Er búin að eyða síðastliðnum tveimur nóttum á skýlinu. Berta eska var svo elskuleg að hringja í mig á fyrri vaktinni um 4 leitið - var í kveðjuteiti hjá bankanum, hún bjargaði mér gjörsamlega! Takk 1000x sæta :* :)
Eins og fram hefur komið áður á þessu bloggi hugsa ég mikið......stundum einum of.
And belive you me það hjálpar ekkert að vera vakandi einn að nóttu til. Díses hvað ég hugsaði mikið. Nú eru sko margar pælingar í gangi. Þar sem skólinn fer von bráðum að ljúka og prófin að byrja. Sem merkir vonandi lok skólagöngu minnar í framhaldsskólakerfinu. En ég er sko niðri á jörðinni varðandi það svo við skulum ekkert fara of hátt upp til skýja ;)
En hvað mun taka við eftir skólann? Skóli? neee það efa ég.... Allavega ekki strax!
Þetta er eitthvað svo stórt skref fyrir litu mig - spurningin "hvað langar mig að vera þegar ég verð stór" er farin að nálgast mig óþraflega mikið. Mig langar ekkert að vera stór (eldri). Tilhugsunin er eitthvað svo hræðileg en samt svo rosalega spennandi. Afhverju?
Tilhugsunin að það fari að koma að því að ég flytji úr heimahúsum og fer að standa á mínum eigin fótum - satt besta segja hræðir mig en í senn er svo svakalega spennandi. Að takast á við alvöruleikan í lífinu. Koma sér fyrir og búa sér til sitt eigið kot. Er heillandi. Ekki það að mér líði eitthvað illa heima hjá mér. Ekki það að ég nýt alls hins góða að vera heima. Ekki það að ég á bestu foreldra í heimi sem gera allt sem í þeirra valdi stendur til að aðstoða mig. Lífið er bara svona
Held ég láti þetta nægja, þarf að koma mér í sturtu von bráðar. Þarf að vera sæt;) Er að fara út að borða með skvísunum mínum. Svo langt síðan að ég hef séð þær :-D :*
Þó maður taki nokkur skref fram og nokkur aftur, þá miðar manni alltaf áfram. Því það er eina leiðin sem hægt er að fara. Það þýðir ekkert að standa í sama farinu. Það hjálpar engum og allra síst þér. Maður tekur bara mistökin, sárin, reiðina, allt saman og lærir af því.
Maður verður síðan að vera bjartsýnn og gera gott úr hlutunum. Alltaf best að vera jákvæður.... Lífið er til að lifa því! Það ætla ég sko með sanni að gera!
Maður verður síðan að vera bjartsýnn og gera gott úr hlutunum. Alltaf best að vera jákvæður.... Lífið er til að lifa því! Það ætla ég sko með sanni að gera!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli