val ákvarðar næsta skref. Það er alltaf hægt að breyta – þar af leiðandi stjórnar maður sjálfur sínum eigin örlögum.

Sagt er að það sé aðeins lagt á okkur þær byrgðir sem við getum staðið undir. Er það í alvöru þannig? Kemst fólk alltaf í gegnum þá erfiðleika sem þeir kljást við. Eitt veit ég þó, maður kemst ekki í gegnum þá einn. Maður þarf alltaf að reiða sig á einhvern annan. Sjáum til dæmis ef maður er veikur – alvarlega, þá leitar maður til læknis. Þegar eitthvað hrjáir manna andlega leitar maður til þann sem maður treystir best. Stundum er það menntaður einstaklingur í sálinni eða einfaldlega mjög góður vinur. Lífið gengur ekkert ef fólk hjálpast ekki að. Að hjálpa öðrum fær mann líka til að líða vel. Enda engin furða að góðverk heita góðverk. Segir sig sjálft.

Af hverju er þá stríð? Af hverju er fólk svona gráðugt? Af hverju er ekki hægt að finna einfalda leið út úr hlutum. Hví kennum við börnum að “öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir” en förum svo ekki eftir því sjálf!

Af hverju getur fólk ekki sætt sig við það að það eru ekkert allir eins. Af hverju ekki að reyna skilja það sem öðruvísi er, í staðin fyrir að dæma það og kasta fyrsta steininum í hugsunarleysi. Er ekki betra að stoppa, hugsa og allavega reyna að setja sig í spor annarra áður en maður dæmir. Það er enginn fullkominn, langt í frá.

Að lifa í hatri er engin leið til að lifa. Þegar maður hatar einhvern kemur það einungis niður á manni sjálfum. Því sá sem maður hatar finnur ekkert endilega fyrir því. Þetta verður aðeins baggi á herðum þess sem hatar. Hann finnur mest fyrir því – Pirring og illindi í garð einhvers annars er þungur baggi að bera. Því að gera sjálfum sér það?

Fyrirgefning er merkilegt fyrirbæri. Það er ekkert auðvelt að fyrirgefa. Held að það sé barasta eitt af því erfiðasta sem maður þarf að gera. Sá sem kann að fyrirgefa er stór manneskja. Því það sem er einu sinni brotið er ekki svo auðvelt að laga.En enn þá stærri er sú manneskja sem getur beðist afsökunar, þó svo að sú manneskja telji sig hafa rétt á standa. Að taka fyrsta skrefið er alltaf erfiðast. En sínir, að mínu mati, hversu stór og merkilegur sá einstaklingur er. Því maður þarf ekkert alltaf að hafa rétt fyrir sér.

Jáh lífið er flókið fyrirbæri, sem ég botna ekkert í. Kannski er það líka bara hið besta mál. Maður á ekkert endilega að skilja alla hluti.

sunnudagur, nóvember 19, 2006

Breytingar

Vá ... tímarnir breytast!
Ég var að enda við að horfa á þátt sem Ómar Ragnarsson tók upp hérna í Víkinni fyrir MÖRGUM árum. Við erum að tala um að þarna var Bæring frændi bara stráklingur, það var tekið viðtal við langaafa Arndísar (s.s. afa Finnboga pabba Arndísar), mömmu Kristnýjar á Sólbaðsstofunni, Pálmi Gestsson var ekki orðinn frægur leikari heldur bara áhuga leikari sem stundaði nám við smíði, Kristinn H. Gunnarsson þingmaður var fótboltaþjálfari og tók þátt í uppsetningu á einhverju leikriti, afi hennar Karitasar var á fullu að beita, Gunnar Halls. var að vinna í Vélsmiðjunni og það var ekki komið litasjónvarp, ég gæti alveg haldið áfram að telja fullt af hlutum upp! Magnað. Það sem sló mig svo og ég eiginlega sé eftir, þó svo að ég hafi ekkert verið uppi á þessum tíma er lífið sem var í bænum á þessum tíma! Vá ... það var sko líf og fjör. Sviðið í félagsheimilinu var ekki við það að hrynja, maður fékk sýn á lífið í sjávarplásinu, líf og fjör á bryggjunni, líf og fjör í félagslífinu og ég veit ekki hvað og hvað.
Þegar þátturinn var búinn þá spurði ég pabba í sakleysi mínu: "Pabbi, dó allt hérna, eða þú veist ... þegar E.G. fór á hausinn? Ég meina ... þarna í þessari Bolungarvík í fortíðinni var líf og fjör og allir bara til í geimið" þá sagði pabbi: "Athugaðu það að á þessum tíma var sjónvarpið bara á í x marga tíma á sólahring og frí á fimmtudögum. Fólk varð að gera eitthvað. Núna eru allir bara svo uppteknir af tölvum og sjónvarpinu! Það fer ekkert út að blanda geði við aðra því það þarf þess ekkert út af skype, msn dótinu og því öllu." Vá .. pabbi hitti naglann á höfuðið.
Hugsið ykkur hvað tímarnir hafa breyst!!

laugardagur, nóvember 18, 2006

Myndir


Myndir komnar frá spassakvöldinu sem var í gær ... kíkið HÉR

Ice, ice, ice...

Það er skítakuldi úti! Þannig er það bara ... -8 gráður ... hljómar vel! Ég er ekki frá því að maður hendi í eitt par af lopasokkum, eða bara smella einu símtali til hennar ömmu Láru og biðji hana um að prjóna eitt par af eðalsokkum á mann! :)

Allavega er ég farin að gera eitthvað til þess að halda á mér hita. Það eru snilldar myndir á leið í hús, spassamyndir af vinkonum mínum! Sneelllddd....
Aji ég er líka svona mikill kjáni :op

fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Dagur íslenskrar tungu

Þann 16.nóvember árið 1807 að Hrauni í Öxnadal fæddist stórskáldið Jónas Hallgrímsson. Það er í dag, á afmælisdegi Jónasar, sem við íslendingar höldum afmælisdag hans hátíðlegan með degi íslenskrar tungu.
ÉG BIÐ AÐ HEILSA

Nú andar suðrið sæla vindum þýðum.
Á sjónum allar bárur smáar rísa
og flykkjast heim að fögru landi ísa,
að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum.

Ó, heilsið öllum heima rómi blíðum
um hæð og sund í drottins ást og friði.
Kyssið þið, bárur, bát á fiskimiði.
Blásið þið, vindar, hlýtt á kinnum fríðum.

Vorboðinn ljúfi, fuglinn trúr, sem fer
með fjaðrabliki háa vegaleysu
í sumardal að kveða kvæðin þín!
Heilsaðu einkum, ef að fyrir ber
engil með húfu og rauðan skúf, í peysu.
Þröstur minn góður, það er stúlkan mín.

Stór dagur....


Jáh hann karl faðir minn á afmæli í dag! Er kauði 53.ára! Skammast mín svoldið því ég gleymdi að óska honum til hamingju með daginn! Fattaði það þegar ég var lögð af stað í skólan. Ekki mjög góð dóttir! En betra er seint en aldrei eins og einhver sagði ;) Svo ég ætla bara að byrja á því að óska honum til hamingju með daginn!:* hérna... Þú ert besti pabbi í heimi! Elska þig svo mikið :* :*

Síðan má ekki gleyma litla frænda mínum, Arnari :) Tel að það sé mjög stór dagur hjá honum. Kauði er orðin 17.ára!! Til hamingju með daginn elsku Arnar minn :* Leiðinlegt að geta ekki hitt þig í rvk yfir helgina! En ég vona að ég hitti þig fljótlega...Eigðu góðan dag ;)

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Magnað ...

Bolungarvíkurkaupstaður hefur kallað sig heilsubæinn, þess vegna gat ég ekki annað en skellt uppúr á þriðjudaginn og í dag þegar ég fór í íþóttahúsið og sá gossjálfsala í andyrinu þar. Heilsusamlegt? :) hehe ...
Allt fyrir þjónustuna, eða hvað ?

Skemmtun sem er ógleymanleg !!!

Óli prik (Pabbi hans er penni)
Óli prik (mamma hans er tikniblokk)
Óli prik gaman er að teeeiiikna þig
á blaaaaaðððiii hjá mér!!
Guðrún Halldóra Halldóra tekur að sér að flytja þetta lag við hinar ýmsu uppákomur og skemmtanir með aðstoð Guðbjargar Stefaníu Hafþórsdóttur. Þeir sem eru áhugsamir að heyra þennan óborganlega flutning á þessu ódauðlega lagi hafið samband við Veru Dögg Snorradóttur hér á síðunni.

Ég er í fanginu ...

... á fjöllunum mínum!!!
Ég er líka komin heim, líkt og Vera. Þess má geta að ég er heima hjá stelpunni, henni Veru.

Ég hafði vit á því að koma mér heim á sunnudaginn, þrátt fyrir mikla þreytu og leti! Veðrið og færðin síðustu daga hefur ekki verið uppá marga fiska. Þannig ég og Gunnar voru hetjur að koma okkur heim og við vorum ekki föst einhversstaðar vegna veðurs. Reykjarvíkurferðin mín var BARA góð. Árshátíð sem Gunnar minn bauð mér á var svakalega skemmtileg, með góðri skemmtun og góðu fólki. Ég er búin að setja inn myndir frá þessu geimi á AÐALMYNDASÍÐUNA okkar vinkvenna. Ekki skemmdi það að hitta eitthvað af því fólki sem maður á í höfuðborginni og að eiga quality time með sínum manni og dóttur.

Pæling, þegar það er verið að segja frá einhverjum árásum eins og t.d. í Írak og svona þá er oft sagt, "X margir almennir borgarar létust, þar á meðal konur og börn". Af hverju er verið að taka það spes fram að konur og börn hafi látist? Ég meina ... aji ég veit ekki hvað ég er að pæla! Fór bara að hugsa um þetta þegar ég heyrði þetta í fréttunum í dag.

Gleði dagsins, vikunar, mánaðarins og ársins er það að ég sé farin að geta í íþróttahúsið.
Bömmer dagsins, vikunar, mánaðarins og ársins er klárlega það þegar ég (þurfti) að afþakka pent hlutverk í þáttunum "Stelpurnar".

" ET phone home "...er setning núna kl. 00:07

þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Yndislegt að vera komin heim....

.....í faðm fjallana :-D



Jáh, stelpan er komin heim. Just love it! Helgin er búin að vera æðisleg! Oh það var svo gaman að hitta alla. Hótel Rangá er æðisleg! Þarna fer ég sko pott þétt aftur, kannski með einhverjum sérstökum í framtíðinni..! Jólahlaðborðið var jammí..! Og ég var farin að sofa klukkan 00:30 því þetta var svo laaangt ferðalag :op
Reykjavík var æðisleg - eins æðisleg og hún getur verið ;) Fór í búðir. Fór í bíó; það er sko must að fara á Mýrina hún er svooo góð!! Ég varð svo hrædd um að verða fyrir vonbrigðum, en var það sko engan veginn. Góður húmor í myndinni og jáh einfaldlega góð.

Annars erum við "mæðgur" tvær í kotinu núna. Fjölskyldan ætlar að keyra á morgun.
Stefnan var hjá mér að fljúga í morgun og mæta svo í skólann eftir hádegi. Það gekk sko engan veginn. Fluginu var náttlega frestað í svolítin tíma vegna veðurs og svo þegar ég var komin út í vík var klukkan að ganga hálf eitt og þá átti ég eftir að moka bílinni upp - ekki alveg að gera sig. Svo má ekki gleyma því að mér var orðið svo óglatt að ég hugsaði mér vart líf. Það var svo mikill hristingur þegar við vorum að fara að lenda. Ég hélt í alvöru að ég myndi æla! Oj! Þetta var hræðilegt. Ég var samt ekki hrædd,flughrædd. Það var bara eins og inneflin í mér hefðu snúist í öllum þessum hristingi. Og þetta lagaðist ekkert fyrr en seinni partinn í dag :o/

En eins og ég segi þá er ég mjög ánægð að vera komin heim. Búin að versla mér föt í rvk :-D Svo ég er meira en sátt! Hef ekkert annað að gera í rvk ;) hehe

Þetta er komið gott, í bili. Hilsen =)

fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Ef ykkur leiðist....

ég nenni ekki að blogga - hef ekkert að segja.... En ef ykkur leiðist getið þið dundað ykkur við þetta. Ég stal þessu frá Valdísi og fannst gaman að gera þetta hjá henni. Enda er stundum allt betra en að læra :) hehe

  1. Miðnafnið þitt:
  2. Aldur:
  3. Single or taken:
  4. Uppáhalds Bíómynd:
  5. Hvaða lag minnir þig á mig:
  6. Uppáhalds hljómsveit:
  7. Tattoo eða göt:
  8. Þekkjumst við persónulega:
  9. Hver er tilgangurinn með lífinu:
  10. Myndiru bakka mig upp í slagsmálum:
  11. Myndiru þaga yfir leyndarmáli ef það skipti mig máli:
  12. Besta minningin þín um okkur:
  13. Myndir þú gefa mér nýra:
  14. Segðu einhvað skrítið um þig:
  15. Myndiru hugsa um mig ef ég væri veik:
  16. Getum við hist og bakað köku:
  17. Hefuru heyrt kjaftasögu um mig nýlega:
  18. Finnst þér ég góð manneskja:
  19. Myndiru keyra með mig hringinn í kringum landið:
  20. Finnst þér ég aðlaðandi:
  21. Hverju myndiru vilja breyta í mínu fari:
  22. Í hverju sefuru:
  23. Kæmiru í heimsókn af tilefnislausu, bara til að chilla:
  24. Myndir þú koma á stefnumót ef ég myndi bjóða þér:
  25. Ef ég ætti einn dag ólifað, hvað myndum við gera:
  26. Hvenær hittiru/sástu mig síðast:
  27. Hvað heitir bíllinn minn:
  28. Hver er heitasti íþróttamaðurinn í dag:

miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Plís, plís, plís ...

... Elsku Guð gerðu það hafðu gott veður á morgun ...

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Let it make your day.... ;)


Einsu sinni var mús,
hún átti litla krús,
krúsin varð hús.
Hún drakk ekki vín heldur djús.
Músin var því miður með lús,
hún var nokkuð vinnufús.
Þessi mús heitir Vigfús!
Höf: GéSsHá

Til þess að sýna lit ...

... ákvað ég að tjá mig hérna, þó svo að ég hafi ekki frá miklu að segja. Ég er í skólanum og fyrirlesturinn sem ég "er" að hlusta á er ekki alveg að gera sig ... ekki beint spennandi. Nú jæja!

Þar sem ég er laus við gifsið er lífið farið að ganga sinn vanagang, eins og það gekk áður en ég varð klaufi og braut mig! Ég er farin að kenna aftur og mikið er það skemmtilegt að hitta þessa snillinga, krakkana sem ég er að kenna. Þeim fannst alveg svakalega gaman að fá mig, þau sögðu mér það allavega. Svo fékk kerlan klapp á kennarastofunni vegna þess að vera mætt aftur á svæðið:) ekki slæmt! :) Lífið er sem sagt að fara að smella aftur í fastar skorður, kenna, læra, dóttirin, þrífa, ræktin og kærastinn :) Ég er svo heppinn að kærastinn ákvað loksins að skella sér heim í fæðingarorlof, vei :)

Það fer að styttast í Reykjarvíkurferðina! Vá ... ég er farin að hlakka til að komast suður og hitta fólkið mitt þar, vini og vandamenn :) Við, skötuhjúin plús afkvæmið, munum fara akandi á fmmtudaginn, ef guð og lukkan lofar, heimferð verður svo á sunnudaginn. Ég á enn eftir að þrengja kjólinn sem ég ætla að klæðast ... koma svo Guðbjörg!!

Ég þoli ekki þegar maður fær eitthvað skemmtileg tækifæri og maður þarf að velja á milli þess að henda öllu í kæruleysi og láta sig gossa .... eða bara vera ábyrg og halda afur af sér! Ég þoli ekki að þurfa að velja!!

sunnudagur, nóvember 05, 2006

U2 and Green Day = GEGGJAÐ

Þetta er geggjað video :-D
Eruð þið að diggaða?? ;) HAHA
Ég Elska Lífið :*

föstudagur, nóvember 03, 2006

frjáls

Ég er frjáls, éééégg er frjáls ... frjáls eins og fuglinn er frjáls og ég skemmti mér. ég er frjáls!!!

fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Do you feel lucky.....Punk.....Do ya???

Okei eru Búbbarnir fyndnir? EEEEER ÞAÐ???! ;)

Vá ég trúi því varla að það sé að koma helgi!!! JEEEEIIII :-D

Mikið svakalega er tíminn fljótur að líða, áður en ég veit af er ég byrjuð að liggja sveitt yfir bókunum að læra fyrir próf!! PRÓF!!! OMG!!!....
Það fer bara hrollur um mig við það eitt að skrifa þetta. Djö hvað ég er kvíðin - pressa á manni núna :o/

Það er kominn settur dagur á ,vonandi, útskriftina; 20.desember - jebbjebb það er miðvikudagur, 4 dögum fyrir jól - jebbjebb....

Hef reyndar ekkert að segja, bara að skrifa fyrir Evu mæ felló uppó partnó. Alltaf að tuða í manni þessi telpa. Díses! ;) Verð samt að koma því að, að moi var að leggja lokahönd á fyrirlestur dauðans, belive you me it's going to blow your mind! Enda eðal uppeldisfræðihópur þar á ferð ;) hehe
Málsháttur dagsins er; Betri er stutt færsla en engin færsla ;)

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

ví ...

Ég er ein heima! "Gamla" settið á bænum er farið áleiðis til Köben og verður til sunnudags. Hvað er það fysta sem ég ætti að gera? Græjurnar í botn, damn! Ég á engar græjur ... tölvan verður að duga :) Svo get ég sungið með eins og vitlaus sé, engin heyrir í mér, nema þá kannski Rúnar Geir og co. sem er að vinna hérna í blokkinni við hliðinaá svo gæi Stebbu pabbi og Bjarna pabbi líka verið heppnir og heyrt í mér .... Ég er farin að syngja :) en hey, hvað á maður að elda þegar maður er ein heima? Núhhh ...það sem mig langar að borða, jeij ... Kannski maður eldi eitthvað lúffengt fyrir elskhugan?

Ef þið viljið kíkja í heimsókn ... þá er ég oftast heima, nema á föstudaginn, þá mun ég ekki geta verið kyrr því þá er gifsið farið (vonandi) og þá verður Stuðbjörgin litla liburtá létt á fæti!!!

þriðjudagur, október 31, 2006

Ég er heppin ...

Maður er alltaf að fá áminningu hvað maður er ótrúlega heppin!! Að upplifa hluti og að geta gert hluti sem maður telur oftar en ekki sjálfsagaðan hlut. Maður er samt nokkrum sinnum búin að fá spark í rassinn til þess að vekja mann af því að taka hlutunum í kringum mann sem of sálfsögðum hlut, alltaf eru það svo þung högg, mér finnst þau stundum einum of þung. Ég fæ alltaf jafn mikinn hnút í magan, jafnvel græt, þegar ég heyri um þá ósanngrini sem lífið getur stundum innihaldið.

Peð á plánetunni jörð......

Þarf að tjá mig.....

En ég get það ekki......

Það er allt einhvern veginn stopp. Kem því ekki frá mér, er bara þarna uppi svífandi. Ég er alltaf að spá og spöglera (sorry you guys but I can't stop thinking).

Af hverju er svona mikil mannvonska til í heiminum?

Af hverju geta ekki öll dýrin í skóginum verið vinir?

Af hverju getur fólk ekki verið þakklát fyrir það sem það hefur, hví þessi græðgi og öfund út í náungann alltaf hreint?

Af hverju á fólk svona erfitt með að gleðjast velgengi náungans?

Af hverju ekki að reyna finna hið góða í náunganum í staðin fyrir að laska það vonda?

Af hverju þarf sorg og gleði að haldast í hendur?

En einhversstaðar stendur að maður þarf að byrja á því
að taka til í sínum eigin garði áður en farið er yfir í næsta.
Hægara sagt en gert?

Í sambandi ...

Alltaf erum við gydjunar í sambandi við eitthvað frægt fólk... við þekkjum þessar systur sem eru í þessari auglýsingu.

Við gydjunar vorum í góðu yfirlæti að fá okkur snæðing í hádeginu í Hamraborg í dag þegar Björgvin Frans Gíslason félagi okkar gekk framhjá ... hann gat því miður ekki sest hjá okkur og spjallað því hann var á hraðferð, en engu að síður skemmtilegt að hitta kappann! ;)

Gydjunar ... já við erum sko í sambandi við frægafólkið!!!

Íslenska

Í menntaskóla þegar ég kláraði einhver íslensku áfangann með stakri prýði hélt ég í alvöru að ég væri laus við setningaræði! en nei, ég hefði aðeins átt að pæla í framtíðinni. Núna er ég í háskóla og viti menn góðvinur minn hann Finnur er að babla um setningafræði .... setningaliður, nafliður, sagnliður, setningaskipan, umsögn .... aðalsögn ... lesa lesa lesa ... hjálparsögn, frumlag, sagnasamband og ég veit ekki hvað og HVAÐ!!!!

eins og glögglega kemur í ljós er ég ekki laus við setningafræði, eins og ég taldi mig vera þegar ég kláraði íslenkuáfangann sem innihélt setningafræði í menntó. Lífið er alltaf að koma manni á "óvart" ;) hehe

sunnudagur, október 29, 2006

Yndislegt ...

Ég bar þá kjóla undir Gunnar sem líklegt er að ég klæðist þan 11.nóvember ... valið er á milli tveggja kjóla (sumum finnst það eflaust geðveiki að vera að pæla í þessum 2vikum f. áætlaðan dag, en þannig er að ég þarf að þrengja annan kjólinn, suprice? svo ég komi með aðra afsökun, þá er ég kvennmaður og á þar af leiðandi að spá í þessu svoldið fram í tímann). Elskhugi minn hafði þetta að segja um annan kjólinn: "Elskan mín, þessi er alltof fínn!! Þetta er jólakjólinn, hann er alltof fínn og fallegur til þess að fara í á svona geim eins og þessi hátíð sem við erum að fara á". okei .. flott er, jólakjólinn ákveðinn ;) svo sýndi ég honum hinn kjólinn, þá kom þetta tilsvar: "Já, þessi! Þessi er fínn ... þú verður eðall í þessum!!!" Þessi elska... þanning núna þarf ég að fara að þrengja eitt stykki kjól. Vá ... það er ekkert smá gaman að þrengja föt og leggja of stór föt til hliðar! Jeeee ... I love it. Ég get svo ekki kvartað yfir því að karlinn hafi ekki áhrif á það hvernig ég klæðist, hann hefur nú reyndar alltaf verið duglegur að tjá sig þegar honum líkar og líkar ekki við það sem ég klæðist ;)

Helgin mín var svakalega fín ... hvernig var helgin ykkar?

föstudagur, október 27, 2006

Niðurtalning

sjö dagar krakkar mínir, sjö dagar!! Þá hætti ég að ganga eins og hölt hæna eða hvað það var nú sem Vera sagði að ég væri ;)

Gunnar var að tjá mér í grófum dráttum hvurnig þessi blessaða árshátíð verður! Alveg get ég ekki hætt að láta mér hlakka til, sérstaklega ekki þar sem kynnar verða Simmi og Jói, btw þá eru þeir félagar mínir, mér finnst þeir svo töff :) svo má ekki gleyma tjúttinu :D

Ég er að leita af tónlist á DC, ég er ekki að hugsa um mig heldur hana Margréti mína, henni finnst bara gaman að því að hlusta á tónlist, "dansa" og finnst það æðislegt þegar mamma hennar lætur sig hafa það að syngja! Stelpan kann að meta það besta ;) hehe ...

Allvega, góða helgi!!

Mmmmm.......

........föstudagur......Mmmmm......helgarfrí.....Mmmmm..... just love it!

fimmtudagur, október 26, 2006

Kennarar

Allir kennarar eru misskemmtilegir ... ég er búin að átta mig á því hvaða kennari, af þeim 3 sem ég er í tíma hjá er hvað minnst skemmtilegur!!

Það er svo margt ...

Það er margt sem mig langar að gera akkúrat núna.
*Það er flott veður, mig langar út að hlaupa eða í göngutúr. Gifsið hindrar það að það sé mögulegt.
*Mig langar í íþróttahúsið á taka á því
*Mig langar í sund og liggja í pottinum
En gifsið hindrar þetta.

Pælið í því ... ég er að fara á árshátíð, allt gott og blessað með það, en það er alveg fullt af hlutum sem maður þar að huga að fyrir svona samkvæmi, þá sérstaklega ef maður er stelpa. Ég er búin að redda flestu því sem á að redda og panta mér tíma í þær snyrtingar sem nauðsynlegt er að fara í. Svo er það nýjasta ábyrgðin sem ég þarf að takast á við áður en ég fer eitthvert út að skemmta mér og það er að redda PÖSSUN!! En það er frágengið, þannig ég er góð. Það eina sem aftrar mér í því að hleypa spenningnum á full swing er sá hnútur í maganum að læknirinn verði ekki með góðar fréttir þegar hann er búinn að taka myndir og fjarlægja gifsið. Vá hvað ég hlakka til að tjútta með Helgu Björg systur og einhverju liði sem ég þekki ekki bofs. Það vill til að ég er meðalfeimin sem gerir það að verkum að ég fer meðalveginn í því að reyna að kynnast því fólki sem verður á staðnum.

þriðjudagur, október 24, 2006

Bjart framundan

... Alveg geta fyrirlestrar farið með mann! Sit hérna að hlusta á fyrirlestur um einhverja kerlu sem mér finnst það merkileg að ég man ekki einu sinni hvað hún heitir! Glæsilegur sem og sterkur leikur Guðbjörg! :) Montessori, það er kerlan :)

Gifsgangurinn gengur fínt ... þó svo að ég gangi eins og hálfv*** þá finnst mér ég alltaf jafn töff :) Hvernig ég fór að því að brjóta mig svona nett fatta ég ekki!! Ég er ekki snillingur fyrir ekki neitt ;) þannig er það nú bara. Ein vika plús 3 dagar í þessu gifsi, þá verð ég free as a bird! Jii ... stefnan verður þá tekið beint í íþróttahúsið að taka svoldið á því, I need it. Það er agalegt að geta ekki farið út að hlaupa og taka á því í lyftingatækjunum í íþróttahúsinu, eins og maður var nú komin í fínt form maður! össs .... Helv*** körfubolti, stór hættulegur!

Var að horfa á Kastljósið í gær, og þar var stelpa að segja frá lífsreynslu sinni. Hún sum sé lifði af einhverja herferð í Úganda (minnir mig :-/). Hún var í 91 dag inná klósetti með sjö öðrum konum á meðan einhverjir karlar/her voru í því að drepa fólk af þeim ættbálki sem þessi stúlka var af. Vá, þegar ég hlustaði á hana þá gat ég ekki annað en grenjað. Svo voru sýnd myndskeið (brota brot) af því fólki sem þessir karlar/her hefðu drepið, og þar var í einni hrúgu, ungabarn, tvö önnur börn, kona (sem var ófrísk) og fleira fólk! Það er ekkert eðlilegt hvað maður botnar stundum ekkert í mannskepnunni. Það eru til fullt af spenndýrum í heiminum og ég er fullviss um það að við erum langversta spenndýrið! Þannig er það bara. Dýr drepa sér til matar, allt gott og blessað með það ... en við, mannskepnan, af hverju drepum við? Vegna brenglunar, reiði, sorgar og ég veit ekki hvað og hvað ... allavega drepum við ekki annan einstakling til matar, nema Hannibal! Ótrúlegt, maður fær bara sting í hjartað! ojj bara ... Nóg af þessu ...

Einn pæling : Það var í fréttum f. einhverjum vikum að töffarinn hann Grímur bæjó fengi verðlaun ef hann gæti fjölgað í bænum næsta árið. Þá spyr ég: Fær nýji bæjarstjórinn hann Grímur verðlaun að fjölga ÍSLENDINGUM eða PÓLVERJUM í Bolungarvík?

Ég enda þessa færslu á að óska Ilmi og Jón Atla hjartanlega til hamingju með Drenginn!!!
:) vei vei...

mánudagur, október 23, 2006

Skýring á "Markaðssetningu."

Fólk biður oft um útskýringu á "markaðssetningu." Jæja hér kemur hún:

*Þú ert kona og sérð flottan mann í partýi. Þú ferð upp að honum og segir,
"Ég er frábær í rúminu." Þetta er bein markaðssetning.

*Þú ert í partýi með fullt af vinum og sérð flottan mann. Einn af vinum
þínum fer upp að honum, bendir á þig og segir, "hún er frábær í
rúminu."Þetta er auglýsing.

*Þú ert í partýi og sérð flottan mann. Þú labbar upp að honum, færð
símanúmerið hans, hringir í hann daginn eftir og segir, "Hæ, ég er frábær í
rúminu." Þetta er símamarkaðsetning.

*Þú ert í partýi og sérð flottan mann, þú lagar til fötin þín, labbar upp að
honum og réttir honum glasið þitt og segir við hann, "Fyrirgefðu, má ég?"
Lagar bindið hans, nuddar brjóstunum létt utan í hann og segir, "Ó á meðan
ég man, ég er frábær í rúminu." Þetta eru almannatengsl.


*Þú ert í partýi og sérð flottan mann. Hann labbar upp að þér og segir,"Ég
hef heyrt að þú sért frábær í rúminu." Þetta er þekkt vörumerki.

*Þú ert í partýi og sérð flottan mann. Hann langar í þig en þú færð hann til
að fara heim með vinkonu þinni. Þetta er söluorðspor.

*Vinkona þín getur ekki fullnægt honum, svo hann hringir í þig. Þetta er
tækniaðstoð.

*Þú ert á leið í partý þegar þú uppgötvar að það gætu verið flottir menn í
öllum þessum húsum sem þú ert að labba framhjá. Svo þú klifrar upp á þakið á
einu af þessum húsum, sirka í miðjunni og öskrar úr þér lungun, Ég er frábær
í rúminu." Þetta er ruslpóstur.

*Þú ert í partýi, þessi vel byggði massaði maður kemur til þín, káfar á
brjóstunum á þér og klípur í rassinn. Þetta er Arnold Schwarzenegger.

*Þér finnst það gott, en 20 árum seinna ákveður lögfræðingurinn þinn að
þetta hafi verið kynferðisleg áreitni og undirbýr lögsókn. Þetta eru
Bandaríkin.

Þetta fékk ég í e-maili frá móður minni, hún er alltaf að senda mér eitthvað svona sneddí ;)

sunnudagur, október 22, 2006

Krónísk leti.....

jam ég þjáist að krónískri leti (þetta er náttlega ekki til -held ekki - bara uppspuni a la Vera ;) ..) En svona er þetta þegar maður snýr sólahringnum við og þarf svo að komast á "rétt braut" aftur :op

Er búin að eyða síðastliðnum tveimur nóttum á skýlinu. Berta eska var svo elskuleg að hringja í mig á fyrri vaktinni um 4 leitið - var í kveðjuteiti hjá bankanum, hún bjargaði mér gjörsamlega! Takk 1000x sæta :* :)

Eins og fram hefur komið áður á þessu bloggi hugsa ég mikið......stundum einum of.

And belive you me það hjálpar ekkert að vera vakandi einn að nóttu til. Díses hvað ég hugsaði mikið. Nú eru sko margar pælingar í gangi. Þar sem skólinn fer von bráðum að ljúka og prófin að byrja. Sem merkir vonandi lok skólagöngu minnar í framhaldsskólakerfinu. En ég er sko niðri á jörðinni varðandi það svo við skulum ekkert fara of hátt upp til skýja ;)

En hvað mun taka við eftir skólann? Skóli? neee það efa ég.... Allavega ekki strax!

Þetta er eitthvað svo stórt skref fyrir litu mig - spurningin "hvað langar mig að vera þegar ég verð stór" er farin að nálgast mig óþraflega mikið. Mig langar ekkert að vera stór (eldri). Tilhugsunin er eitthvað svo hræðileg en samt svo rosalega spennandi. Afhverju?

Tilhugsunin að það fari að koma að því að ég flytji úr heimahúsum og fer að standa á mínum eigin fótum - satt besta segja hræðir mig en í senn er svo svakalega spennandi. Að takast á við alvöruleikan í lífinu. Koma sér fyrir og búa sér til sitt eigið kot. Er heillandi. Ekki það að mér líði eitthvað illa heima hjá mér. Ekki það að ég nýt alls hins góða að vera heima. Ekki það að ég á bestu foreldra í heimi sem gera allt sem í þeirra valdi stendur til að aðstoða mig. Lífið er bara svona

Held ég láti þetta nægja, þarf að koma mér í sturtu von bráðar. Þarf að vera sæt;) Er að fara út að borða með skvísunum mínum. Svo langt síðan að ég hef séð þær :-D :*

Þó maður taki nokkur skref fram og nokkur aftur, þá miðar manni alltaf áfram. Því það er eina leiðin sem hægt er að fara. Það þýðir ekkert að standa í sama farinu. Það hjálpar engum og allra síst þér. Maður tekur bara mistökin, sárin, reiðina, allt saman og lærir af því.
Maður verður síðan að vera bjartsýnn og gera gott úr hlutunum. Alltaf best að vera jákvæður.... Lífið er til að lifa því! Það ætla ég sko með sanni að gera!

Allt í lagi...

.. allt komið í lag hjá minni maður!!
Núna fer ég að fara í það að tjá mig hérna. Jeee

miðvikudagur, október 18, 2006

Freezing !!!

Það er orðið skrambi kalt úti, vetur ó vetur ... hann er að koma! Aldrei slíku vant þá er mér kalt á fingrunum, það gerist ekki oft, en bara á hægri hendi, hmmm ...

Shit, það er ekkert lítið hvað ég er spennt þessa stundina fyrir þeim vikum sem eru að fara að líða! Toppurinn verður klárlega 11.nóvember þegar við elskhugarnir förum á einhverja árshátíð á vegum vinnunar hjá Gunnari. Það er svo margt skemmtilegt og spennandi að gerast í vikunum fram að því að ég veit varla hvernig ég á að mér að vera :D

Krakkar, jólin eru að fara að detta inn eftir sirka 1 og hálfan mánuð ... er það ekki GREAT??

ég er ekki frá því að þetta sé frekar tilganglaus færsla hjá mér.
Ég elska ykkur öll

þriðjudagur, október 17, 2006

Hálfur mánuðir liðin samkvæmt dagatalinu - fyrir mér heil eilífð....

Biðjum ekki um létta byrð, heldur sterkt bak - Theodore Roosevelt

Aftur til fortíðar....

.....var í sturtu áðan. JÁ! ég fer í sturtu annað slagið ótrúlegt en samt sem áður satt ;)
Ekki frásögu færandi en þá fjárfesti stúlkan sér í nýju sjampooi (hvernig skrifar maður þetta eiginlega???) og næringu! Svona Pantein Pro V - fjólublátt nota bene. Síðan þá hef ég notað þessar vörur reglulega. Lyktin hefur alltaf minnt mig á eitthvað. Eitthvað gott.
Svo núna sló það mig; Pony Hestar!! Lyktin minnti mig á Pony hestana mína! Fyndið :)
Það voru ekki ófá böðin sem stelpan tók þar sem varla var pláss fyrir undirritaða fyrir pony hestum og barbí-dúkkum! :-D HAHA
Hreina og fína stelpan out ;)

Komið þið sæl og blessuð

Það er allt gert til þess að geta bloggað, þannig er það bara. J
Það er allt rólegt í kringum mig þessa dagana, miðað við hvað dagleg rútína var komin á gott skrið.
Ég hef æft fótbolta síðan sautjánhundruð og eitthvað, eða svona næstum því, aldrei hef ég lent þar í stórvægilegum meiðslum, allavega ekki í einhverjum meiðslum sem gera mig svo til farlama. Körfubolti er ekki mín íþrótt, því það var í körfubolta sem ég braut eitthvað bein í líkamanum mínum í fyrsta skiptið og lendi í gifsi í fyrsta sinn sem nota bene er BARA óþægilegt, innilokunarkenndin er að fara með mig. Allavega þá er staðan hjá mér þannig að ég er í göngugifsi og losna við það þann 3.nóvember og er alveg ótrúlega sæt og sexý á fleygi ferð á hækjum. Æðislegt ekki satt? Það versta við þetta allt saman er það að núna fer formið sem ég var komin í fyrir lítið! Ég var alveg að verða sátt við þolið og var á blússandi ferð á námskeiðinu hjá Árna og Helgu Salóme, sem ég náði ekki að klára og framhaldsnámskeið að fara að byrja! Andskotinn. Ég reyni bara á meðan ég kemst ekki í íþróttahúsið að vera dugleg að gera þær æfingar sem ég get og henda mér í trimmform hjá henni Möggu Lilju frænku, svo þann 4.nóvember verður farið í íþróttahúsið J Það er eins gott að krakkarnir í grunnskólanum unnu þessa blessuðu árshátíð sem ég og hinir kennararnir í grunnskólanum vorum að æfa þau fyrir. Allavega fórnaði ég miklu fyrir þau ;)
Sjáið mig fyrir ykkur, að vera kyrr með tærnar uppí loftið og að gera lítið sem ekki neitt. Ég er búin að sjá það að þegar ég er komin á gott skrið með nóg af verkefnum þá gerist alltaf eitthvað hjá mér sem dregur úr getu minni að vinna þau verkefni. Það er passað að ég ofgeri mér ekki ;)

Mig hefur svo oft langað til þess að blogga en ekki getað það vegna einhvers tæknilegs drasls og þar að leiðandi ég hef gleymt helmingnum! Æði.

Helgin var æðisleg hjá mér. Elskhuginn kom heim í helgarfrí, ótrúlegt en satt og því fór helgin að mestu í það að umgangast hann, þessa elsku. Auk þess var ég að umgangast Veru krúttilíus og Bertu sætabrauð :) Að eiga góða að er toppurinn. Þannig er það bara.

Ég var að tala við góðvinkonu mína hana Karitas þar sem hún bauð mér til sín í hádeginu. Mér blöskraði hreint og beint alveg hrikalega þegar ég fékk að heyra þá meðferð sem meistaraflokkur kvenna er að verða fyrir! Æfingarnar eru hrikalegar, á sunnudögum og mánudögum, það á svo sannarlega að gefa þessu tíma. Það er engin þjálfari kominn, bara svona afleysinga þjálfari. Meistaraflokkur karla er með tvo þjálfara, eða einn og hálfan eða what ever. Það er víst verið að vinna í því að fá sjúkraþjálfara til liðs við liðið og eikkað ... Það er allt gott og blessað að það á að byggja karla liðið upp en kommon, ef það þarf að byggja einhvern flokk upp þá er það kvennaflokkinn. Ég gæti talað í endalausa hringi, en ég kemst alltaf að þeirri niðurstöðu að ég hef ekki áhuga að fara að æfa þegar staðan er svona, þó svo að ég var eiginlega komin með þá niðurstöðu að fara að drífa mig í takkaskóna. Kannski ykkur finnist það vera uppgjöf hjá mér eða diss en svo er ekki. Ef það á að byggja eitthvað upp þá þarf það að vera aðlagandi, getum við ekki verið sammála um það? Kannski ég bara gerist talsmaður meistaraflokks kvenna og fari að lesa yfir þessari stjórn BÍ eða hver svo sem það er sem stjórnar þessu öllu saman. Ha... ;)
Just so you know þá er ég ekki að skrifa þetta til þess að reita einn né neinn til reiði, ég er bara að vekja athygli á því að það má virkja alla flokka og svona, jafnrétti á þessum bænum.

Hafið þið pælt í því hvað lífið getur breyst einn, tveir og þrír? Það þarf ekki margar ákvarðanir og gjörðir sem marka líf manns til eilífðar. Sumar ákvarðanir eru góðar og léttar aðrar eru slæmar eða erfiðar en alltaf nær maður einhvernvegin að sætta sig við þær ákvarðarnir sem maður tekur og/eða eru teknar fyrir mann. Þetta eru vangaveltur ...

Ég vona að ég geti látið í mér heyra sem fyrst en á meðan þá vitið þið að ég elska mig og ykkur. Munið, maður á að elska sjálfan sig númer 1,2 og 3!

sunnudagur, október 15, 2006

Afhverju framkvæmir maður án þess að hugsa???????

föstudagur, október 13, 2006

lifið vel og lengi en ekki í fatahengi.....

Jæja tími til að koma með eitt blogg eða svo....

Skil ekki afhverju Guðbjörg getur ekki bloggað, gengur alltaf hjá mér. Mjög svo skrítið :o/
En á maður ekki að koma með fréttir af stúlkunni á einum fæti ;) Hún er sum sé komin í göngugifsi þessi elska og mun vera í því í 3 vikur segja heimildarmenn mínir mér =) En ég held að hún sé bara ánægð að geta farið út á meðal fólks þó svo að hún þurfi að hafa hækjur með í för á meðan hún er að venjast þessu. Mér finnst það bara kúl, hún er náttlega bara kúl það er bara þannig! Skal veðja við ykkur að þetta verður komið í tísku á no time ;)

Jájá ég er bara heima, að læra (var reyndar að byrja en það er aukaatriði). Ekkert nema dugnaðurinn á þessum bæ. Fjarnáms-Franskan er að gera út af við mig. Rosalega erfitt að læra þetta svona sjálfur. Veit varla hvað snýr upp né niður :op Vorkenni mest kennaranum að fara yfir bullið sem ég geri...!

Ég dýrka tónlist, gæti ekki komist af án hennar! Langaði bara að deila því með ykkur....

Þarf að finna mér hobbý mér til dundurs.......hmmmm......hmmmm........

Byrjuð í íþró aftur - Berta mín dreif sig með mér :) Við erum totally tvær úr tungunum ;)
Samt rosalega nice að taka vel á og skella sér í pottinn og láta allar áhyggjur heimsins fljúga út í buskann! Merkilegt nokk en ég hugsa EKKERT þegar ég er að æfa. Bara læt tónlistina taka völdin og púla. Magnað!
Þarf samt að finna mér eitthvað meira að gera, kannski maður fari að drífa sig í listasmiðjuna. Held samt ég kunni ekkert hvernig á að gera þetta lengur. Slít kannski á slefið milli Gunnu Dóru & Rúnars einhvern daginn og fæ hana til að koma með mér. Aldrei að vita, aldrei að vita ;)

En eitt er víst ég hef alltaf lærdóminn mér til dundurs - virkilega skemmtó eða hittó... En vonandi tekur þetta senn enda.....alltaf að halda í vonina, það skaðara ekkert ;)

Talandi um lærdóm, best að snúa sér aftur að frönskunni. Hún hverfur víst ekki þó ég óski mér það! =)

Hef þetta ekki lengra í bili; lifið vel og lengi en ekki í fatahengi!

Vera
sem þarf að læra nýja "málshætti" ;)